Ríkissjóður rekinn með 28,4 milljarða afgangi á næsta ári

Bjarni Benediktsson leggur fram fjárlagafrumvarpið sem starfandi fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson leggur fram fjárlagafrumvarpið sem starfandi fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Gert er ráð fyrir 28,4 milljarða króna afgangi af rekstri ríkissjóðs á árinu 2017, samkvæmt fjárlagafrumvarpi sem lagt var fram í dag. Heildartekjur verða 772 milljarðar króna en útgjöld 743,4 milljarðar króna.

Heildarskuldir ríkissjóðs eru áætlaðar 39 prósent af vergri landsframleiðslu í lok næsta ár og hafa þá lækkað úr 60 prósent hennar í árslok 2015. Stefnt er að því samkvæmt ríkisfjármálaáætlun að skuldir ríkissjóðs verði 29 prósent af vergri landsframleiðslu árið 2021.

Vaxtagjöld ríkissjóðs halda áfram að lækka umtalsvert samkvæmt frumvarpinu. Árið 2015 greiddi hann 79 milljarða króna í vexti af skuldum sínum en sú tala á að fara niður í 69 milljarða króna á næsta ári.

Auglýsing

Frumvarpið er lagt fram við sérkennilegar aðstæður í ár. Einungis nokkrar vikur eru til áramóta og enn á eftir að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar sem fóru fram 29. október síðastliðinn. Því er það starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem hefur ekki lengur meirihluta á Alþingi, sem leggur fram frumvarpið. Það er byggt á þegar samþykktri fjármálastefnu áranna 2017-2021 sem samþykkt var í ágúst síðastliðnum. Til viðbótar er að finna í frumvarpinu fjárhagsáhrif nýrra laga sem Alþingi hefur samþykkt, kostnað vegna ákvarðana sem ríkisstjórnin tók um nokkur ný málefni rétt fyrir kosningar og annarra áætlaðra útgjaldabreytinga sem ríkissjóður er að óbreyttu skuldbundinn til að fjármagna.

Ýmis konar útgjaldaaukningar

Helstu útgjaldamál í frumvarpinu eru þær að breytingar á lögum um almannatryggingar sem munu kalla á 11,1 milljarða króna útgjaldaaukningu. Aukin rekstrargjöld til heilbrigðismála nema 7,3 milljörðum króna, hækkun iðgjalda launagreiðenda til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) úr 11,5 prósentum  í 15,1 prósent  frá og með næstu áramótum mun kosta 4,5 milljarða króna og aukning til mennta- og menningarmála mun kosta 2,5 milljarða króna. Þá mun nýr rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, svokallaður búvörusamningur, kosta 1,1 milljarð króna í útgjaldaaukningu. Nýtt húsnæðisbótakerfi mun kalla á  aukin framlög upp á 785 milljónir króna og heildarkostnaður vegna kerfisins er áætlaður 6,5 milljarðar króna á næsta ári. Þá er áætla að byggðar- og sóknaráætlanir landshluta muni kosta 500 milljónum krónum meira en áður.

Þá koma til ný og aukin fjárfestingar- og framkvæmdaverkefni í fjárlagafrumvarpi 2017 til samræmis við fjárfestingarsvigrúm fjármálaáætlunar. Á meðal þeirra eru framlög vegna bygginga þriggja nýrra hjúkrunarheimila á árunum 2016-2018 (1,2 milljarðar króna), bygging nýrrar Vestmannaeyjaferju (1,1 milljarður króna) og aukin framlög til vegamála (um einn milljarður króna).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None