Samfylkingin og Píratar samþykkja að hefja formlegar viðræður

Píratar fá fyrstu tölur
Auglýsing

Þing­flokkar Pírata og Sam­fylk­ing­ar­innar sam­þykktu á fundum sínum í gær­kvöldi að hefja form­legar við­ræður um myndun fimm flokka rík­is­stjórn­ar. Hinir flokk­arnir sem eiga aðkomu að við­ræð­un­um, Við­reisn, Björt fram­tíð og Vinstri græn, munu taka ákvörðun um fram­haldið í dag. Óform­legar við­ræður hafa staðið yfir í tíu daga.

For­menn flokk­anna fimm fund­uðu í gær­kvöldi og í kjöl­far fóru fram þing­flokks­fundir hjá þeim öll­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans stendur til að halda þing­flokks­fundi hjá Vinstri grænum áfram fyrri part­inn í dag og þar á að taka ákvörðun gagn­vart því hvort farið verði í form­legar við­ræður eða ekki. For­ystu­fólk flokanna fimm ætlar síðan að funda í hádeg­inu í dag og búist er við að þar verði tekin loka­á­kvörðun um hvort að form­legar við­ræður muni hefj­ast á morg­un, þriðju­dag.

Þing­flokkar Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar fund­uðu fyrst einir og sér í gær en síðan sam­an. Flokk­arnir tveir hafa verið í nánu sam­starfi í þeim stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum sem þegar hafa átt sér stað. Fyrir liggur að lengst er á milli Vinstri grænna og Við­reisnar í nokkrum lyk­il­málum sem þarf að ná mála­miðlun í. Þar ber meðal ann­ars að nefna sjáv­ar­út­vegs­mál, land­bún­að­ar­mál og tekju­öfl­un­ar­leiðum sem þyrfti að fara til að auka rík­is­út­gjöld veru­lega, sér­stak­lega vegna auk­inna fram­laga til vel­ferð­ar­mála og inn­viða­upp­bygg­ing­ar. Slík mála­miðlun lá ekki fyrir í gær, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Pírat­ar, sem halda á stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­inu, hafa verið mjög jákvæðir út á við um hvort til muni takast að mynd fimm flokka rík­is­stjórn. Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður þeirra, sagði í sjón­varps­þætt­inum Vik­unni á föstu­dags­kvöld að hún teldi 90 pró­sent líkur á að það myndi nást sam­an. Smári McCart­hy, þing­maður Pírata, sagði í þætt­inum Viku­lokin á Rás 1 um helg­ina að hann sæi ekki annað en að myndun rík­is­stjórn­ar­innar myndi ganga. Í sama þætti lýsti hins veg­ar Björn Val­ur Gísla­­son, vara­­for­maður Vinstri grænna, yfir furðu sinni á því að við­ræð­ur­n­ar nú væri komn­ar miklu lengra en síð­ast. hann til­tók þó að hann væri ekki beinn þátt­tak­andi í við­ræð­un­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None