25 þúsund Íslendingar fara ekki til tannlæknis vegna kostnaðar

Tannlæknir
Auglýsing

Einn af hverjum tíu Íslend­ing­um, alls um 25 þús­und manns, fóru ekki til tann­læknis á árinu 2015 þegar þau þurftu vegna kostn­að­ar. Hlut­falls­lega neita margir sér um lækn­is­þjón­ustu á Íslandi vegna kostn­aðar í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd. Þetta kemur fram í félags­vísum Hag­stofu Íslands sýna hlut­falls­lega áætlun á því hvort Íslend­ingar neiti sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­að­ar.

Þar kemur fram að fjórar af hverjum hund­rað konum og tveir af hverjum hund­rað körlum neit­uðu sér um þjón­ustu læknis eða sér­fræð­ings í fyrra. Sam­tals er um að ræða um átta þús­und manns. Í sam­an­tekt Hag­stof­unnar kemur fram að kostn­aður sé meiri fyr­ir­staða hjá tækju­lægri hópum en þeim tækju­hærri. Í frétt um sama­tekt­ina seg­ir: „Hlut­falls­lega margir á Íslandi neita sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­aðar miðað við önnur Evr­ópu­ríki sé tekið mið af nýj­ustu sam­an­burð­ar­tölum sem eru frá árinu 2014 en þá fór ríf­lega 3 pró­sent Íslend­inga ekki til læknis vegna kostn­aðar sem var sjötta hæsta hlut­fallið í Evr­ópu.“

Fjórði hver atvinnu­laus fer ekki til tann­læknis vegna kostn­aðar

Enn hærra hlut­fall Íslend­inga neitar sér um það að fara til tann­læknis vegna kostn­að­ar, þrátt fyrir að þurfa á tann­lækn­is­heim­sókn að halda. Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að um 25 þús­und manns, tíu pró­sent full­orð­inna á Íslandi, hafi ekki farið til tann­læknis í fyrra vegna kostn­að­ar. Líkt og við er að búast neita tækju­lægri sér frekar um tann­lækna­heim­sókn en tekju­hærri. Í frétt Hag­stof­unnar um málið segir að á heild­ina litið sé hlut­fall þeirra sem fóru ekki til tann­læknis hér­lendis þrátt fyrir að þurfa þess hátt í evr­ópskum sam­an­burði. „Hlut­fall kvenna sem ekki fór til tann­læknis vegna kostn­aðar reynd­ist vera það fjórða hæsta í Evr­ópu og hlut­fallið meðal karla það fimmta hæsta.“

Auglýsing

Hag­stofan kann­aði líka hvernig ástandið væri á meðal atvinnu­lausra. Þar kom í ljóst að jórði hver atvinnu­laus lands­maður fór ekki til tann­læknis árið 2015 vegna þess að það var of dýrt. Það er fjórða hæsta hlut­fallið í Evr­ópu. „ Næst á eftir atvinnu­lausum eru hæstu hlut­föll þeirra sem neita sér um tann­lækna­þjón­ustu að finna hjá fólki sem er á vinnu­aldri en ekki á vinnu­mark­aði, til dæmis náms­menn, öryrkjar eða heima­vinn­andi. Um 17 pró­sent kvenna utan vinnu­mark­aðar á Íslandi fór ekki til tann­læknis sökum efna árið 2014 og deilir Ísland þar hæsta hlut­fall­inu með Portú­gal og Lett­landi. Meðal karla var hlut­fallið á Íslandi um 13 pró­sent, sem er annað efsta hlut­fallið á list­anum á eftir Lett­landi (18 pró­sent).“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None