Raunverð fjölbýlis hefur hækkað um 50% á fimm árum

24216414821_774b5e8eb2_o.jpg
Auglýsing

Raun­verð fjöl­býlis hefur hækkað um 50 pró­sent frá upp­hafi árs­ins 2011, og raun­verð sér­býlis um 30 pró­sent. Ef aðeins er horft á síð­ast­liðið ár hefur raun­verð fjöl­býlis hækkað um 14,2 pró­sent og raun­verð sér­býlis um 14,7 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri hag­sjá Lands­bank­ans. Raun­verð fast­eigna hefur hækkað mun meira en ann­ars hefði orðið vegna þess að verð­bólga hefur verið lág og stöðug um langt skeið. 

Fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um tvö pró­sent milli mán­aða í októ­ber síð­ast­liðn­um. Verð á fjöl­býli hækk­aði um 1,8 pró­sent en á sér­býli um 2,2 pró­sent. Þegar horft er 12 mán­uði aftur í tím­ann hefur fjöl­býl­is­verð hækkað um 13,6 pró­sent og sér­býli um 14,2 pró­sent, en þetta eru mestu árs­hækk­anir sem sést hafa frá árinu 2007. 

Annan mán­uð­inn í röð eru hækk­anir á sér­býlum meiri en á fjöl­býl­um, en því hefur verið öfugt farið und­an­farin ár og frá vor­inu 2012 hefur hækkun í fjöl­býli verið meiri á hverju ári. Und­an­farna mán­uði hefur hækkun á sér­býlum hins vegar tekið við sér og tekið fram út fjöl­býl­is­hækk­un­um. Breyt­ingar á verði sér­býlis eru iðu­lega sveiflu­kennd­ari en á fjöl­býli, en hag­fræði­deild Lands­bank­ans segir að núver­andi fer­ill á hækk­unum á sér­býli hafi bæði verið óvenju­lega langur og hækk­unin hafi verið óvenju­lega mik­il. Við­skipti með sér­býli hafa líka verið mun líf­legri á þessu ári en í fyrra, á meðan við­skipti með fjöl­býli eru svip­uð. 

Auglýsing

Lands­bank­inn segir að eftir mikla aukn­ingu fast­eigna­við­skipta í fyrra líti nú út fyrir að mark­að­ur­inn sé að falla í svipað horf og á árunum 2011 til 2014, með hóf­legri aukn­ingu. Eft­ir­spurn­inni eftir hús­næði, sér­stak­lega litlum íbúð­um, hefur hins vegar ekki verið mætt og almenn sé skort­ur­inn á fram­boði ásamt mik­illi kaup­mátt­ar­aukn­ingu stærsti skýr­ing­ar­þáttur í miklum verð­hækk­un­um. 

Þá bendir bank­inn á að sam­kvæmt gögnum um þing­lýsta kaup­samn­inga hafa ein­ungis þús­und íbúðir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sem byggðar hafa verið 2012 og síð­ar, verið seld­ar. Þetta eru tæp­lega átta pró­sent af við­skipt­unum á tíma­bil­inu. Því sé varla hægt að halda því fram að dýr­ari nýbygg­ingar séu ráð­andi í verð­þróun síð­ustu miss­era. Hlut­fall nýrra íbúða er lang­lægst í Reykja­vík, þrjú pró­sent síð­ustu fjögur ár og tvö pró­sent und­an­farið ár, en lang­hæst í Garða­bæ, rúm­lega 40 pró­sent í ár og 26% að með­al­tali síð­ustu fjögur ár.

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None