Áfram mun „brjálæðið“ halda á evrusvæðinu

Greinandi sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segir örvunaraðgerðir Seðlabanka Evrópu verða brjálæðislegar. Allt fljóti í ókeypis peningum. Ákveðið hefur verið að framlengja mánaðleg skuldabréfakaup bankans fram í desember á næsta ári.

draghi12.jpg
Auglýsing

Hæga­gangur efna­hags­mála í Evr­ópu hefur leitt til þess að Seðla­banki Evr­ópu hefur ákveðið að fram­lengja fjárinn­spýt­ing­ar­á­ætlun sína um í það minnsta eitt ár, fram til des­em­ber mán­aðar 2017.

Áætl­unin átti að gilda fram til mars­mán­aðar og í henni hefur falist að bank­inn hefur keypt skulda­bréf fyrir 80 millj­arða evra á mán­uði, jafn­virði um 9.600 millj­arða króna, til að liðka fyrir fjár­mögnun fyr­ir­tækja - ekki síst banka - í Evr­ópu. Nú verða kaupin að hámarki 60 millj­arða evra. Þykir það til marks um að bank­inn telji efna­hags­for­sendur í álf­unni heldur vera að vænkast, en spár grein­enda höfðu gert ráð fyrir því að Seðla­banki Evr­ópu myndi til­kynna um fram­leng­ingu áætl­unar sinnar fram í apr­íl­mánuð hið minnsta.

Stýri­vextir Seðla­banka Evr­ópu eru nú við núllið og hefur stefna bank­ans allt frá árinu 2010 miðað að því að örva eft­ir­spurn í hag­kerf­inu en lít­ill hag­vöxtur á þessu ríf­lega 500 millj­óna íbúa efna­hags­svæði, sem evru­svæðið er, er einn helsti efna­hags­vand­inn sem Seðla­bank­inn hefur ein­blínt á. Með­al­talsat­vinnu­leysi í Evr­ópu er nú um 10 pró­sent, en staðan er mun verri í ríkj­unum við Mið­jarð­ar­hafið - Spáni, Portú­gal, Ítalíu og Grikk­landi - heldur en í ríkj­unum norðar í álf­unni. Þannig er með­al­talsat­vinnu­leysi í Norð­ur­-­Evr­ópu um 5 pró­sent, með Þýskland sem helsta efna­hags­lega drif­kraft­inn.

Auglýsing

Mario Drag­hi, banka­stjóri Seðla­banka Evr­ópu, sagði í til­kynn­ingu í gær, að bank­inn myndi hugs­an­lega auka aftur fjár­hagsinn­spýt­ingu á mark­aði, ef þess þyrfti.

Umfang þess­ara örv­un­ar­að­gerða Seðla­bank­ans er gríð­ar­legt, má til dæmis nefna að örv­un­ar­að­gerð­irnar á einu ári jafn­gilda sam­an­lagðri lands­fram­leiðslu Grikk­lands og Portú­gals. Neil Willi­ams, grein­andi hjá Hermes Invest­ment, segir í við­tali við breska rík­is­út­varpið BBCrík­is­út­varpið BBC að nei­kvætt vaxta­stig valdi því að mikið flæði sé á ódýru - og raunar fríu - fjár­magni fyrir fjár­festa. Hann talar um stöð­una sem „brjál­æð­i“. 

Í upp­færðri hag­spá bank­ans er gert ráð fyrir því að hag­vöxtur á evru­svæð­inu verði 1,7 pró­sent á þessu ári og verð­bólga verði komin í 1,3 pró­sent í lok árs­ins, en verð­bólgu mark­miðið er tvö pró­sent.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None