Áfram mun „brjálæðið“ halda á evrusvæðinu

Greinandi sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segir örvunaraðgerðir Seðlabanka Evrópu verða brjálæðislegar. Allt fljóti í ókeypis peningum. Ákveðið hefur verið að framlengja mánaðleg skuldabréfakaup bankans fram í desember á næsta ári.

draghi12.jpg
Auglýsing

Hæga­gangur efna­hags­mála í Evr­ópu hefur leitt til þess að Seðla­banki Evr­ópu hefur ákveðið að fram­lengja fjárinn­spýt­ing­ar­á­ætlun sína um í það minnsta eitt ár, fram til des­em­ber mán­aðar 2017.

Áætl­unin átti að gilda fram til mars­mán­aðar og í henni hefur falist að bank­inn hefur keypt skulda­bréf fyrir 80 millj­arða evra á mán­uði, jafn­virði um 9.600 millj­arða króna, til að liðka fyrir fjár­mögnun fyr­ir­tækja - ekki síst banka - í Evr­ópu. Nú verða kaupin að hámarki 60 millj­arða evra. Þykir það til marks um að bank­inn telji efna­hags­for­sendur í álf­unni heldur vera að vænkast, en spár grein­enda höfðu gert ráð fyrir því að Seðla­banki Evr­ópu myndi til­kynna um fram­leng­ingu áætl­unar sinnar fram í apr­íl­mánuð hið minnsta.

Stýri­vextir Seðla­banka Evr­ópu eru nú við núllið og hefur stefna bank­ans allt frá árinu 2010 miðað að því að örva eft­ir­spurn í hag­kerf­inu en lít­ill hag­vöxtur á þessu ríf­lega 500 millj­óna íbúa efna­hags­svæði, sem evru­svæðið er, er einn helsti efna­hags­vand­inn sem Seðla­bank­inn hefur ein­blínt á. Með­al­talsat­vinnu­leysi í Evr­ópu er nú um 10 pró­sent, en staðan er mun verri í ríkj­unum við Mið­jarð­ar­hafið - Spáni, Portú­gal, Ítalíu og Grikk­landi - heldur en í ríkj­unum norðar í álf­unni. Þannig er með­al­talsat­vinnu­leysi í Norð­ur­-­Evr­ópu um 5 pró­sent, með Þýskland sem helsta efna­hags­lega drif­kraft­inn.

Auglýsing

Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, sagði í til­kynn­ingu í gær, að bank­inn myndi hugs­an­lega auka aftur fjár­hagsinn­spýt­ingu á mark­aði, ef þess þyrfti.

Umfang þess­ara örv­un­ar­að­gerða Seðla­bank­ans er gríð­ar­legt, má til dæmis nefna að örv­un­ar­að­gerð­irnar á einu ári jafn­gilda sam­an­lagðri lands­fram­leiðslu Grikk­lands og Portú­gals. Neil Willi­ams, grein­andi hjá Hermes Invest­ment, segir í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBCrík­is­út­varpið BBC að nei­kvætt vaxta­stig valdi því að mikið flæði sé á ódýru - og raunar fríu - fjár­magni fyrir fjár­festa. Hann talar um stöð­una sem „brjál­æð­i“. 

Í upp­færðri hag­spá bank­ans er gert ráð fyrir því að hag­vöxtur á evru­svæð­inu verði 1,7 pró­sent á þessu ári og verð­bólga verði komin í 1,3 pró­sent í lok árs­ins, en verð­bólgu mark­miðið er tvö pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None