Vill ekki svara því hvort Ólafur Ragnar hafi ætlað að mynda utanþingsstjórn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á Bessastöðum 5. apríl síðastliðinn. Hann sagði af sér embættinu síðar sama dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á Bessastöðum 5. apríl síðastliðinn. Hann sagði af sér embættinu síðar sama dag.
AuglýsingSig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, vill ekki svara spurn­ingum um hverjar hann telur áætl­anir Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, þáver­andi for­seta Íslands, hafa verið þann 5. apríl síð­ast­lið­inn þegar Sig­mundur Davíð fór skyndi­lega til fundar við hann. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra síðar þann dag. 

Í við­tali á Útvarpi Sögu í gær var hann spurður hvort hann hafi farið til fundar við for­set­ann vegna þess að fyrir hefði legið að Ólafur Ragnar ætl­aði í hádeg­is­fréttir Bylgj­unnar þennan dag að til­kynna um að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs væri sprung­in. Hann var einnig spurður hvort að Ólafur Ragnar hefði verið til­bú­inn með lista yfir utan­þings­ráð­herra sem ættu að sitja í slíkri stjórn undir for­sæti Ein­ars K. Guð­finns­son­ar, fyrr­ver­andi for­seta Alþing­is. Sig­mundur Davíð svar­aði að hann ætl­aði enn sem komið er að láta vera að svara þessum spurn­ingum en sagði að þessi mál myndu koma í ljós síð­ar. „Maður fer ekki á Bessa­staði að hitta for­set­ann með skömmum fyr­ir­vara að ástæðu­lausu. Þetta mun allt koma í ljós síð­ar. Ég mun þá ekki halda fram neinu sem ég get ekki fært sönnur á. Þannig að þegar ég fer yfir þessi mál þá geta menn treyst því að það verði nákvæm lýs­ing á atburðum eins og þeir vor­u.“­Sig­mundur Davíð sagðist hafa skrifað alla þessa sögu upp og ætti bara eftir að birta hana á heima­síðu sinni. Það myndi koma að því. 

Auglýsing

Í við­tal­inu end­urtók hann þá sýn sína að hann væri fórn­ar­lamb sam­særis alþjóða­fjár­mála­kerf­is­ins og fjöl­miðla og að Panama­skjölin hafi fyrst og síð­ast verið birt til þess að steypa honum af stóli. Sig­mundur Davíð hélt því fram að Südd­eutsche Zeit­ung, þýska blaðið sem komst yfir Panama­skjölin og vann úr þeim í sam­vinnu við fjöl­miðla út um allan heim, væri í eigu banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs. Það er ávirð­ing sem áður hefur komið fram, en Vla­dimir Pútin, for­seti Rúss­land, hélt þessu fram í kjöl­far op­in­ber­ana um aflands­fé­laga­net aðila tengdum honum sem geymdu mikla fjár­mun­i. Südd­eutsche Zeit­ung hefur sagt að ávirð­ing­arnar séu rangar. Blaðið sé í eigu aust­ur-þýsks fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is.

Seg­ist ekki hafa óskað eftir þing­rofs­heim­ild

Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra síðar saman dag, þann. 5. apr­íl. Í við­tal­inu ítrek­aði hann það sem hann hefur áður sagt, að þing­rofs­beiðni hafi ekki verið lögð fram á Bessa­stöðum þennan dag, líkt og Ólafur Ragnar hefur haldið fram.

Sig­mundur Davíð benti á að þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks hafi átt eftir að funda með Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni flokks­ins, þegar Bessa­stað­ar­ferðin átti sér stað, en hann kom heim úr fríi í Banda­ríkj­unum að morgni sama dags. 

Bjarni hafði þegar fundað með Sig­mundi Davíð um morg­un­inn á fundi sem fór ekki vel. Í kjöl­farið setti Sig­mundur Davíð stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann ­sagði að ef þing­­menn ­Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­­is­­stjórn­­ina við að ljúka ­sam­eig­in­­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­­inga hið ­fyrsta. Í við­tal­inu við Útvarp Sögu sagði Sig­mundur Davíð að hann hafi á þessum tíma enn verið að berj­ast fyrir því að rík­is­stjórn hans myndi halda velli. Það sé þver­öf­ugt við það að rjúfa þing. „En ef að í ljós hefði komið að rík­is­stjórnin hefði ekki meiri­hluta, þá hefði ekki verið nein ástæða til þess að bíða eftir atkvæða­greiðslu í þing­inu, ekki frekar en ´74, þá hefði ég viljað vera til­bú­inn að leggja fram slíka beiðn­i.“

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, nú for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði frá því í útvarps­við­tali 25. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að þing­flokkur flokks­ins hafi verið búinn að taka ákvörðun um að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra á þing­flokks­fundi 5. apr­íl, sem hófst skömmu eftir Bessa­staða­för Sig­mundar Dav­íð. Ástæðan var trún­­að­­ar­brestur milli þing­­flokks­ins og Sig­­mundar Dav­­íðs vegna Wintris-­­máls­ins og eft­ir­­mála þess. Sig­­mundur Davíð kom síðar til fund­­ar­ins en aðrir þing­­menn, meðal ann­ars vegna ferðar hans til Bessa­staða, sem var farin án sam­ráðs við þing­flokk­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None