Píratar falla frá kröfu um að ráðherrar annarra séu ekki þingmenn

Píratar fá fyrstu tölur
Auglýsing

Píratar gera ekki lengur kröfu um að ráð­herrar ann­arra flokka sem þeir myndu fara í stjórn­ar­sam­starf með segðu af sér þing­mennsku. Nú gildir sú regla ein­ungis um þing­menn Pírata. Þetta var sam­þykkt í hrað­kosn­ingu í kosn­inga­kerfi Pírata í gær­kvöldi.

Alls kusu 244 í kosn­ing­unni og sögðu 216, eða tæp­lega 89 pró­sent, já við breyt­ing­unn­i. 

Krafa Pírata var mikið í umræð­unni á meðal að á við­ræðum fimm flokka, meðal ann­ars Pírata, um myndun fimm flokka rík­is­stjórnar undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dóttur stóð fyrr í þessum mán­uði. Þátt­tak­endur í þeim við­ræðum voru auk Pírata Vinstri græn, Sam­fylk­ing, Björt fram­tíð og Við­reisn.

Auglýsing

Píratar höfðu nefni­lega sam­þykkt í kosn­inga­kerfi sínu um miðjan febr­úar síð­ast­lið­inn að þeir myndu hafna aðkomu að rík­­is­­stjórn þar sem þing­­menn eru einnig ráð­herr­­ar. Í þeirri sam­þykkt kom fram að það yrði gert að „al­­gjörri og ófrá­víkj­an­­legri kröfu af hálfu Pírata um stjórn­­­ar­­sam­­starf að þessi háttur verði hafður á.“ Sú ályktun var sam­­þykkt með miklum meiri­hluta atkvæða í kosn­­inga­­kerfi Pírata, 115 voru fylgj­andi en sjö á mót­i. Mun fleiri tóku þó þátt í hrað­kosn­ing­unni sem haldin var í gær til að breyta hinni rúm­lega níu mán­aða gömlu sam­þykkt flokks­ins. 

Fátt bendir til þess í dag að reyna muni á þessa stefnu Pírata þar sem þær þreif­ingar sem fóru fram um helg­ina um myndun rík­is­stjórna gerðu ekki ráð fyrir aðild flokks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None