Landsvirkjun lækkar verð til smásala rafmagns

Meðalverð á rafmagni frá heildsalanum Landsvirkjun til fyrirtækja sem selja rafmagn til heimila og smærri fyrirtækja mun lækka á næsta ári. Það er svo í hendi smásala hvort að verðið til notenda lækki.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Með­al­verð á raf­magni sem sölu­fyr­ir­tæki raf­magns kaupa af Lands­virkjum og selja til heim­ila og fyr­ir­tækja mun lækka um 2,6 pró­sent á föstu verð­lagi á næsta ári. Ástæðan eru nýir samn­ingar sem Lands­virkjun hefur gert við fyr­ir­tækin sem fela í sér bætta nýt­ingu á orku­auð­lindum lands­ins með afl­sparn­aði og tæki­færi til hag­ræð­ingar og bættra inn­kaupa hjá orku­fyr­ir­tækj­un­um. Sölu­fyr­ir­tækin sem um ræðir eru Orku­salan, Orka nátt­úr­unn­ar, HS Orka, Fall­orka, Orkubú Vest­fjarða og Raf­veita Reyð­ar­fjarð­ar. 

Þetta þarf ekki endi­lega að þýða að raf­magns­reikn­ingur heim­ila og smærri fyr­ir­tækja í land­inu lækki, heldur þýðir þetta ein­fald­lega að verðið frá heildsal­an­um, Lands­virkj­un, til smá­sal­ans, ofan­greindra fyr­ir­tækja, lækk­ar. Það er síðan sölu­fyr­ir­tækj­anna að ákveða hvort að sú lækkun skilar sér til not­enda.

Gömlu samn­ing­arnir renna út um ára­mót

Lands­virkjun er langstærsti fram­leið­andi raf­magns á Íslandi. Um 80 pró­sent af öllu raf­magni sem það fram­leiðir er selt til stórnot­enda á borð við álver og ann­arra stór­iðju­vera. Um 20 pró­sent af raf­magns­sölu Lands­virkj­unar er hins vegar seld á heild­sölu­mark­aði þar sem Lands­virkjun selur ekki raf­magn beint til heim­ila eða smærri fyr­ir­tækja. Þau fyr­ir­tæki sem kaupa raf­magnið á þeim mark­aði selja það svo áfram til enda­not­enda.

Auglýsing

Lands­virkjun hélt frétta­manna­fund í dag þar sem Hörður Arn­ar­son, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, og Björg­vin Skúli Sig­urðs­son, fram­kvæmda­stjóri mark­aðs- og við­skipta­þró­un­ar­sviðs, kynntu nýtt fyr­ir­komu­lag samn­inga Lands­virkj­unar við sölu­fyr­ir­tæki raf­magns sem taka gildi um kom­andi ára­mót. Nýju samn­ing­arnir lesa af hólmi samn­inga sem eldra fyr­ir­komu­lag þar sem gert var í kjöl­far þess að ný raf­orku­lög voru sett árið 2005. Um var að ræða samn­ingar við sex sölu­fyr­ir­tæki og voru samn­ing­arnir til eins, fimm, sjö og tólf ára. Þeir lengstu eru því að renna út um kom­andi ára­mót.

Breytt fyr­ir­komu­lag

Í til­kynn­ingu frá Lands­virkjun vegna máls­ins seg­ir: „Með nýju fyr­ir­komu­lagi samn­inga þurfa sölu­fyr­ir­tækin ekki lengur að binda afl­kaup sín yfir heilt ár í senn. Raf­magns­notkun er að jafn­aði minni yfir sum­ar­mán­uð­ina og því geta sölu­fyr­ir­tækin náð veru­legri hag­ræð­ingu í inn­kaupum sínum með því að kaupa minna afl á þeim tíma. Lands­virkjun getur nýtt tæki­færið og skipu­lagt við­halds­verk­efni betur en áður og selt afl með styttri fyr­ir­vara þeim sem á þurfa að halda. Nýja fyr­ir­komu­lagið bætir þannig nýt­ingu orku­auð­linda lands­ins og eykur sveigj­an­leika orku­fyr­ir­tækja til að bregð­ast við breyttum aðstæðum í rekstri.“

Hörður Arn­ar­son segir nýja samn­inga hafa í för með sér bætta nýt­ingu raf­orku­kerf­is­ins. „Með­al­verð til við­skipta­vina á heild­sölu­mark­aði lækk­ar, miðað við áætl­anir þeirra um inn­kaup á næsta ári. Eft­ir­spurn eftir end­ur­nýj­an­legri orku frá Lands­virkjun er núna meiri en fram­boð. Þess vegna er afar mik­il­vægt að ná sem bestri nýt­ingu á því afli sem er til staðar í kerf­inu, í sam­ræmi við hlut­verk fyr­ir­tæk­is­ins, sem er að hámarka afrakstur af þeim orku­lindum sem fyr­ir­tæk­inu er trúað fyrir með sjálf­bæra nýt­ingu, verð­mæta­sköpun og hag­kvæmni að leið­ar­ljósi.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None