Áfram mun „brjálæðið“ halda á evrusvæðinu

Greinandi sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segir örvunaraðgerðir Seðlabanka Evrópu verða brjálæðislegar. Allt fljóti í ókeypis peningum. Ákveðið hefur verið að framlengja mánaðleg skuldabréfakaup bankans fram í desember á næsta ári.

draghi12.jpg
Auglýsing

Hægagangur efnahagsmála í Evrópu hefur leitt til þess að Seðlabanki Evrópu hefur ákveðið að framlengja fjárinnspýtingaráætlun sína um í það minnsta eitt ár, fram til desember mánaðar 2017.

Áætlunin átti að gilda fram til marsmánaðar og í henni hefur falist að bankinn hefur keypt skuldabréf fyrir 80 milljarða evra á mánuði, jafnvirði um 9.600 milljarða króna, til að liðka fyrir fjármögnun fyrirtækja - ekki síst banka - í Evrópu. Nú verða kaupin að hámarki 60 milljarða evra. Þykir það til marks um að bankinn telji efnahagsforsendur í álfunni heldur vera að vænkast, en spár greinenda höfðu gert ráð fyrir því að Seðlabanki Evrópu myndi tilkynna um framlengingu áætlunar sinnar fram í aprílmánuð hið minnsta.

Stýrivextir Seðlabanka Evrópu eru nú við núllið og hefur stefna bankans allt frá árinu 2010 miðað að því að örva eftirspurn í hagkerfinu en lítill hagvöxtur á þessu ríflega 500 milljóna íbúa efnahagssvæði, sem evrusvæðið er, er einn helsti efnahagsvandinn sem Seðlabankinn hefur einblínt á. Meðaltalsatvinnuleysi í Evrópu er nú um 10 prósent, en staðan er mun verri í ríkjunum við Miðjarðarhafið - Spáni, Portúgal, Ítalíu og Grikklandi - heldur en í ríkjunum norðar í álfunni. Þannig er meðaltalsatvinnuleysi í Norður-Evrópu um 5 prósent, með Þýskland sem helsta efnahagslega drifkraftinn.

Auglýsing

Mario Draghi, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, sagði í tilkynningu í gær, að bankinn myndi hugsanlega auka aftur fjárhagsinnspýtingu á markaði, ef þess þyrfti.

Umfang þessara örvunaraðgerða Seðlabankans er gríðarlegt, má til dæmis nefna að örvunaraðgerðirnar á einu ári jafngilda samanlagðri landsframleiðslu Grikklands og Portúgals. Neil Williams, greinandi hjá Hermes Investment, segir í viðtali við breska ríkisútvarpið BBCríkisútvarpið BBC að neikvætt vaxtastig valdi því að mikið flæði sé á ódýru - og raunar fríu - fjármagni fyrir fjárfesta. Hann talar um stöðuna sem „brjálæði“. 

Í uppfærðri hagspá bankans er gert ráð fyrir því að hagvöxtur á evrusvæðinu verði 1,7 prósent á þessu ári og verðbólga verði komin í 1,3 prósent í lok ársins, en verðbólgu markmiðið er tvö prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None