Áfram mun „brjálæðið“ halda á evrusvæðinu

Greinandi sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segir örvunaraðgerðir Seðlabanka Evrópu verða brjálæðislegar. Allt fljóti í ókeypis peningum. Ákveðið hefur verið að framlengja mánaðleg skuldabréfakaup bankans fram í desember á næsta ári.

draghi12.jpg
Auglýsing

Hæga­gangur efna­hags­mála í Evr­ópu hefur leitt til þess að Seðla­banki Evr­ópu hefur ákveðið að fram­lengja fjárinn­spýt­ing­ar­á­ætlun sína um í það minnsta eitt ár, fram til des­em­ber mán­aðar 2017.

Áætl­unin átti að gilda fram til mars­mán­aðar og í henni hefur falist að bank­inn hefur keypt skulda­bréf fyrir 80 millj­arða evra á mán­uði, jafn­virði um 9.600 millj­arða króna, til að liðka fyrir fjár­mögnun fyr­ir­tækja - ekki síst banka - í Evr­ópu. Nú verða kaupin að hámarki 60 millj­arða evra. Þykir það til marks um að bank­inn telji efna­hags­for­sendur í álf­unni heldur vera að vænkast, en spár grein­enda höfðu gert ráð fyrir því að Seðla­banki Evr­ópu myndi til­kynna um fram­leng­ingu áætl­unar sinnar fram í apr­íl­mánuð hið minnsta.

Stýri­vextir Seðla­banka Evr­ópu eru nú við núllið og hefur stefna bank­ans allt frá árinu 2010 miðað að því að örva eft­ir­spurn í hag­kerf­inu en lít­ill hag­vöxtur á þessu ríf­lega 500 millj­óna íbúa efna­hags­svæði, sem evru­svæðið er, er einn helsti efna­hags­vand­inn sem Seðla­bank­inn hefur ein­blínt á. Með­al­talsat­vinnu­leysi í Evr­ópu er nú um 10 pró­sent, en staðan er mun verri í ríkj­unum við Mið­jarð­ar­hafið - Spáni, Portú­gal, Ítalíu og Grikk­landi - heldur en í ríkj­unum norðar í álf­unni. Þannig er með­al­talsat­vinnu­leysi í Norð­ur­-­Evr­ópu um 5 pró­sent, með Þýskland sem helsta efna­hags­lega drif­kraft­inn.

Auglýsing

Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, sagði í til­kynn­ingu í gær, að bank­inn myndi hugs­an­lega auka aftur fjár­hagsinn­spýt­ingu á mark­aði, ef þess þyrfti.

Umfang þess­ara örv­un­ar­að­gerða Seðla­bank­ans er gríð­ar­legt, má til dæmis nefna að örv­un­ar­að­gerð­irnar á einu ári jafn­gilda sam­an­lagðri lands­fram­leiðslu Grikk­lands og Portú­gals. Neil Willi­ams, grein­andi hjá Hermes Invest­ment, segir í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBCrík­is­út­varpið BBC að nei­kvætt vaxta­stig valdi því að mikið flæði sé á ódýru - og raunar fríu - fjár­magni fyrir fjár­festa. Hann talar um stöð­una sem „brjál­æð­i“. 

Í upp­færðri hag­spá bank­ans er gert ráð fyrir því að hag­vöxtur á evru­svæð­inu verði 1,7 pró­sent á þessu ári og verð­bólga verði komin í 1,3 pró­sent í lok árs­ins, en verð­bólgu mark­miðið er tvö pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None