Donald Trump segir milljónir hafa kosið ólöglega

Yfirlýsingagleði hins nýkjörna forseta Bandaríkjanna hefur náð nýjum hæðum.

Trump
Auglýsing

Don­ald J. Trump, nýkjör­inn for­seti Banda­ríkj­anna, segir í færslu á Twitt­er-­svæði sínu að til við­bótar við yfir­burða­sigur hans í kjör­manna­kosn­ing­unni þá hefði hann unnið heild­ar­kosn­ing­una (popular vote) einnig, ef ekki hefði verið fyrir þær „millj­ónir kjós­enda“ sem kusu ólög­lega. 

Þetta kom fram á Twitt­er-­svæði hans í dag, og hafa allir helstu fjöl­miðlar Banda­ríkj­anna fjallað um yfir­lýs­ing­una í dag. Hún kemur í beinu fram­haldi haf því að Jill Stein, fram­bjóð­andi Græn­ingja, hefur farið fram á end­ur­taln­ingu atkvæða í þremur ríkjum þar sem mjótt var á munum milli Hill­ary Clinton og Don­ald Trump, og vilja margir frétta­skýrendur meina það, að í þessum ríkjum hafi úrslitin í raun ráð­ist. Þetta eru Winscons­in, Penn­syl­vanía og Michig­an. 

Auglýsing


Stein hefur sagt, að orðrómur um tölvu­hakk­arar hafi haft áhrif á útkomu raf­rænnar kosn­ingar í ríkj­unum sé alvar­leg­ur, og það þurfi að fást botn í það hvernig staðan var í raun og veru. Hill­ary Clinton hefur tekið undir þetta, og vísað til þess að vitað sé að tölvu­hakk­arar hafi verið að skipta sér af kosn­inga­bar­átt­unni með því að kom­ast yfir gögn og birta þau. Þau afskipti voru rakin til tölvu­hakk­ara í Rúss­landi.

Hill­ary Clinton hlaut ríf­lega 64 millj­ónir atkvæða í kosn­ing­unum en Don­ald Trump ríf­lega 62 millj­ónir atkvæða. Þrátt fyrir það hlaut Trump muni fleiri kjör­menn en Hill­ary, en að lág­marki þurfti að tryggja 270 til að ná í Hvíta hús­ið.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None