Svandís Svavarsdóttir heldur áfram sem þingflokksformaður VG. Í hægra horninu sést glitta í nýjan þingflokksformann Viðreisnar, Hönnu Katrínu.
Svandís Svavarsdóttir heldur áfram sem þingflokksformaður VG. Í hægra horninu sést glitta í nýjan þingflokksformann Viðreisnar, Hönnu Katrínu.
Auglýsing

Sex konur eru þing­flokks­for­menn jafn margra flokka, en allir flokk­arnir hafa nú til­kynnt um þing­flokks­for­menn sína, en það var gert form­lega á fyrsta fundi Alþingis í dag. 

Birgitta Jóns­dóttir er þing­flokks­for­maður Pírata, Oddný Harð­ar­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Svan­dís Svav­ars­dóttir þing­flokks­for­maður VG. Björt Ólafs­dóttir er þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, Þór­unn Egils­dóttir er þing­flokks­for­maður Fram­sóknar og Hanna Katrín Frið­riks­son er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son er eini karl­mað­ur­inn á meðal þing­flokks­for­manna, en hann er það fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn. 

Einnig var kosið í tvær fasta­nefndir Alþing­is, fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd, til bráða­birgða. Har­aldur Bene­diks­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er for­maður fjár­laga­nefnd­ar, Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er vara­for­maður og Theo­dóra Þor­steins­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíðar annar vara­for­mað­ur. Aðrir nefnd­ar­menn eru Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir í VG, Björn Leví Gunn­ars­son í Píröt­u­m,  Guð­laugur Þór Þórð­ar­son í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, Silja Dögg Gunn­ars­dóttir í Fram­sókn­ar­flokkn­um, Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Þor­steinn Víglunds­son þing­maður Við­reisn­ar. 

Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son for­maður Við­reisnar er for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar. Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins er vara­for­maður og annar vara­for­maður er Eva Pand­ora Bald­urs­dóttir þing­maður Pírata. Aðrir nefnd­ar­menn eru Björt Ólafs­dóttir í Bjartri fram­tíð, Elsa Lára Arn­ar­dóttir Fram­sókn­ar­flokki, Katrín Jak­obs­dóttir for­maður VG, Logi Már Ein­ars­son for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Sig­ríður And­er­sen og Vil­hjálmur Bjarna­son, þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None