Segja eigendur CCP íhuga sölu á fyrirtækinu

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP.
Auglýsing

Eigendur íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP eru sagðir íhuga sölu á fyrirtækinu, samkvæmt frétt frá Bloomberg. Bloomberg fullyrðir að eigendunum hafi borist áhugavert tilboð sem þeir séu nú að skoða. 

Bloomberg segir að Novator Partners, General Catalyst Partners og New Enterprise Associates, eigendur í CCP, séu að skoða hvort fara eigi lengra með söluna eða ekki, og segir að fyrirtækið gæti verið 900 milljóna evra virði, sem jafngilda um 106 milljörðum íslenskra króna. Fulltrúar CCP, General Catalyst og Novator neituðu að tjá sig um málið við Bloomberg, og New Enterprise svaraði ekki fyrirspurnum. 

Rúmt ár er liðið frá því að tilkynnt var um fjárfestingu í CCP upp á 30 milljónir bandaríkjadala til að efla starfsemi fyrirtækisins á sviði sýndarveruleika. Fjárfestingin var leidd af New Enterprise Associates, sem er stærsti framtakssjóður heims, og Novator Partners, sem er að mestu í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, tók þátt í hlutafjáraukningunni. Á sama tíma kynnti CCP drög að samningi um byggingu nýss húss undir starfsemina í Vatnsmýrinni. 

Auglýsing

Bloomberg fullyrðir í frétt sinni að þegar sú hlutafjáraukning átti sér stað hafi virði fyrirtækisins verið metið 300 milljónir bandaríkjadala. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None