Umræður um fjárlagafrumvarp óvenjulega stuttar

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Umræður um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár voru talsvert styttri við fyrstu umræðu en hefur tíðkast undanfarin ár. Þingmenn ræddu fjárlagafrumvarpið í ríflega fimm klukkustundir og tuttugu mínútur áður en frumvarpinu var vísað til umfjöllunar í fjárlaganefnd, þar sem það er nú. 

Sextán þingmenn héldu ræður við fyrstu umræðu fjárlagafrumvarpsins fyrir utan Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem er líka heldur minna en oft áður. 

Til samanburðar voru voru umræðurnar aldrei undir sextán klukkutímum í fyrstu umræðu á síðasta kjörtímabili, og á kjörtímabilinu þar á undan fór einnig yfirleitt miklu lengri tími í umræður um fjárlög en nú var. 

Auglýsing

Aðstæður eru óvenjulegar í þinginu nú um stundir, eins og hefur verið margítrekað, og líklegt að það hafi haft þessi áhrif á lengd umræðutímans, þar sem ráðherrann sem leggur fram frumvarpið hefur ekki meirihluta á bak við sig, og að sama skapi ekki ljóst hvaða flokkar koma til með að mynda ríkisstjórn. 

Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd eru nú með fjárlagafrumvarpið og ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins til umfjöllunar. Frestur til að skila athugasemdum er út daginn á morgun. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None