25 þúsund Íslendingar fara ekki til tannlæknis vegna kostnaðar

Tannlæknir
Auglýsing

Einn af hverjum tíu Íslend­ing­um, alls um 25 þús­und manns, fóru ekki til tann­læknis á árinu 2015 þegar þau þurftu vegna kostn­að­ar. Hlut­falls­lega neita margir sér um lækn­is­þjón­ustu á Íslandi vegna kostn­aðar í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd. Þetta kemur fram í félags­vísum Hag­stofu Íslands sýna hlut­falls­lega áætlun á því hvort Íslend­ingar neiti sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­að­ar.

Þar kemur fram að fjórar af hverjum hund­rað konum og tveir af hverjum hund­rað körlum neit­uðu sér um þjón­ustu læknis eða sér­fræð­ings í fyrra. Sam­tals er um að ræða um átta þús­und manns. Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar kemur fram að kostn­aður sé meiri fyr­ir­staða hjá tækju­lægri hópum en þeim tækju­hærri. Í frétt um sama­tekt­ina seg­ir: „Hlut­falls­lega margir á Íslandi neita sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­aðar miðað við önnur Evr­ópu­ríki sé tekið mið af nýj­ustu sam­an­burð­ar­tölum sem eru frá árinu 2014 en þá fór ríf­lega 3 pró­sent Íslend­inga ekki til læknis vegna kostn­aðar sem var sjötta hæsta hlut­fallið í Evr­ópu.“

Fjórði hver atvinnu­laus fer ekki til tann­læknis vegna kostn­aðar

Enn hærra hlut­fall Íslend­inga neitar sér um það að fara til tann­læknis vegna kostn­að­ar, þrátt fyrir að þurfa á tann­lækn­is­heim­sókn að halda. Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að um 25 þús­und manns, tíu pró­sent full­orð­inna á Íslandi, hafi ekki farið til tann­læknis í fyrra vegna kostn­að­ar. Líkt og við er að búast neita tækju­lægri sér frekar um tann­lækna­heim­sókn en tekju­hærri. Í frétt Hag­stof­unnar um málið segir að á heild­ina litið sé hlut­fall þeirra sem fóru ekki til tann­læknis hér­lendis þrátt fyrir að þurfa þess hátt í evr­ópskum sam­an­burði. „Hlut­fall kvenna sem ekki fór til tann­læknis vegna kostn­aðar reynd­ist vera það fjórða hæsta í Evr­ópu og hlut­fallið meðal karla það fimmta hæsta.“

Auglýsing

Hag­stofan kann­aði líka hvernig ástandið væri á meðal atvinnu­lausra. Þar kom í ljóst að jórði hver atvinnu­laus lands­maður fór ekki til tann­læknis árið 2015 vegna þess að það var of dýrt. Það er fjórða hæsta hlut­fallið í Evr­ópu. „ Næst á eftir atvinnu­lausum eru hæstu hlut­föll þeirra sem neita sér um tann­lækna­þjón­ustu að finna hjá fólki sem er á vinnu­aldri en ekki á vinnu­mark­aði, til dæmis náms­menn, öryrkjar eða heima­vinn­andi. Um 17 pró­sent kvenna utan vinnu­mark­aðar á Íslandi fór ekki til tann­læknis sökum efna árið 2014 og deilir Ísland þar hæsta hlut­fall­inu með Portú­gal og Lett­landi. Meðal karla var hlut­fallið á Íslandi um 13 pró­sent, sem er annað efsta hlut­fallið á list­anum á eftir Lett­landi (18 pró­sent).“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None