Vill ekki svara því hvort Ólafur Ragnar hafi ætlað að mynda utanþingsstjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á Bessastöðum 5. apríl síðastliðinn. Hann sagði af sér embættinu síðar sama dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á Bessastöðum 5. apríl síðastliðinn. Hann sagði af sér embættinu síðar sama dag.
AuglýsingSig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vill ekki svara spurn­ingum um hverjar hann telur áætl­anir Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, þáver­andi for­seta Íslands, hafa verið þann 5. apríl síð­ast­lið­inn þegar Sig­mundur Davíð fór skyndi­lega til fundar við hann. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra síðar þann dag. 

Í við­tali á Útvarpi Sögu í gær var hann spurður hvort hann hafi farið til fundar við for­set­ann vegna þess að fyrir hefði legið að Ólafur Ragnar ætl­aði í hádeg­is­fréttir Bylgj­unnar þennan dag að til­kynna um að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs væri sprung­in. Hann var einnig spurður hvort að Ólafur Ragnar hefði verið til­bú­inn með lista yfir utan­þings­ráð­herra sem ættu að sitja í slíkri stjórn undir for­sæti Ein­ars K. Guð­finns­son­ar, fyrr­ver­andi for­seta Alþing­is. Sig­mundur Davíð svar­aði að hann ætl­aði enn sem komið er að láta vera að svara þessum spurn­ingum en sagði að þessi mál myndu koma í ljós síð­ar. „Maður fer ekki á Bessa­staði að hitta for­set­ann með skömmum fyr­ir­vara að ástæðu­lausu. Þetta mun allt koma í ljós síð­ar. Ég mun þá ekki halda fram neinu sem ég get ekki fært sönnur á. Þannig að þegar ég fer yfir þessi mál þá geta menn treyst því að það verði nákvæm lýs­ing á atburðum eins og þeir vor­u.“­Sig­mundur Davíð sagðist hafa skrifað alla þessa sögu upp og ætti bara eftir að birta hana á heima­síðu sinni. Það myndi koma að því. 

Auglýsing

Í við­tal­inu end­urtók hann þá sýn sína að hann væri fórn­ar­lamb sam­særis alþjóða­fjár­mála­kerf­is­ins og fjöl­miðla og að Panama­skjölin hafi fyrst og síð­ast verið birt til þess að steypa honum af stóli. Sig­mundur Davíð hélt því fram að Südd­eutsche Zeit­ung, þýska blaðið sem komst yfir Panama­skjölin og vann úr þeim í sam­vinnu við fjöl­miðla út um allan heim, væri í eigu banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs. Það er ávirð­ing sem áður hefur komið fram, en Vla­dimir Pútin, for­seti Rúss­land, hélt þessu fram í kjöl­far op­in­ber­ana um aflands­fé­laga­net aðila tengdum honum sem geymdu mikla fjár­mun­i. Südd­eutsche Zeit­ung hefur sagt að ávirð­ing­arnar séu rangar. Blaðið sé í eigu aust­ur-þýsks fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is.

Seg­ist ekki hafa óskað eftir þing­rofs­heim­ild

Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra síðar saman dag, þann. 5. apr­íl. Í við­tal­inu ítrek­aði hann það sem hann hefur áður sagt, að þing­rofs­beiðni hafi ekki verið lögð fram á Bessa­stöðum þennan dag, líkt og Ólafur Ragnar hefur haldið fram.

Sig­mundur Davíð benti á að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks hafi átt eftir að funda með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins, þegar Bessa­stað­ar­ferðin átti sér stað, en hann kom heim úr fríi í Banda­ríkj­unum að morgni sama dags. 

Bjarni hafði þegar fundað með Sig­mundi Davíð um morg­un­inn á fundi sem fór ekki vel. Í kjöl­farið setti Sig­mundur Davíð stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann ­sagði að ef þing­­menn ­Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­­is­­stjórn­­ina við að ljúka ­sam­eig­in­­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­­inga hið ­fyrsta. Í við­tal­inu við Útvarp Sögu sagði Sig­mundur Davíð að hann hafi á þessum tíma enn verið að berj­ast fyrir því að rík­is­stjórn hans myndi halda velli. Það sé þver­öf­ugt við það að rjúfa þing. „En ef að í ljós hefði komið að rík­is­stjórnin hefði ekki meiri­hluta, þá hefði ekki verið nein ástæða til þess að bíða eftir atkvæða­greiðslu í þing­inu, ekki frekar en ´74, þá hefði ég viljað vera til­bú­inn að leggja fram slíka beiðn­i.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, nú for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði frá því í útvarps­við­tali 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að þing­flokkur flokks­ins hafi verið búinn að taka ákvörðun um að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra á þing­flokks­fundi 5. apr­íl, sem hófst skömmu eftir Bessa­staða­för Sig­mundar Dav­íð. Ástæðan var trún­­að­­ar­brestur milli þing­­flokks­ins og Sig­­mundar Dav­­íðs vegna Wintris-­­máls­ins og eft­ir­­mála þess. Sig­­mundur Davíð kom síðar til fund­­ar­ins en aðrir þing­­menn, meðal ann­ars vegna ferðar hans til Bessa­staða, sem var farin án sam­ráðs við þing­flokk­inn.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None