Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna aftur að ná saman

Formenn flokkanna þriggja gera nú aðra tilraun til að mynda ríkisstjórn. Þingmenn Viðreisnar voru boðaðir á fundi.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, reyna nú öðru sinni að mynda rík­is­stjórn en fyrri til­raun þeirra end­aði með því að þeim tókst ekki að ná sam­an, og missti Bjarni þá stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið.Eftir að við­ræður fimm flokka undir stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manna Vinstri grænna, fóru út um þúfur hafa for­menn flokk­anna þriggja reynt aftur að ná saman og sam­kvæmt frétt RÚV hafa þeir meðal ann­ars rætt um sjáv­ar­út­vegs­mál í dag. 

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.

Í fyrri við­ræðum voru ólíkar áherslur í sjáv­ar­út­vegs­málum meðal þess sem á steytti. Við­reisn og Björt fram­tíð hafa talað fyrir mark­aðs­leið í sjáv­ar­út­vegi þar sem hluti afla­heim­ilda er boð­inn upp, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur almennt ekki viljað kerf­is­breyt­ingar við stjórnun fisk­veiða. Þá var einnig deilt um það hvort fara ætti fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um fram­hald aðild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið, en það er eitt af stefnu­málum Við­reisnar og Björt fram­tíð hefur talað fyrir því einnig. 

Auglýsing

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.

Fari svo að þessi flokkar nái saman þá verður meiri­hlut­inn sem hún hefur á bak við sig eins veikur og hugs­ast get­ur, eða 32 þing­menn af 63. Þing­menn Við­reisnar hafa verið boð­aðir á fund til að ræða stöðu við­ræðn­anna, og er fundað í Alþing­is­hús­in­u. 

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Jafnframt vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða alls 18 prósent landsmanna.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None