Engar sannanir fyrir yfirlýsingum Trumps

Er Trump að verja sig áður en endurtalningin fer fram í þremur barátturíkjum? Þessu er nú velt upp eftir ótrúlegar yfirlýsingar hins nýkjörna forseta Bandaríkjanna.

Donald Trump
Auglýsing

Engar sann­anir eru til fyrir yfir­lýs­ingum Don­alds J. Trump, sem sigr­aði í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum 8. nóv­em­ber, um að millj­ónir „ólög­legra kjós­enda“ hafi tekið þátt í kosn­ing­un­um. 

Frá þessu greindi hann á Twitt­er-­svæði sínu í gæt, og hafa ummæli hans vakið bæði undrun og hneyksl­an. Engar sann­anir eru til fyrir því sem hann sagði og svo virð­ist sem hann ætli sér ekki að sýna fram á nein gögn máli sínu til stuðn­ings. 

Hann setti yfir­lýs­ingu sína fram í sam­hengi við sigur hans í kosn­ing­un­um, og í henni ítrek­aði hann að hanni hafi unnið yfir­burða­sigur í kjör­manna­kosn­ing­unni og að hann hefði einnig haft sigur í heild­ar­út­komu kosn­ing­ana ef ekki hefði verið fyrir millj­ónir ólög­legra kjós­enda. 

AuglýsingFram­boð Hill­ary Clinton hefur nú ákveðið að styðja kröfu Græn­ingj­ans Jill Steins um að end­ur­telja í þremur ríkjum þar sem mjótt var á munum milli Hill­ary og Trumps, í Michig­an, Penn­syl­vaníu og Winscons­in.

Í umfjöllun fjöl­miðla í Banda­ríkj­un­um, hefur komið fram að ásak­anir um að kosn­ingar hafi ekki verið lög­leg­ar, hafi oft komið fram áður í gegnum tíð­ina. En aldrei með við­líka yfir­lýs­ingum og Trump hefur nú sett fram. Í umfjöllun New York Times kemur fram að starfs­lið Trump hafi nú þegar sett fram yfir­lýs­ingar þess efnis að nið­ur­staða kosn­ing­anna væri skýr og að hana ætti að virða. 

En ef það er rétt sem Trump heldur fram, þá er lík­legt að farið verði fram á end­ur­taln­ingu víðar en í fyrr­nefndum ríkj­um. Í gær­kvöldi setti hann síðan fram ávirð­ingar um að kosn­ing­arnar í Virgínu, New Hamps­hire og Kali­forn­íu, sem Hill­ary sigr­aði í, hafi verið verið svindl. Sak­aði hann fjöl­miðla meðal ann­ars um að standa sig ekki nægi­lega vel hvað þessi mál varð­aði. „Al­var­leg vanda­mál,“ sagði hann síðan að lok­um.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
Kjarninn 24. september 2020
Khedr-fjölskyldan hefur fengið dvalarleyfi
Egypska fjölskyldan sem hefur verið í felum í rúma viku fær dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Réttlætið sigrar stundum,“ segir lögfræðingur fjölskyldunnar.
Kjarninn 24. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
Forsendur lífskjarasamningsins brostnar að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja forsendur að baki lífskjarasamningnum brostnar í ljósi gjörbreyttra efnahagsaðstæðna.
Kjarninn 24. september 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Forsendur lífskjarasamninga hafa staðist að mati ASÍ
Forsendur kjarasamninganna sem voru undirritaðir í fyrra hafa staðist, þar sem vextir hafa lækkað, kaupmáttur hefur aukist og ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp um bann á 40 ára verðtryggðum lánum.
Kjarninn 24. september 2020
Sex mánaða orlof á hvort foreldri verði tekið á fyrstu 18 mánuðunum í lífi barns
Drög að nýjum heildarlögum um fæðingarorlof hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Þegar fæðingarorlofið verður lengt í 12 mánuði um komandi áramót er ráðgert að hvort foreldri taki 6 mánaða orlof. Einungis einn mánuður verður framseljanlegur.
Kjarninn 24. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Upplýsingamengun í boði Alþingis
Kjarninn 24. september 2020
Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu er húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð. Og skuldsetning heimila hefur verið að aukast.
Eigið fé Íslendinga í fasteignum hefur tvöfaldast á fimm árum
Íslendingar eru að skuldsetja sig hraðar og hærra fasteignaverð drífur áfram aukna eignamyndun. Alls eru tæplega átta af hverjum tíu krónum sem heimili landsins eiga í hreinni eign bundnar í fasteignum.
Kjarninn 24. september 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None