7DM_0279_raw_1837.JPG
Auglýsing

Stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum fimm flokka, Pírata, Bjartrar fram­tíð­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, verður ekki haldið áfram. Það kom í ljós að loknum fundi for­ystu­manna flokk­anna. 

For­ystu­menn flokk­anna fimm áttu að funda klukkan 12 í dag en fund­inum var frestað um klukku­stund að beiðni Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­manns VG. Þing­flokkur VG fund­aði fyrir hádegið og dróst sá fundur á lang­inn. For­ystu­menn­irnir sett­ust því á fund klukkan 13 og fundi þeirra var að ljúka.

Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, hefur áður sagt að hún myndi skila umboð­inu til mynd­unar rík­is­stjórnar til Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, for­seta Íslands, ef þessi til­raun tæk­ist ekki. Það hyggst hún gera klukkan fimm í dag.

Auglýsing

Á fundum í gær höfðu bæði þing­flokkar Pírata og Sam­fylk­ing­ar­innar sam­þykkt að fara í form­legar stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður þess­ara fimm flokka. Hinir þrír flokk­arnir tóku ekki slíkar ákvarð­an­ir. Björt Ólafs­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, sagði þó í morgun að fjórir af fimm flokkum væru „mjög sam­stíga og fram­sýn­ir“ og átti þar við alla flokka nema Vinstri græn. Það væri ljóst að VG væri með tölu­vert aðra stefnu í þessum málum en hinir fjórir flokk­arn­ir. 

Þetta er þriðja til­raunin til að mynda rík­is­stjórn sem fer út um þúf­ur. Fyrst fékk Bjarni Bene­dikts­son umboð til að mynda rík­is­stjórn, sem hann ákvað að reyna með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Það gekk ekki eftir og Katrín Jak­obs­dóttir fékk umboðið og reyndi að mynda rík­is­stjórn með Við­reisn, Bjartri fram­tíð, Sam­fylk­ing­unni og Píröt­um. Það gekk ekki held­ur. Þá fékk eng­inn for­maður umboð til að mynda rík­is­stjórn um nokk­urt skeið, þar til Birgitta fékk umboð­ið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None