Verðlag á Íslandi 53% hærra en í ESB

Verðlag á Íslandi hefur samkvæmt Eurostat hækkað mikið og er 53% hærra en að meðaltali í ESB. Ísland er orðið sjö prósentum dýrara en Noregur og lítið vantar upp á til að verða dýrara en Sviss.

7DM_9652_raw_1782.JPG
Auglýsing

Verðlag á Íslandi samkvæmt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, hefur hækkað mikið frá 2015 og er nú 53% hærra en að meðaltali í Evrópusambandsríkjunum. Enn fremur er verðlag á Íslandi orðið sjö prósentum hærra en í Noregi, og aðeins fjórum prósentum frá því að verða dýrara en Sviss. 

Á þetta bendir greiningardeild Arion banka í greiningu í morgun. Í greiningunni er fjallað um styrkingu krónunnar, sem nemur nú 17 prósentum frá byrjun ársins, og bent er á það sem dæmi að krónan hefur styrkst gagnvart evru í 135 vikur í röð. „Á suma mælikvarða má segja að Íslendingar séu ein allra ríkasta þjóð í heimi og krónan sé sterkasti gjaldmiðill í heimi. Stóra spurningin er því hvað það sé eitthvað sem getur staðist til lengri tíma.“ 

Þessi hraða gengisstyrking hefur mjög neikvæð áhrif á afkomu útflutningsfyrirtækja og stuðlar að mikilli aukningu innflutnings á sama tíma. Þá er jafnvægisraungengi líklega talsvert hærra vegna stórbættrar skuldastöðu við útlönd og annarrar hagstæðrar þróunar hér á landi. Arion banki telur að raungengi krónunnar sé í dag um 10 til 12 prósentum hærra en getur staðist til lengri tíma. Greiningardeildin veltir upp spurningunni hvort þjóðarbúskapurinn hafi efni á svona sterku gengi. 

Auglýsing

Ísland mjög dýrt í samanburðinum

Greiningardeildin fjallar um kenninguna um kaupmáttarjöfnuð, en samkvæmt henni eiga allar vörur að kosta það sama í öllum löndum á hverjum tíma. Bent er á að augljóslega haldi sú kenning ekki í sinni tærustu mynd, en ef leiðrétt er fyrir öðrum þáttum sem hafa áhrif á raungengi þá haldi þessi kenning yfir löng tímabil. 

Því skoðar bankinn hlutfallslegt verðlag milli nokkurra landa miðað við mismunandi mælikvarða. Myndin hér að neðan á við um mælingar Eurostat á hlutfallslegu verðlagi. 

Mynd: Greiningardeild Arion banka

Þegar málið er skoðað út frá mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var Sviss dýrasta land í heimi miðað við mismun á landsframleiðslu í dollurum á nafnvirði og leiðrétt fyrir kaupmáttarjöfnuði. „Frá miðju ári 2015 hefur íslenska krónan styrkst um 22% gagnvart svissneskum franka svo að ef við miðum við kaupmáttarleiðrétt gengi gjaldmiðla skv. IMF frá 2015, þá er Ísland nú komið upp fyrir Sviss og að líkindum orðið dýrasta land í heimi á þeim mælikvarða.“ 

Þá er einnig skoðað mat Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD), þar sem skoðuð er yfir- eða undirverðlagning landa og gjaldmiðla gagnvart Bandaríkjunum miðað við það hvert gengi gagnvart bandaríkjadal hefði þurft að vera svo að kaupmáttarjöfnuður myndi halda árið 2015. Þar er niðurstaðan einnig að Ísland sé dýrast, og krónan þyrfti að veikjast um 27% til að verðlag væri sambærilegt við Bandaríkin. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None