Nefnd um dómarastörf fundað tólf sinnum á tveimur árum

Hæstiréttur
Auglýsing

Nefnd um dómarastörf hefur fundað átta sinnum það sem af er þessu ári. Hún fundaði fjórum sinnum á árinu 2015. Fundahöld voru hins vegar tíðari árin 2013 (ellefu fundir) og 2014 (14 fundir). Þetta kemur fram í svari Hjördísar Hákonardóttur, formanns nefndarinnar, við fyrirspurn Kjarnans. Kostnaður við rekstur nefndarinnar er samtals um 2,2 milljónir króna ári og felst í launagreiðslum til þriggja nefndarmanna. Hjördís bendir þó á að stærsti hluti nefndarinnar fari fram utan formlegra funda.

Skip­un­ar­tími nefnd­ar­manna í nefnd um dómarastörf er sex ár en þó þannig að skip­un­ar­tími eins þeirra renn­ur út annað hvert ár. Nefndin setur al­menn­ar regl­ur er varðar störf dóm­ara. Einnig fjall­ar nefnd­in um skrif­leg­ar kvart­an­ir frá hverj­um þeim sem tel­ur dóm­ara hafa gert á hans hlut með störf­um sín­um.

Í nefndinni sitja þrír: formaður og tveir aðrir nefndarmenn. Hún hefur verið í kastljósi fjölmiðla undanfarna daga vegna Kastljóss-umfjöllunar á mánudag um hlutabréfaeign hæstaréttardómarans Markúsar Sigurbjörnssonar. Í þeirri umfjöllun kom fram að tilkynning um sölu Markúsar á hlutabréfum sínum í Glitni á árinu 2007 til nefndarinnar hefði ekki fundist. Sú tilkynning fannst síðar í gögnum frá fyrrverandi formanni hennar, Gunnlaugi Claessen.

Auglýsing

Nefndin hefur verið gagnrýnd, meðal annars af Skúla Magnússyni formanni Dómarafélags Íslands, fyrir að hafa ekki haldið almennilega utan um tilkynningar dómara sem sendar hafi verið henni. Hjördís vill koma því á framfæri að fyrri upplýsingar um hlutafjáreign og -sölu Markúsar, frá árunum 2002 og 2003, hafi þegar verið komnar í vörslu nefndarinnar þegar Kastljósþátturinn var sýndur og aað hún hafi greint frá þeim í svörum sínum til þáttarins. „Það var á hinn bóginn síðari tilkynningin frá sama dómara á árinu 2007 um sölu hluta sem ekki barst mér fyrr en með gögnum 4. desember 2016 og mér yfirsást þegar ég var að leiðrétta upphaflegt svar til samræmis við þau gögn.“

Kostar um 2,2 milljónir króna á ári

Kjarninn beindi einnig fyrirspurn til innanríkisráðuneytisins um hver kostnaður við rekstur nefndar um dómarastörf væri. Í því svari kom fram að formaður nefndarinnar fái greitt 96.300 krónur á mánuði en hinir tveir nefndarmennirnir fái 42.800 krónur á mánuði. Laun nefndarinnar eru ákveðin af kjararáði sem föst mánaðarlaun. Kostnaður ráðuneytisins vegna reksturs nefndarinnar er því tæplega 2,2 milljónir króna á ári.

Hjördís segir að engar aukagreiðslur hafi komið fyrir stærri verkefni svo sem vinnu við lagasamningu, birtingu álita og skráningu skjala og ekki verið leitað eftir því af hálfu nefndarmanna. þá sé allur útlagður kostnaður svo sem af pappír, prentun, frímerkjum og pósthólfi greiddur úr vasa formanns nefndarinnar.

Stærsti hluti vinnu nefndarinnar utan formlegra funda

Hjördís tekur sérstaklega fram í svari sínu við fyrirspurn Kjarnans að stærsti hluti vinnu nefndarinnar fari fram utan formlegra funda. Einkum sé um að ræða samningu bréfa og álita vegna kvartana og erinda frá dómurum. „Formaður semur að jafnaði texta sem er sendur rafrænt til nefndarmanna, og er síðan yfirfarinn og leiðréttur. Talsverð tjáskipti eiga sér oft stað áður en lokið er afgreiðslu mála eða erindis á formlegum fundi. Sé tilefni til sérstakrar umræðu vegna þess að umræðuefnið er flókið eða ekki full eining með nefndarmönnum er þó haldinn fundur,“ segir í svari Hjördísar.

Þar segir einnig að nefndin hafi á árunum 2013 og 2014 framkvæmt könnun meðal dómara um hvort öll aukastörf þeirra hefðu verið tilkynnt og minnisblað um aukastörf dómara á öðrum Norðurlöndum. Í framhaldi af þessari vinnu hafi hún lagt fram tillögur til laga- og reglubreytinga um aukastörf héraðs- og hæstaréttardómara og eignarhlut þeirra í félögum.

„Var leitað umsagnar frá dómstólaráði, dómarafélaginu og hæstarétti og fundað með fulltrúum þeirra áður en tillögurnar voru sendar innanríkisráðuneyti. Um sama leyti hófst vinna við breytingar á dómskerfinu, urðu tillögur nefndarinnar því út undan. Engu að síður rataði hluti þeirra inn í frumvarp til nýrra dómstólalaga, t.d. um að skrá um aukastörf dómara skyldi vera opin.[...]Nú liggur fyrir nefndinni, eðli málsins samkvæmt, að fara aftur í þessa vinnu og lagfæra tillögur sínar til breytinga á reglunum til samræmis við hin nýju lög. Enn fremur hefur allmikil vinna farið í að finna og semja um vettvang til að birta álit nefndarinnar og hvernig það verði kostað. Það tókst að lenda því og hófst þá vinna við að búa álitin til birtingar á vef dómstólaráðs. Er það verk yfirstandandi, en öll mál sem birt verða og hafa verið afgreidd frá 2010 til og með 2016 hafa verið send dómstólaráði til birtingar. Hafa nefndarmenn sjálfir unnið þetta allt enda enginn starfsmaður hjá nefndinni. Formaður sér um skráningu allra erinda og varðveitir gögn. Var það talsverð vinna á árinu 2010 að flokka og skrá þau gögn sem þá var veitt móttaka.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None