Landsvirkjun lækkar verð til smásala rafmagns

Meðalverð á rafmagni frá heildsalanum Landsvirkjun til fyrirtækja sem selja rafmagn til heimila og smærri fyrirtækja mun lækka á næsta ári. Það er svo í hendi smásala hvort að verðið til notenda lækki.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Meðalverð á rafmagni sem sölufyrirtæki rafmagns kaupa af Landsvirkjum og selja til heimila og fyrirtækja mun lækka um 2,6 prósent á föstu verðlagi á næsta ári. Ástæðan eru nýir samningar sem Landsvirkjun hefur gert við fyrirtækin sem fela í sér bætta nýtingu á orkuauðlindum landsins með aflsparnaði og tækifæri til hagræðingar og bættra innkaupa hjá orkufyrirtækjunum. Sölufyrirtækin sem um ræðir eru Orkusalan, Orka náttúrunnar, HS Orka, Fallorka, Orkubú Vestfjarða og Rafveita Reyðarfjarðar. 

Þetta þarf ekki endilega að þýða að rafmagnsreikningur heimila og smærri fyrirtækja í landinu lækki, heldur þýðir þetta einfaldlega að verðið frá heildsalanum, Landsvirkjun, til smásalans, ofangreindra fyrirtækja, lækkar. Það er síðan sölufyrirtækjanna að ákveða hvort að sú lækkun skilar sér til notenda.

Gömlu samningarnir renna út um áramót

Landsvirkjun er langstærsti framleiðandi rafmagns á Íslandi. Um 80 prósent af öllu rafmagni sem það framleiðir er selt til stórnotenda á borð við álver og annarra stóriðjuvera. Um 20 prósent af rafmagnssölu Landsvirkjunar er hins vegar seld á heildsölumarkaði þar sem Landsvirkjun selur ekki rafmagn beint til heimila eða smærri fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem kaupa rafmagnið á þeim markaði selja það svo áfram til endanotenda.

Auglýsing

Landsvirkjun hélt fréttamannafund í dag þar sem Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, og Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, kynntu nýtt fyrirkomulag samninga Landsvirkjunar við sölufyrirtæki rafmagns sem taka gildi um komandi áramót. Nýju samningarnir lesa af hólmi samninga sem eldra fyrirkomulag þar sem gert var í kjölfar þess að ný raforkulög voru sett árið 2005. Um var að ræða samningar við sex sölufyrirtæki og voru samningarnir til eins, fimm, sjö og tólf ára. Þeir lengstu eru því að renna út um komandi áramót.

Breytt fyrirkomulag

Í tilkynningu frá Landsvirkjun vegna málsins segir: „Með nýju fyrirkomulagi samninga þurfa sölufyrirtækin ekki lengur að binda aflkaup sín yfir heilt ár í senn. Rafmagnsnotkun er að jafnaði minni yfir sumarmánuðina og því geta sölufyrirtækin náð verulegri hagræðingu í innkaupum sínum með því að kaupa minna afl á þeim tíma. Landsvirkjun getur nýtt tækifærið og skipulagt viðhaldsverkefni betur en áður og selt afl með styttri fyrirvara þeim sem á þurfa að halda. Nýja fyrirkomulagið bætir þannig nýtingu orkuauðlinda landsins og eykur sveigjanleika orkufyrirtækja til að bregðast við breyttum aðstæðum í rekstri.“

Hörður Arnarson segir nýja samninga hafa í för með sér bætta nýtingu raforkukerfisins. „Meðalverð til viðskiptavina á heildsölumarkaði lækkar, miðað við áætlanir þeirra um innkaup á næsta ári. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku frá Landsvirkjun er núna meiri en framboð. Þess vegna er afar mikilvægt að ná sem bestri nýtingu á því afli sem er til staðar í kerfinu, í samræmi við hlutverk fyrirtækisins, sem er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Sigurlaugsson og Sigmar Vilhjálmsson sitja báðir í undirbúningsnefnd hins nýja félags.
Unnið að stofnun nýrra hagsmunasamtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Atvinnufjélaginu er ætlað að vera málsvari fyrir hagsmuni einyrkja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Þörfin á slíkum samtökum atvinnurekenda er sögð mikil af hálfu stofnenda.
Kjarninn 16. september 2021
Tryggvi Rúnar Brynjarsson
Í Dal hinna föllnu
Kjarninn 16. september 2021
Sif Sigmarsdóttir
Hvernig viljum við lifa?
Kjarninn 16. september 2021
Arnhildur Hálfdánardóttir fékk fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í fyrra fyrir þáttaröðina Loftslagsþerapían. Hún er þar með síðasti handhafi þeirra verðlauna.
Hætta að veita fjölmiðlaverðlaun á degi íslenskrar náttúru
Algjör sprenging hefur orðið í umfjöllun fjölmiðla um loftslags- og umhverfismál og því telur umhverfis- og auðlindaráðuneytið ekki lengur þörf á að verðlauna miðla sérstaklega fyrir slíkan fréttaflutning.
Kjarninn 16. september 2021
Sif Konráðsdóttir
Áratugur Árósasamnings
Kjarninn 16. september 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í Forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Framlög til barnabótakerfisins aukin og fleiri fá þær, en raunvirði bóta hefur lítið hækkað
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Katrínar Jakobsdóttur um að ríkisstjórn hennar hafi aukið við barnabótakerfið og tryggt að það nái til fleiri en það gerði fyrir fjórum árum síðan.
Kjarninn 15. september 2021
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Rúm 40 prósent vilja að Katrín verði áfram forsætisráðherra
Í niðurstöðum könnunar á vegum ÍSKOS kemur í ljós að langflestir vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra. Athygli vekur að Bjarni Benediktsson nýtur minni stuðnings í embættið en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur í könnunum.
Kjarninn 15. september 2021
Eyþór Eðvarðsson
Rétturinn til að deyja
Kjarninn 15. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None