Segir ekki tímann til að auka ríkisútgjöld

7DM_9923_raw_1799.JPG
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir að enn og aftur hafi hag­stjórnin brugð­ist á Íslandi, launa­hækk­anir séu langt umfram fram­leiðni­aukn­ingu og allt of lítið aðhald hafi verið sýnt í rík­is­fjár­mál­um. „Við þessar kring­um­stæður verð­ur­ ­þingið að sýna mikla ábyrgð í umræðu um fjár­lög. Þetta er ekki tím­inn til að auka enn frekar í rík­is­út­gjöld­in, þó verk­efnin séu vissu­lega brýn. Nú reynir ein­fald­lega á for­gangs­röð­un.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book sem Þor­steinn birti í morg­un. Auglýsing

Til­efnið var for­síðu­frétt í Morg­un­blaðs­ins í morgun þar sem sagt var frá vax­andi áhyggjum innan ferða­þjón­ust­unnar af styrk­ingu krón­unnar og áhrifum þeirrar þró­unar á grein­ina. Í þeirri frétt var haft eftir Frið­riki Páls­syn­i, hót­el­stjóra Hót­els Rangár, að ef ekk­ert verði að gert gæti mögu­lega stefnt í annað hrun hér á landi. Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega stöð­una í íslensku hag­kerfi í frétta­skýr­ingu í gær.

Við­reisn tekur sem stendur þátt í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka undir stjórn Pírata. Aðrir flokkar sem þátt taka eru Sam­fylk­ing, Björt fram­tíð og Vinstri græn. Líkt og Kjarn­inn greindi frá því gær vilja Vinstri græn ráð­ast í fjár­fest­ingar í vel­ferð og innviðum fyrir allt að 50 millj­arða króna og fjár­magna þær fjár­fest­ingar með nýjum sjálf­bærum tekj­um. Sam­kvæmt þeim kröfum þarf að ráð­ast í ým­is­s ­konar skatta­hækk­anir til við­bótar við hækkun á gjöldum sem tekin yrðu vegna nýt­ingar á auð­lindum og nýrra gjalda sem hægt yrði að leggja á ferða­þjón­ust­una. 

Til­lögur Vinstri grænna um skatta­hækk­anir eru ekki ein­ungis til þess fallnar að auka tekjur rík­is­sjóðs heldur vill flokk­ur­inn einnig nota skatta­hækk­anir til að stuðla að auknum jöfn­uði á Íslandi. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í gær: „Við sjáum að færri Íslend­ingar eiga stærri hluta fjár­magns­ins í sam­fé­lag­inu. Þrír fjórðu hlutar fjár­magns­ins liggja hjá rík­istu tíu pró­sent­unum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skatt­leggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum ein­hvers konar stór­eigna­skatt eða í gegnum hækk­aðan fjár­magnstekju­skatt til að taka á þess­ari sam­þjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir vel­ferð­ar­kerf­inu; háskól­un­um, sjúkra­hús­un­um, fram­halds­skól­unum sem eru það mik­il­væga jöfn­un­ar­tæki sem við rekum sam­an.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None