Auglýsa eftir nýjum bankastjóra Landsbankans

stein..t.jpg
Auglýsing

Starf bankastjóra Landsbankans er auglýst laust til umsóknar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag. Steinþór Pálsson tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann myndi láta af störfum sem bankastjóri. 

Umsækjandinn sem verður fyrir valinu þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu á íslensku viðskiptaumhverfi og fjármálamarkaði og hafa ótvíræða leiðtoga- og stjórnunarhæfileika. 

Stein­þór hefur verið banka­stjóri frá 1. júní 2010. Hreiðar Bjarna­son fram­kvæmda­stjóri Fjár­mála og stað­geng­ill banka­stjóra hefur tekið við stjórn bank­ans. 

Auglýsing

Mik­ill styr hefur staðið um bank­ann, ekki síst vegna Borg­un­ar­máls­ins. Fyrr í nóvember birti Rík­is­end­ur­skoðun svo skýrslu um fjöl­margar eigna­sölur bank­ans á árunum 2010 til 2016 og gagn­rýndi þær harð­lega. Á meðal þeirra er salan á hlut í Borg­un. 

Gagn­rýnin á bank­ann og stjórn­endur hans náði hámarki í mars 2016, þegar banka­ráð Lands­bank­ans greindi frá því að Banka­sýsla rík­is­ins hafi farið fram á það við sig að Stein­þóri yrði sagt upp störfum vegna Borg­un­ar­máls­ins. Enn fremur hafi stofn­unin farið fram á að for­maður og vara­for­maður banka­ráðs­ins myndu víkja. Ráðið varð ekki við því að segja upp banka­stjóra Lands­bank­ans. Þess í stað til­kynntu fimm af sjö banka­ráðs­mönnum Lands­bank­ans að þeir myndu ekki gefa kost á sér til end­ur­kjörs. Banka­sýslan hafn­aði því síðar að upp­sögn Stein­þórs hafi verið til skoð­unar hjá henni.

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi hefur ver­ið, og þeirrar orð­spors­á­hættu sem Lands­bank­anum hafði verið skapað vegna Borg­un­ar­máls­ins, barst Rík­is­end­ur­skoðun form­legar og óform­legar beiðnir frá ein­staka þing­mönn­um, Lands­bank­anum sjálfum og Banka­sýslu rík­is­ins um að taka eigna­sölur bank­ans síð­ustu ár til skoð­un­ar. Rík­is­end­ur­skoðun varð við þeirri beiðni og ákvað að skoða alla eigna­sölu Lands­bank­ans frá árinu 2010 til 2016.

Nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar var kynnt fyrr í mán­uð­in­um. Þar eru gerðar fjöl­margar athuga­semdir við sölu Lands­bank­ans á mörgum eignum á umræddu tíma­bili. Einkum er kast­ljós­inu beint að sölu­ferli sex eigna. Söl­urnar hafi farið fram í lok­uðu ferli og í sumum til­vikum hafi feng­ist „lægra verð fyrir eign­ar­hlut­ina en vænta mátti miðað við verð­mætin sem þeir geymd­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None