Segir ekki tímann til að auka ríkisútgjöld

7DM_9923_raw_1799.JPG
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að enn og aftur hafi hag­stjórnin brugð­ist á Íslandi, launa­hækk­anir séu langt umfram fram­leiðni­aukn­ingu og allt of lítið aðhald hafi verið sýnt í rík­is­fjár­mál­um. „Við þessar kring­um­stæður verð­ur­ ­þingið að sýna mikla ábyrgð í umræðu um fjár­lög. Þetta er ekki tím­inn til að auka enn frekar í rík­is­út­gjöld­in, þó verk­efnin séu vissu­lega brýn. Nú reynir ein­fald­lega á for­gangs­röð­un.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Þor­steinn birti í morg­un. Auglýsing

Til­efnið var for­síðu­frétt í Morg­un­blaðs­ins í morgun þar sem sagt var frá vax­andi áhyggjum innan ferða­þjón­ust­unnar af styrk­ingu krón­unnar og áhrifum þeirrar þró­unar á grein­ina. Í þeirri frétt var haft eftir Frið­riki Páls­syn­i, hót­el­stjóra Hót­els Rangár, að ef ekk­ert verði að gert gæti mögu­lega stefnt í annað hrun hér á landi. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega stöð­una í íslensku hag­kerfi í frétta­skýr­ingu í gær.

Við­reisn tekur sem stendur þátt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka undir stjórn Pírata. Aðrir flokkar sem þátt taka eru Sam­fylk­ing, Björt fram­tíð og Vinstri græn. Líkt og Kjarn­inn greindi frá því gær vilja Vinstri græn ráð­ast í fjár­fest­ingar í vel­ferð og innviðum fyrir allt að 50 millj­arða króna og fjár­magna þær fjár­fest­ingar með nýjum sjálf­bærum tekj­um. Sam­kvæmt þeim kröfum þarf að ráð­ast í ým­is­s ­konar skatta­hækk­anir til við­bótar við hækkun á gjöldum sem tekin yrðu vegna nýt­ingar á auð­lindum og nýrra gjalda sem hægt yrði að leggja á ferða­þjón­ust­una. 

Til­lögur Vinstri grænna um skatta­hækk­anir eru ekki ein­ungis til þess fallnar að auka tekjur rík­is­sjóðs heldur vill flokk­ur­inn einnig nota skatta­hækk­anir til að stuðla að auknum jöfn­uði á Íslandi. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í gær: „Við sjáum að færri Íslend­ingar eiga stærri hluta fjár­magns­ins í sam­fé­lag­inu. Þrír fjórðu hlutar fjár­magns­ins liggja hjá rík­istu tíu pró­sent­unum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skatt­leggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum ein­hvers konar stór­eigna­skatt eða í gegnum hækk­aðan fjár­magnstekju­skatt til að taka á þess­ari sam­þjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir vel­ferð­ar­kerf­inu; háskól­un­um, sjúkra­hús­un­um, fram­halds­skól­unum sem eru það mik­il­væga jöfn­un­ar­tæki sem við rekum sam­an.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None