Formenn flokkanna fimm: Viðræður ganga vel

Nú er verið að rýna í rekstur ríkissjóðs.

birgitta jónsdóttir
Auglýsing

Við­ræður Pírata, Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíð­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Vinstri grænna, hafa gengið vel og eru flokk­arnir að reyna að nálg­ast áherslur í meg­in­mála­flokk­un­um. Nú er verið að kafa ofan í fjár­lög og meta stöð­una. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá for­mönnum flokk­anna fimm, en Birgitta Jóns­dóttir fékk stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boðið fyrir hönd Pírata 2. des­em­ber síð­ast­lið­inn og hafa síðan verið í gangi óform­legar við­ræður milli flokk­anna. „Með vísan til fyrri yfir­lýs­ingar var strax leit­ast eftir að ná sam­stöðu um að halda áfram stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum við Bjarta fram­tíð, Við­reisn, Vinstri­hreyf­ing­una grænt fram­boð og Sam­fylk­ing­una. Nú hafa verið haldnir fjórir fundir með það að mark­miði að finna leiðir til að sam­þætta meg­in­á­herslur flokk­anna. Þessar við­ræður hafa gengið vel og hafa full­trúar flokk­anna nálg­ast hvern annan í veiga­miklum mál­u­m,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Í henni segir enn­fremur að meg­in­á­herslan í við­ræð­unum snúi að rekstri rík­is­sjóðs. „Við höfum aðal­lega ein­beitt okkur að tekju og útgjalda­liðum og höfum nú loks fengið aðgang að fjár­lögum ásamt ýmsum for­sendum fjár­laga til að geta for­gangs­raðað í sam­ræmi við veru­leika fram­lagðra fjár­laga. Við munum halda áfram að funda á morgun og um helg­ina á óform­legan hátt og er næsti fundur fyr­ir­hug­aður fyrir hádegi á morg­un. Við munum upp­lýsa um nið­ur­stöður þeirra funda með sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu þegar til­efni er til,“ segja for­menn flokk­anna, þau Bene­dikt Jóhann­es­son frá Við­reisn, Birgitta Jóns­dóttir Píröt­um, Katrín Jak­obs­dóttir Vinstri græn­um, Logi Ein­ars­son Sam­fylk­ing­unni og Ótt­arr Proppé Bjartri fram­tíð.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None