Bjarni vill ræða við Viðreisn og Bjarta framtíð á ný

7DM_4446_raw_1652.JPG
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, vill láta reyna aftur á við­ræður um myndun rík­is­stjórnar með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Þetta sagði hann við fjöl­miðla áður en að fundur for­manna flokk­anna hófst í dag. Mbl.is greinir frá. 

Flokk­arnir þrír fóru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður í nóv­em­ber eftir að Bjarna hafði verið fært stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð af for­seta Íslands. Um var að ræða fyrstu form­legu við­ræð­urnar sem ráð­ist var í eftir kosn­ing­arnar 29. októ­ber. Bjarni stöðv­aði þær við­ræður 15. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn m.a. vegna þess að flokkur hans gat ekki sætt sig við að hluti afla­heim­ilda, 3-4 pró­sent, yrði boð­inn upp á mark­aði til tekju­öfl­unar fyrir rík­is­sjóðs, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Auk þess var and­staða við mála­miðlun í Evr­ópu­sam­bands­málum innan flokks­ins, en Við­reisn og Björt fram­tíð vilja láta kjósa um áfram­hald­andi við­ræður við sam­band­ið. Til við­bótar vildi Bjarni mynda sterk­ari rík­is­stjórn með sterk­ari meiri­hluta. Í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér vegna við­ræðu­slit­anna sagði hann að aðstæður á Íslandi „kalli á rík­is­stjórn með breið­ari skírskotun og sterk­ari meiri­hluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boð­ið.“

Eftir að fyrri til­raun til að mynda fimm flokka rík­is­stjórn frá miðju til vinstri undir for­ystu Vinstri grænna rann út í sand­inn hófust óform­legar við­ræður um myndun þriggja flokka stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar á ný. Í þetta skiptið virt­ist sátt ríkja á milli flokk­anna um meg­in­at­riði við myndun nýrrar rík­is­stjórnar en aftur dró Bjarni sig út úr við­ræð­un­um, í þetta sinn til að hefja við­ræður við Vinstri græn. Þær við­ræður hafa nú siglt í strand. 

Auglýsing

Bene­dikt greindi síðar frá því að Bjarni hafi boðið Við­reisn að ganga inn í rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Til­boðið hafi verið lagt fram í hádeg­inu síð­ast­lið­inn mánu­dag. Því var hafn­að. Heim­ildir Kjarn­ans herma að á sama tíma hafi Bjartri fram­tíð verið gert til­boð um að slíta sam­starfi sínu við Við­reisn og reyna að mynda rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Sjálf­stæð­is­flokki. Því til­boði var líka hafn­að.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None