Vildu rifta úttektum úr sjóði 9 upp á 3,1 milljarð

Skilanefnd Glitnis hafði það til skoðunar að rifta úttektum úr Sjóði 9 hjá Glitni. Peningarnir voru teknir út rétt fyrir þjóðnýtingu Glitnis og hrun bankakerfisins haustið 2008.

finance-banking-iceland-glitnir_9952842843_o.jpg
Auglýsing

Skilanefnd Glitnis hafði í mars 2010 til skoðunar úttektir nokkurra félaga og einstaklinga á háum fjárhæðum úr peningamarkaðssjóði Glitnis, Sjóði 9, með það að augnamiði að rifta viðskiptunum. Samanlagt námu upphæðirnar 3,1 milljarði króna. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag

Fram kemur í blaðinu að tímasetningar viðskiptanna, stuttu fyrir þjóðnýtingu Glitnis 29. september og dagana fyrir hrun bankans 7. október árið 2008, hafi gefið tilefni til að skoða málin frekar.

Þetta kemur fram í gögnum skilanefndarinnar sem Fréttablaðið hefur undir höndum og vísar til í umfjöllun sinni.  Stærstu viðskiptin sem voru til skoðunar hjá skilanefndinni voru úttektir félaga í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, stærsta eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, eða eignarhaldsfélaga hennar Kristins og Fram, og námu rúmum milljarði króna, samkvæmt. 

Auglýsing

Einnig er tiltekin sérstaklega persónuleg úttekt Guðbjargar að upphæð 75 milljónir króna til viðbótar, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Þá eru nefnd viðskipti athafnamannsins Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, þremur dögum fyrir þjóðnýtingu bankans. Þá voru 500 milljónir króna teknar út og í skýringum við færsluna segir „Úttekt úr safni – millif[ært]. til Flórída“, að því er segir í frétt Fréttablaðsins.

Efni skjalsins tengdist ákvarðanatöku innan skilanefndarinnar um hvaða aðferðum ætti að beita við val á þeim viðskiptum sem mögulega ætti að rifta. Þar komu nokkrar aðferðir til greina, og segir: „Val eftir nöfnum ákveðinna aðila kemur einnig til greina. Þá kemur einnig til greina að velja þá út sem eru í þjónustu ákveðins þjónustufulltrúa,“ en um hvern ræðir er ekki tiltekið. Þessu fylgir fyrrnefndur listi, samkvæmt frásögn Fréttablaðsins, undir fyrirsögninni: Aðilar sem skoðaðir hafa verið m.t.t. innlausna rétt fyrir fall Glitnis hf. í byrjun október 2008. 

Ásamt viðskiptum Guðbjargar og hennar félaga og Benedikts eru nefndar háar úttektir þjóðþekktra athafnamanna, þar á meðal Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur og Einars Arnar Jónssonar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None