Samfylkingin og Píratar samþykkja að hefja formlegar viðræður

Píratar fá fyrstu tölur
Auglýsing

Þing­flokkar Pírata og Sam­fylk­ing­ar­innar sam­þykktu á fundum sínum í gær­kvöldi að hefja form­legar við­ræður um myndun fimm flokka rík­is­stjórn­ar. Hinir flokk­arnir sem eiga aðkomu að við­ræð­un­um, Við­reisn, Björt fram­tíð og Vinstri græn, munu taka ákvörðun um fram­haldið í dag. Óform­legar við­ræður hafa staðið yfir í tíu daga.

For­menn flokk­anna fimm fund­uðu í gær­kvöldi og í kjöl­far fóru fram þing­flokks­fundir hjá þeim öll­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur til að halda þing­flokks­fundi hjá Vinstri grænum áfram fyrri part­inn í dag og þar á að taka ákvörðun gagn­vart því hvort farið verði í form­legar við­ræður eða ekki. For­ystu­fólk flokanna fimm ætlar síðan að funda í hádeg­inu í dag og búist er við að þar verði tekin loka­á­kvörðun um hvort að form­legar við­ræður muni hefj­ast á morg­un, þriðju­dag.

Þing­flokkar Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar fund­uðu fyrst einir og sér í gær en síðan sam­an. Flokk­arnir tveir hafa verið í nánu sam­starfi í þeim stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sem þegar hafa átt sér stað. Fyrir liggur að lengst er á milli Vinstri grænna og Við­reisnar í nokkrum lyk­il­málum sem þarf að ná mála­miðlun í. Þar ber meðal ann­ars að nefna sjáv­ar­út­vegs­mál, land­bún­að­ar­mál og tekju­öfl­un­ar­leiðum sem þyrfti að fara til að auka rík­is­út­gjöld veru­lega, sér­stak­lega vegna auk­inna fram­laga til vel­ferð­ar­mála og inn­viða­upp­bygg­ing­ar. Slík mála­miðlun lá ekki fyrir í gær, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Pírat­ar, sem halda á stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu, hafa verið mjög jákvæðir út á við um hvort til muni takast að mynd fimm flokka rík­is­stjórn. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður þeirra, sagði í sjón­varps­þætt­inum Vik­unni á föstu­dags­kvöld að hún teldi 90 pró­sent líkur á að það myndi nást sam­an. Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, sagði í þætt­inum Viku­lokin á Rás 1 um helg­ina að hann sæi ekki annað en að myndun rík­is­stjórn­ar­innar myndi ganga. Í sama þætti lýsti hins veg­ar Björn Val­ur Gísla­­son, vara­­for­maður Vinstri grænna, yfir furðu sinni á því að við­ræð­ur­n­ar nú væri komn­ar miklu lengra en síð­ast. hann til­tók þó að hann væri ekki beinn þátt­tak­andi í við­ræð­un­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None