Engar sannanir fyrir yfirlýsingum Trumps

Er Trump að verja sig áður en endurtalningin fer fram í þremur barátturíkjum? Þessu er nú velt upp eftir ótrúlegar yfirlýsingar hins nýkjörna forseta Bandaríkjanna.

Donald Trump
Auglýsing

Engar sann­anir eru til fyrir yfir­lýs­ingum Don­alds J. Trump, sem sigr­aði í banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum 8. nóv­em­ber, um að millj­ónir „ólög­legra kjós­enda“ hafi tekið þátt í kosn­ing­un­um. 

Frá þessu greindi hann á Twitt­er-­svæði sínu í gæt, og hafa ummæli hans vakið bæði undrun og hneyksl­an. Engar sann­anir eru til fyrir því sem hann sagði og svo virð­ist sem hann ætli sér ekki að sýna fram á nein gögn máli sínu til stuðn­ings. 

Hann setti yfir­lýs­ingu sína fram í sam­hengi við sigur hans í kosn­ing­un­um, og í henni ítrek­aði hann að hanni hafi unnið yfir­burða­sigur í kjör­manna­kosn­ing­unni og að hann hefði einnig haft sigur í heild­ar­út­komu kosn­ing­ana ef ekki hefði verið fyrir millj­ónir ólög­legra kjós­enda. 

AuglýsingFram­boð Hill­ary Clinton hefur nú ákveðið að styðja kröfu Græn­ingj­ans Jill Steins um að end­ur­telja í þremur ríkjum þar sem mjótt var á munum milli Hill­ary og Trumps, í Michig­an, Penn­syl­vaníu og Winscons­in.

Í umfjöllun fjöl­miðla í Banda­ríkj­un­um, hefur komið fram að ásak­anir um að kosn­ingar hafi ekki verið lög­leg­ar, hafi oft komið fram áður í gegnum tíð­ina. En aldrei með við­líka yfir­lýs­ingum og Trump hefur nú sett fram. Í umfjöllun New York Times kemur fram að starfs­lið Trump hafi nú þegar sett fram yfir­lýs­ingar þess efnis að nið­ur­staða kosn­ing­anna væri skýr og að hana ætti að virða. 

En ef það er rétt sem Trump heldur fram, þá er lík­legt að farið verði fram á end­ur­taln­ingu víðar en í fyrr­nefndum ríkj­um. Í gær­kvöldi setti hann síðan fram ávirð­ingar um að kosn­ing­arnar í Virgínu, New Hamps­hire og Kali­forn­íu, sem Hill­ary sigr­aði í, hafi verið verið svindl. Sak­aði hann fjöl­miðla meðal ann­ars um að standa sig ekki nægi­lega vel hvað þessi mál varð­aði. „Al­var­leg vanda­mál,“ sagði hann síðan að lok­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
SFS: Alvarlegar ásakanir og allir verða að fara að lögum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé sjálfsögð krafa að öll fyrirtæki fari að lögum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Spyr hvort greiðslur lögaðila til stjórnmálaflokka eigi að vera heimilaðar
Formaður Viðreisnar segir að það sé engin tilviljun að ríkisstjórnin hafi beitt sér fyrir milljarða lækkun á veiðigjaldi.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Disney+ byrjar að streyma
Kjarninn 13. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
Kjarninn 13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Fannst þetta minna óþægilega á gamaldags nýlenduherra
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ef það sem kom fram í fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi reynist rétt þá sé þetta mál hið versta og til skammar fyrir Samherja.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None