Áfram mun „brjálæðið“ halda á evrusvæðinu

Greinandi sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segir örvunaraðgerðir Seðlabanka Evrópu verða brjálæðislegar. Allt fljóti í ókeypis peningum. Ákveðið hefur verið að framlengja mánaðleg skuldabréfakaup bankans fram í desember á næsta ári.

draghi12.jpg
Auglýsing

Hæga­gangur efna­hags­mála í Evr­ópu hefur leitt til þess að Seðla­banki Evr­ópu hefur ákveðið að fram­lengja fjárinn­spýt­ing­ar­á­ætlun sína um í það minnsta eitt ár, fram til des­em­ber mán­aðar 2017.

Áætl­unin átti að gilda fram til mars­mán­aðar og í henni hefur falist að bank­inn hefur keypt skulda­bréf fyrir 80 millj­arða evra á mán­uði, jafn­virði um 9.600 millj­arða króna, til að liðka fyrir fjár­mögnun fyr­ir­tækja - ekki síst banka - í Evr­ópu. Nú verða kaupin að hámarki 60 millj­arða evra. Þykir það til marks um að bank­inn telji efna­hags­for­sendur í álf­unni heldur vera að vænkast, en spár grein­enda höfðu gert ráð fyrir því að Seðla­banki Evr­ópu myndi til­kynna um fram­leng­ingu áætl­unar sinnar fram í apr­íl­mánuð hið minnsta.

Stýri­vextir Seðla­banka Evr­ópu eru nú við núllið og hefur stefna bank­ans allt frá árinu 2010 miðað að því að örva eft­ir­spurn í hag­kerf­inu en lít­ill hag­vöxtur á þessu ríf­lega 500 millj­óna íbúa efna­hags­svæði, sem evru­svæðið er, er einn helsti efna­hags­vand­inn sem Seðla­bank­inn hefur ein­blínt á. Með­al­talsat­vinnu­leysi í Evr­ópu er nú um 10 pró­sent, en staðan er mun verri í ríkj­unum við Mið­jarð­ar­hafið - Spáni, Portú­gal, Ítalíu og Grikk­landi - heldur en í ríkj­unum norðar í álf­unni. Þannig er með­al­talsat­vinnu­leysi í Norð­ur­-­Evr­ópu um 5 pró­sent, með Þýskland sem helsta efna­hags­lega drif­kraft­inn.

Auglýsing

Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, sagði í til­kynn­ingu í gær, að bank­inn myndi hugs­an­lega auka aftur fjár­hagsinn­spýt­ingu á mark­aði, ef þess þyrfti.

Umfang þess­ara örv­un­ar­að­gerða Seðla­bank­ans er gríð­ar­legt, má til dæmis nefna að örv­un­ar­að­gerð­irnar á einu ári jafn­gilda sam­an­lagðri lands­fram­leiðslu Grikk­lands og Portú­gals. Neil Willi­ams, grein­andi hjá Hermes Invest­ment, segir í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBCrík­is­út­varpið BBC að nei­kvætt vaxta­stig valdi því að mikið flæði sé á ódýru - og raunar fríu - fjár­magni fyrir fjár­festa. Hann talar um stöð­una sem „brjál­æð­i“. 

Í upp­færðri hag­spá bank­ans er gert ráð fyrir því að hag­vöxtur á evru­svæð­inu verði 1,7 pró­sent á þessu ári og verð­bólga verði komin í 1,3 pró­sent í lok árs­ins, en verð­bólgu mark­miðið er tvö pró­sent.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None