Útgjöld til rannsókna og þróunar mun hærri í Svíþjóð og Danmörku en á Íslandi

hugvit
Auglýsing

Útgjöld til rann­sókna og þró­unar hér­lendis hækk­uðu sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu úr 1,76 ´í 2,19 pró­sent frá byrjun árs 2013 og fram að síð­ustu ára­mót­um. Hlut­fallið er nú sam­bæri­legt og það er í Frakk­landi og Sló­venínu en tölu­vert lægra en í Sví­þjóð (3,07 pró­sent), Dan­mörku (3,03 pró­sent) og Finn­landi (2,9 pró­sent). Ísland er nú komið yfir með­al­tal Evr­ópu­sam­bands­ríkja, en það er 2,04 pró­sent. Vert er að taka fram að mjög mis­jafnt er milli ríkja sam­bands­ins hversu háu hlut­falli af þjóð­ar­fram­leiðslu þau eyða í rann­sóknir og þró­un. Auk ofan­greindra Norð­ur­landa­þjóða eyða Aust­ur­ríki, Þýska­land, Belgía, Frakk­land og Sló­venía hærra hlut­falli af þjóð­ar­fram­leiðslu í rann­sóknir og þróun en Íslend­ing­ar. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hag­stofu Íslands.

Í síð­asta mán­uði birti Hag­stofan ann­ars konar tölur um útgjöld til rann­sókn­ar- og þró­un­ar­starfs á Íslandi. Þar kom fram að þau hefðu ver­ið 48,5 millj­­arðar króna í fyrra og juk­ust umtals­vert á milli ára. Aukn­ing­una er fyrst og fremst hægt að rekja til þess að fyr­ir­tæki eyði meira fé í rann­­sóknir og þró­un. Á ein­ungis tveimur árum juk­ust útgjöld íslenskra fyr­ir­tækja sem runnu í rann­­sóknir og þróun úr 18,7 millj­­örðum króna í 31,4 millj­­arða króna, eða um 68 pró­­sent.

Líkt og kemur fram hér að ofan þá er ekki ein­ungis krón­u­talan sem fer í rann­­sóknir og þróun sem er að hækka. Hlut­­fall af lands­fram­­leiðslu sem eytt er í að finna nýjar leiðir til að auka fram­­leiðni og skapa vöxt hefur einnig auk­ist. Árið 2013 voru útgjöld fyr­ir­tækja og stofn­anna í rann­­sóknir og þróun 1,76 pró­­sent af lands­fram­­leiðslu, árið 2014 2,01 pró­­sent og í fyrra 2,19 pró­­sent.

Auglýsing

Laga­breyt­ing í ár stórt fram­fara­skref

Íslenski tækni- og hug­verka­­geir­inn hefur kallað mjög eftir því á und­an­­förnum árum að starfs­um­hverfi hug­verka­­fyr­ir­tækja með alþjóð­­lega starf­­semi á Íslandi yrði gert skap­­legra. Fyrr á þessu ári voru sam­­þykktar breyt­ingar á lögum þess efn­is, sem þóttu mikið fram­fara­skref.  Í þeim fólst meðal ann­­ars að gerð var sú breyt­ing að skatta­í­viln­­anir til nýsköp­un­­ar­­fyr­ir­tækja vegna rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­kostn­aðar voru hækk­­aðar veru­­lega. Hámark slíks kostn­aðar til almennrar við­mið­unar á frá­­drætti fór úr 100 millj­­ónum króna í 300 millj­­ónir króna og úr 150 í 450 millj­­ónir króna þegar um aðkeypta rann­­sókn­­ar- og þró­un­­ar­­þjón­­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­­sókna­­stofn­un. Þá fólst einnig í þeim að erlendir sér­­fræð­ingar sem ráðnir verða til starfa hér­­­lendis munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­­sent af tekjum sínum í þrjú ár.

Hilmar Veigar Pét­­ur­s­­son, for­­stjóri CCP, sagði í við­tali við Kjarn­ann í októ­ber að þessar breyt­ingar hafi verið mjög mik­il­væg­­ar. Fyrir þessu hafi hann, og fleiri í geir­an­um, talað í ára­tug. „Við fundum að nú var tím­inn. Það var ekki þessi bar­átta að koma þessu í gegnum stjórn­­­mála­­menn­ina eins og það hefur ver­ið. Fólk var til­­­búið að hlusta og skilja. Þegar það er komið á þann stað þá eru þetta svo mikil skyn­­sem­is­­mál. Þau eru ekk­ert umdeild, eða ættu ekk­ert að vera það. Það er ekki verið að útdeila tak­­mörk­uðum gæðum eða verið að taka úr einu og setja í ann­að.

Við fundum það núna að orðum myndi fylgja aðgerð­­ir. Það hefur oft vantað upp á það og verið meira um orða­gjálfur eða 17. júní ræð­­ur. Ég vill hrósa Bjarna Bene­dikts­­syni og fjár­­­mála­ráðu­­neyt­inu hástert fyrir að hafa komið þessu í gegn.

Ég myndi samt sem áður vilja að þakið á frá­­drætt­inum vegna rann­­sóknar og þró­unar yrði alveg afnumið. Núna rúm­­ast bara lítil fyr­ir­tæki undir því. Það leiðir til óeðli­­legrar hegð­un­­ar. Það eru engin vís­indi á bak við þessar tölur sem voru ákveðn­­­ar. Þetta er bara ein­hver þæg­ind­­ara­mmi sem er ekki studdur neinu sér­­­stöku.“

Hlutur í lands­fram­­leiðslu 9,6 pró­­sent

Hag­­stofa Íslands hóf nýverið að taka sér­­stak­­lega sam­an, og birta, hag­­tölur fyrir íslenska tækni- og hug­verka­iðn­­að­inn. Við það kom í ljós að hann er sá iðn­­aður sem á stærstan hlut í lands­fram­­leiðslu á Íslandi. Alls er hlutur iðn­­að­­ar­ins í lands­fram­­leiðsl­unni 9,6 pró­­sent. Áður hafði tækni- og hug­verka­iðn­­að­­ur­inn verið flokk­aður í hinu víða mengi „eitt­hvað ann­að“.

Í nýlegri úttekt Arion banka á ferða­­þjón­­ustu á Íslandi sagði að hlut­­fall grein­­ar­innar í lands­fram­­leiðslu sé átta pró­­sent. Stand­ist þær tölur er meiri fram­­leiðni í tækni- og hug­verka­iðn­­aði en í ferða­­þjón­­ustu sem stend­­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur enga ástæðu til að hafa uppi stór orð um „svartan dag í réttarsögunni“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að ekki þurfi að hafa áhyggjur af orðspori Íslands vegna niðurstöðu yfir­­­­­deildar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls Evr­­­ópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None