Guðni vill að þingmenn endurheimti traust Alþingis

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

„End­ur­heimt trausts er í senn mögu­leg og brýn. Nú er lag að auka veg­semd þings­ins og virð­ingu – takast vissu­lega á í þingsal, deila hart ef svo ber und­ir, en bæta vinnu­brögð­in, við­mót­ið, reglur og þing­sköp. Um leið skulum við halda í heiðri góðar hefðir og venj­ur, læra af sög­unni, hafa víti til varn­að­ar.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, við þing­setn­ingu Alþingis í dag. 

Þetta var fyrsta þing­setn­ing Guðna frá því að hann var kjör­inn í emb­ætti for­seta Íslands í sum­ar. Hann ræddi um þær óvenju­legu aðstæður sem Alþingi kemur nú saman við, þar sem ekki hefur enn tek­ist að mynda nýja rík­is­stjórn. Hann tal­aði einnig um Krist­ján Eld­járn, þriðja for­seta Íslands, en öld er í dag frá fæð­ingu hans. „Ekki er örgrannt um að almenn­ingi hafi þótt til vansa hve illa þing­inu gekk að mynda ­rík­is­stjórnir síð­ustu ár Krist­jáns Eld­járns á for­seta­stóli,“ sagði Guðni, en áfram hafi kjós­endur þó treyst Alþing­i. 

Sú er því miður ekki raunin um okkar daga. Fleira hrundi en bankar haustið 2008. Fólki fann­st ­þingið hafa brugð­ist. Þótt margt hafi breyst til batn­aðar er ljóst að ekki hefur skap­ast á ný það ­traust sem þarf að ríkja milli þings og þjóð­ar. Íslend­ingar dæma alþing­is­menn af verk­um þeirra, fram­komu og starfs­hátt­u­m.“ Úrbóta væri þörf í þingsaln­um, og um það væru margir sam­mála. „Deilu­efni þurfa ítar­lega umræðu en mál­þóf vekur furðu fólks og andúð. Meiri­hluti þarf að hafa úrslita­vald en þeir sem eru í minni­hluta verða að geta haft áhrif á gang mála.“ 

Auglýsing

Guðni gerði einnig að umtals­efni hversu margir nýir þing­menn væru nú komnir til starfa á Alþingi. Aldrei áður hafi eins margir nýliðar sest á þing, rúm­lega helm­ingur þing­manna. Aldrei hafi þing­reynsla verið eins lít­il, aldrei hafi eins margar konur verið í þing­heimi og lík­lega hafi bak­grunnur þing­manna aldrei verið eins fjöl­breytt­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None