Segir ekki tímann til að auka ríkisútgjöld

7DM_9923_raw_1799.JPG
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að enn og aftur hafi hag­stjórnin brugð­ist á Íslandi, launa­hækk­anir séu langt umfram fram­leiðni­aukn­ingu og allt of lítið aðhald hafi verið sýnt í rík­is­fjár­mál­um. „Við þessar kring­um­stæður verð­ur­ ­þingið að sýna mikla ábyrgð í umræðu um fjár­lög. Þetta er ekki tím­inn til að auka enn frekar í rík­is­út­gjöld­in, þó verk­efnin séu vissu­lega brýn. Nú reynir ein­fald­lega á for­gangs­röð­un.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Þor­steinn birti í morg­un. Auglýsing

Til­efnið var for­síðu­frétt í Morg­un­blaðs­ins í morgun þar sem sagt var frá vax­andi áhyggjum innan ferða­þjón­ust­unnar af styrk­ingu krón­unnar og áhrifum þeirrar þró­unar á grein­ina. Í þeirri frétt var haft eftir Frið­riki Páls­syn­i, hót­el­stjóra Hót­els Rangár, að ef ekk­ert verði að gert gæti mögu­lega stefnt í annað hrun hér á landi. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega stöð­una í íslensku hag­kerfi í frétta­skýr­ingu í gær.

Við­reisn tekur sem stendur þátt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka undir stjórn Pírata. Aðrir flokkar sem þátt taka eru Sam­fylk­ing, Björt fram­tíð og Vinstri græn. Líkt og Kjarn­inn greindi frá því gær vilja Vinstri græn ráð­ast í fjár­fest­ingar í vel­ferð og innviðum fyrir allt að 50 millj­arða króna og fjár­magna þær fjár­fest­ingar með nýjum sjálf­bærum tekj­um. Sam­kvæmt þeim kröfum þarf að ráð­ast í ým­is­s ­konar skatta­hækk­anir til við­bótar við hækkun á gjöldum sem tekin yrðu vegna nýt­ingar á auð­lindum og nýrra gjalda sem hægt yrði að leggja á ferða­þjón­ust­una. 

Til­lögur Vinstri grænna um skatta­hækk­anir eru ekki ein­ungis til þess fallnar að auka tekjur rík­is­sjóðs heldur vill flokk­ur­inn einnig nota skatta­hækk­anir til að stuðla að auknum jöfn­uði á Íslandi. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í gær: „Við sjáum að færri Íslend­ingar eiga stærri hluta fjár­magns­ins í sam­fé­lag­inu. Þrír fjórðu hlutar fjár­magns­ins liggja hjá rík­istu tíu pró­sent­unum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skatt­leggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum ein­hvers konar stór­eigna­skatt eða í gegnum hækk­aðan fjár­magnstekju­skatt til að taka á þess­ari sam­þjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir vel­ferð­ar­kerf­inu; háskól­un­um, sjúkra­hús­un­um, fram­halds­skól­unum sem eru það mik­il­væga jöfn­un­ar­tæki sem við rekum sam­an.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None