Raunverð fjölbýlis hefur hækkað um 50% á fimm árum

24216414821_774b5e8eb2_o.jpg
Auglýsing

Raun­verð fjöl­býlis hefur hækkað um 50 pró­sent frá upp­hafi árs­ins 2011, og raun­verð sér­býlis um 30 pró­sent. Ef aðeins er horft á síð­ast­liðið ár hefur raun­verð fjöl­býlis hækkað um 14,2 pró­sent og raun­verð sér­býlis um 14,7 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri hag­sjá Lands­bank­ans. Raun­verð fast­eigna hefur hækkað mun meira en ann­ars hefði orðið vegna þess að verð­bólga hefur verið lág og stöðug um langt skeið. 

Fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um tvö pró­sent milli mán­aða í októ­ber síð­ast­liðn­um. Verð á fjöl­býli hækk­aði um 1,8 pró­sent en á sér­býli um 2,2 pró­sent. Þegar horft er 12 mán­uði aftur í tím­ann hefur fjöl­býl­is­verð hækkað um 13,6 pró­sent og sér­býli um 14,2 pró­sent, en þetta eru mestu árs­hækk­anir sem sést hafa frá árinu 2007. 

Annan mán­uð­inn í röð eru hækk­anir á sér­býlum meiri en á fjöl­býl­um, en því hefur verið öfugt farið und­an­farin ár og frá vor­inu 2012 hefur hækkun í fjöl­býli verið meiri á hverju ári. Und­an­farna mán­uði hefur hækkun á sér­býlum hins vegar tekið við sér og tekið fram út fjöl­býl­is­hækk­un­um. Breyt­ingar á verði sér­býlis eru iðu­lega sveiflu­kennd­ari en á fjöl­býli, en hag­fræði­deild Lands­bank­ans segir að núver­andi fer­ill á hækk­unum á sér­býli hafi bæði verið óvenju­lega langur og hækk­unin hafi verið óvenju­lega mik­il. Við­skipti með sér­býli hafa líka verið mun líf­legri á þessu ári en í fyrra, á meðan við­skipti með fjöl­býli eru svip­uð. 

Auglýsing

Lands­bank­inn segir að eftir mikla aukn­ingu fast­eigna­við­skipta í fyrra líti nú út fyrir að mark­að­ur­inn sé að falla í svipað horf og á árunum 2011 til 2014, með hóf­legri aukn­ingu. Eft­ir­spurn­inni eftir hús­næði, sér­stak­lega litlum íbúð­um, hefur hins vegar ekki verið mætt og almenn sé skort­ur­inn á fram­boði ásamt mik­illi kaup­mátt­ar­aukn­ingu stærsti skýr­ing­ar­þáttur í miklum verð­hækk­un­um. 

Þá bendir bank­inn á að sam­kvæmt gögnum um þing­lýsta kaup­samn­inga hafa ein­ungis þús­und íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem byggðar hafa verið 2012 og síð­ar, verið seld­ar. Þetta eru tæp­lega átta pró­sent af við­skipt­unum á tíma­bil­inu. Því sé varla hægt að halda því fram að dýr­ari nýbygg­ingar séu ráð­andi í verð­þróun síð­ustu miss­era. Hlut­fall nýrra íbúða er lang­lægst í Reykja­vík, þrjú pró­sent síð­ustu fjögur ár og tvö pró­sent und­an­farið ár, en lang­hæst í Garða­bæ, rúm­lega 40 pró­sent í ár og 26% að með­al­tali síð­ustu fjögur ár.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None