Guðni vill að þingmenn endurheimti traust Alþingis

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

„End­ur­heimt trausts er í senn mögu­leg og brýn. Nú er lag að auka veg­semd þings­ins og virð­ingu – takast vissu­lega á í þingsal, deila hart ef svo ber und­ir, en bæta vinnu­brögð­in, við­mót­ið, reglur og þing­sköp. Um leið skulum við halda í heiðri góðar hefðir og venj­ur, læra af sög­unni, hafa víti til varn­að­ar.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, við þing­setn­ingu Alþingis í dag. 

Þetta var fyrsta þing­setn­ing Guðna frá því að hann var kjör­inn í emb­ætti for­seta Íslands í sum­ar. Hann ræddi um þær óvenju­legu aðstæður sem Alþingi kemur nú saman við, þar sem ekki hefur enn tek­ist að mynda nýja rík­is­stjórn. Hann tal­aði einnig um Krist­ján Eld­járn, þriðja for­seta Íslands, en öld er í dag frá fæð­ingu hans. „Ekki er örgrannt um að almenn­ingi hafi þótt til vansa hve illa þing­inu gekk að mynda ­rík­is­stjórnir síð­ustu ár Krist­jáns Eld­járns á for­seta­stóli,“ sagði Guðni, en áfram hafi kjós­endur þó treyst Alþing­i. 

Sú er því miður ekki raunin um okkar daga. Fleira hrundi en bankar haustið 2008. Fólki fann­st ­þingið hafa brugð­ist. Þótt margt hafi breyst til batn­aðar er ljóst að ekki hefur skap­ast á ný það ­traust sem þarf að ríkja milli þings og þjóð­ar. Íslend­ingar dæma alþing­is­menn af verk­um þeirra, fram­komu og starfs­hátt­u­m.“ Úrbóta væri þörf í þingsaln­um, og um það væru margir sam­mála. „Deilu­efni þurfa ítar­lega umræðu en mál­þóf vekur furðu fólks og andúð. Meiri­hluti þarf að hafa úrslita­vald en þeir sem eru í minni­hluta verða að geta haft áhrif á gang mála.“ 

Auglýsing

Guðni gerði einnig að umtals­efni hversu margir nýir þing­menn væru nú komnir til starfa á Alþingi. Aldrei áður hafi eins margir nýliðar sest á þing, rúm­lega helm­ingur þing­manna. Aldrei hafi þing­reynsla verið eins lít­il, aldrei hafi eins margar konur verið í þing­heimi og lík­lega hafi bak­grunnur þing­manna aldrei verið eins fjöl­breytt­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None