Nefnd um dómarastörf fundað tólf sinnum á tveimur árum

Hæstiréttur
Auglýsing

Nefnd um dóm­ara­störf hefur fundað átta sinnum það sem af er þessu ári. Hún fund­aði fjórum sinnum á árinu 2015. Funda­höld voru hins vegar tíð­ari árin 2013 (ell­efu fund­ir) og 2014 (14 fund­ir). Þetta kemur fram í svari Hjör­dísar Hákon­ar­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Kostn­aður við rekstur nefnd­ar­innar er sam­tals um 2,2 millj­ónir króna ári og felst í launa­greiðslum til þriggja nefnd­ar­manna. Hjör­dís bendir þó á að stærsti hluti nefnd­ar­innar fari fram utan form­legra funda.

Skip­un­­ar­­tími nefnd­­ar­­manna í nefnd um dóm­ara­störf er sex ár en þó þannig að skip­un­­ar­­tími eins þeirra renn­ur út annað hvert ár. Nefndin setur al­­menn­ar regl­ur er varðar störf dóm­­ara. Einnig fjall­ar nefnd­in um skrif­­leg­ar kvart­an­ir frá hverj­um þeim sem tel­ur dóm­­ara hafa gert á hans hlut með störf­um sín­­um.

Í nefnd­inni sitja þrír: for­maður og tveir aðrir nefnd­ar­menn. Hún hefur verið í kast­ljósi fjöl­miðla und­an­farna daga vegna Kast­ljós­s-um­fjöll­unar á mánu­dag um hluta­bréfa­eign hæsta­rétt­ar­dóm­ar­ans Mark­úsar Sig­ur­björns­son­ar. Í þeirri umfjöllun kom fram að til­kynn­ing um sölu Mark­úsar á hluta­bréfum sínum í Glitni á árinu 2007 til nefnd­ar­innar hefði ekki fund­ist. Sú til­kynn­ing fannst síðar í gögnum frá fyrr­ver­andi for­manni henn­ar, Gunn­laugi Claes­sen.

Auglýsing

Nefndin hefur verið gagn­rýnd, meðal ann­ars af Skúla Magn­ús­syni for­manni Dóm­ara­fé­lags Íslands, fyrir að hafa ekki haldið almenni­lega utan um til­kynn­ingar dóm­ara sem sendar hafi verið henni. Hjör­dís vill koma því á fram­færi að fyrri upp­lýs­ingar um hluta­fjár­eign og -sölu Mark­ús­ar, frá árunum 2002 og 2003, hafi þegar verið komnar í vörslu nefnd­ar­innar þegar Kast­ljós­þátt­ur­inn var sýndur og aað hún hafi greint frá þeim í svörum sínum til þátt­ar­ins. „Það var á hinn bóg­inn síð­ari til­kynn­ingin frá sama dóm­ara á árinu 2007 um sölu hluta sem ekki barst mér fyrr en með gögnum 4. des­em­ber 2016 og mér yfir­s­ást þegar ég var að leið­rétta upp­haf­legt svar til sam­ræmis við þau gögn.“

Kostar um 2,2 millj­ónir króna á ári

Kjarn­inn beindi einnig fyr­ir­spurn til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins um hver kostn­aður við rekstur nefndar um dóm­ara­störf væri. Í því svari kom fram að for­maður nefnd­arinnar fái greitt 96.300 krónur á mán­uði en hinir tveir nefnd­ar­menn­irnir fái 42.800 krónur á mán­uði. Laun nefnd­ar­innar eru ákveðin af kjara­ráði sem föst mán­að­ar­laun. Kostn­aður ráðu­neyt­is­ins vegna rekst­urs nefnd­ar­innar er því tæp­lega 2,2 millj­ónir króna á ári.

Hjör­dís segir að engar auka­greiðslur hafi komið fyrir stærri verk­efni svo sem vinnu við laga­samn­ingu, birt­ingu álita og skrán­ingu skjala og ekki verið leitað eftir því af hálfu nefnd­ar­manna. þá sé allur útlagður kostn­aður svo sem af papp­ír, prent­un, frí­merkjum og póst­hólfi greiddur úr vasa for­manns nefnd­ar­inn­ar.

Stærsti hluti vinnu nefnd­ar­innar utan form­legra funda

Hjör­dís tekur sér­stak­lega fram í svari sínu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að stærsti hluti vinnu nefnd­ar­innar fari fram utan form­legra funda. Einkum sé um að ræða samn­ingu bréfa og álita vegna kvart­ana og erinda frá dóm­ur­um. „For­maður semur að jafn­aði texta sem er sendur raf­rænt til nefnd­ar­manna, og er síðan yfir­far­inn og leið­rétt­ur. Tals­verð tjá­skipti eiga sér oft stað áður en lokið er afgreiðslu mála eða erindis á form­legum fundi. Sé til­efni til sér­stakrar umræðu vegna þess að umræðu­efnið er flókið eða ekki full ein­ing með nefnd­ar­mönnum er þó hald­inn fund­ur,“ segir í svari Hjör­dís­ar.

Þar segir einnig að nefndin hafi á árunum 2013 og 2014 fram­kvæmt könnun meðal dóm­ara um hvort öll auka­störf þeirra hefðu verið til­kynnt og minn­is­blað um auka­störf dóm­ara á öðrum Norð­ur­lönd­um. Í fram­haldi af þess­ari vinnu hafi hún lagt fram til­lögur til laga- og reglu­breyt­inga um auka­störf hér­aðs- og hæsta­rétt­ar­dóm­ara og eign­ar­hlut þeirra í félög­um.

„Var leitað umsagnar frá dóm­stóla­ráði, dóm­ara­fé­lag­inu og hæsta­rétti og fundað með full­trúum þeirra áður en til­lög­urnar voru sendar inn­an­rík­is­ráðu­neyti. Um sama leyti hófst vinna við breyt­ingar á dóms­kerf­inu, urðu til­lögur nefnd­ar­innar því út und­an. Engu að síður rataði hluti þeirra inn í frum­varp til nýrra dóm­stóla­laga, t.d. um að skrá um auka­störf dóm­ara skyldi vera opin.[...]Nú liggur fyrir nefnd­inni, eðli máls­ins sam­kvæmt, að fara aftur í þessa vinnu og lag­færa til­lögur sínar til breyt­inga á regl­unum til sam­ræmis við hin nýju lög. Enn fremur hefur all­mikil vinna farið í að finna og semja um vett­vang til að birta álit nefnd­ar­innar og hvernig það verði kost­að. Það tókst að lenda því og hófst þá vinna við að búa álitin til birt­ingar á vef dóm­stóla­ráðs. Er það verk yfir­stand­andi, en öll mál sem birt verða og hafa verið afgreidd frá 2010 til og með 2016 hafa verið send dóm­stóla­ráði til birting­ar. Hafa nefnd­ar­menn sjálfir unnið þetta allt enda eng­inn starfs­maður hjá nefnd­inni. For­maður sér um skrán­ingu allra erinda og varð­veitir gögn. Var það tals­verð vinna á árinu 2010 að flokka og skrá þau gögn sem þá var veitt mót­taka.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None