7DM_0279_raw_1837.JPG
Auglýsing

Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka, Pírata, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, verður ekki haldið áfram. Það kom í ljós að loknum fundi for­ystu­manna flokk­anna. 

For­ystu­menn flokk­anna fimm áttu að funda klukkan 12 í dag en fund­inum var frestað um klukku­stund að beiðni Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG. Þing­flokkur VG fund­aði fyrir hádegið og dróst sá fundur á lang­inn. For­ystu­menn­irnir sett­ust því á fund klukkan 13 og fundi þeirra var að ljúka.

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, hefur áður sagt að hún myndi skila umboð­inu til mynd­unar rík­is­stjórnar til Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands, ef þessi til­raun tæk­ist ekki. Það hyggst hún gera klukkan fimm í dag.

Auglýsing

Á fundum í gær höfðu bæði þing­flokkar Pírata og Sam­fylk­ing­ar­innar sam­þykkt að fara í form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður þess­ara fimm flokka. Hinir þrír flokk­arnir tóku ekki slíkar ákvarð­an­ir. Björt Ólafs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði þó í morgun að fjórir af fimm flokkum væru „mjög sam­stíga og fram­sýn­ir“ og átti þar við alla flokka nema Vinstri græn. Það væri ljóst að VG væri með tölu­vert aðra stefnu í þessum málum en hinir fjórir flokk­arn­ir. 

Þetta er þriðja til­raunin til að mynda rík­is­stjórn sem fer út um þúf­ur. Fyrst fékk Bjarni Bene­dikts­son umboð til að mynda rík­is­stjórn, sem hann ákvað að reyna með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Það gekk ekki eftir og Katrín Jak­obs­dóttir fékk umboðið og reyndi að mynda rík­is­stjórn með Við­reisn, Bjartri fram­tíð, Sam­fylk­ing­unni og Píröt­um. Það gekk ekki held­ur. Þá fékk eng­inn for­maður umboð til að mynda rík­is­stjórn um nokk­urt skeið, þar til Birgitta fékk umboð­ið. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None