Verja 100 milljónum úr ríkissjóði til að halda uppi verði á innanlandsmarkaði

kind
Auglýsing

Í frum­varpi til fjár­auka­laga, sem dreift var á Alþingi í gær­kvöldi, er lagt til að 100 millj­ónum króna við­bót­ar­fram­lagi verði veitt úr rík­is­sjóði til „Mat­væla­lands­ins Íslands“, verk­efnis sem er ætlað að „treysta orð­spor og móta ímynd Íslands sem upp­runa­lands hreinna og heil­næmra mat­væla og auka með því móti gjald­eyr­is­tekjur þjóð­ar­inn­ar.“

Ástæða við­bót­ar­fram­lags­ins, sem er lagt til af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, er sú að gera verk­efn­inu kleift að standa fyrir sér­stöku mark­aðsátaki á erlendum mörk­uðum sauð­fjár­af­urða vegna fyr­ir­sjá­an­legrar birgða­aukn­ingar inn­an­lands. Í frum­varp­inu seg­ir: „Mik­ill tap­rekstur er á sölu sauð­fjár­af­urða og þrátt fyrir lækkun á verði slát­ur­leyf­is­hafa til bænda fyrir sauð­fjár­af­urðir er frek­ari aðgerða þörf. Mark­aðs­ráð kinda­kjöts, sem er sam­starfs­vett­vangur bænda og slát­ur­leyf­is­hafa, hefur unnið mark­visst að því að finna nýja mark­aði erlend­is, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í veg fyrir upp­nám og almenna verð­fell­ingu á kjöti á inn­lendum mark­aði seinnipart vetrar og/eða næsta haust.“

Því er ljóst að skatt­greið­endur eiga að borga 100 millj­ónir króna úr sam­eig­in­legum sjóðum sínum til að halda uppi hærri verði á kinda­kjöti á inn­an­lands­mark­aði. Í frum­varp­inu er til­tekið að þessi afsetn­ing á offram­leiddu kinda­kjöti sé hugsuð sem skamm­tíma­lausn, en að jafn­framt sé „verið að byggja á lang­tíma áætl­unum í sölu á kinda­kjöti bæði inn­an­lands og erlend­is.“

Auglýsing

Fram­leiðslan þegar nið­ur­greidd um fimm millj­arða

Sauð­fjár­rækt nýtur nú þegar umtals­verðs stuðn­ings úr rík­is­sjóði. Á fjár­lögum árs­ins 2017 er gert ráð fyrir að nið­ur­greiðsla á sauð­fjár­fram­leiðslu nemi tæpum fimm millj­örðum króna. Auk þess festa nýgerðir búvöru­samn­ing­ar, sem gilda til tíu ára, í sessi mjög háa toll­vernd á kinda­kjöti.

Nú þegar er umtals­verður hluti af sauð­fjár­fram­leiðslu á Íslandi fluttur út og með því eru íslenskir skatt­greið­endur í raun að nið­­ur­greiða kjöt ofan í erlenda neyt­end­­ur. Í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku var greint frá því að verð fyrir sauð­fjár­af­urðir á erlendum mörk­uðum hefði hrunið vegna styrk­ingu krón­unnar og lok­unar mark­aða. Þar kom fram að nokkuð ljóst væri að verið sé að greiða með útflutn­ingi á kjöt­inu.

Auk þess hefur neysla Íslend­inga á kinda­kjöti dreg­ist gríð­­ar­­lega sam­an á und­an­förnum ára­tug­um. Árið 1983 borð­uðu Íslend­ingar 45,3 kíló hver af kinda­kjöti á ári. Í fyrra var sú tala komin í 19,5 kíló. Á sama tíma hefur neysla á kjúklingi og svína­kjöti auk­ist veru­­lega.

Segja bændur taka á sig 600 millj­ónir vegna þreng­inga

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, for­maður mark­aðs­ráðs kinda­kjöts, sendi frá sér til­kynn­ingu í dag vegna máls­ins. Þar segir að til­gangur hins sér­staka fram­lags rík­is­sjóðs sé að „vernda störf út um landið og koma í veg fyrir alvar­lega byggða­rösk­un. Mark­aðs­ráð Kinda­kjöts kemur að verk­efn­inu til að tryggja að féð nýt­ist í áfram­hald­andi mark­aðs­setn­ingu á erlendum mörk­uð­u­m.“ Íslenskur land­bún­aður velti um 70 millj­örðum króna árr­lega og skapi tíu til tólf þús­und bein og óbein störf um land allt. 

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að mikil styrk­ing krón­unnar hafi valdið þreng­ingum hjá öllum útflutn­ings­greinum á Íslandi. „ Þá hefur við­skipta­deila Vest­ur­veld­anna og Rúss­lands leitt til verð­lækk­unar á mörk­uðum fyrir ýmsar land­bún­að­ar­af­urðir í Evr­ópu. Flest bendir til þess að þetta sé tíma­bundin nið­ur­sveifla. Verð á kinda­kjöti á heims­mark­aði hefur lækkað und­an­farna mán­uði en virð­ist nú vera á upp­leið.[...]Íslenskir sauð­fjár­bændur tóku á sig um 600 millj­óna kr. tekju­skerð­ingu í haust vegna ástands­ins á heims­mark­aði. Rétt er að hafa í huga að bændur hafa þegar lagt út fyrir nán­ast öllum fram­leiðslu­kostn­aði og innt af hendi nán­ast alla þá vinnu sem til þarf. Engin opin­ber verð­lagn­ing er í sauð­fjár­rækt á Íslandi. Kvóta­kerfi var afnumið 1995 og útflutn­ings­bætur aflag­aðar 1992.“

Þór­ar­inn segir að sala á íslensku lamba­kjöti hafi gengið ágæt­lega inn­an­lands og erlendis þar sem afurð­irnar eru sér­stak­lega merktar sem íslensk­ar. „Þar sem verið er að selja kjöt eða aðrar afurðir án upp­runa­teng­ingar inn á heims­mark­aði er verðið hins vegar sveiflu­kennd­ara. Það er nokkuð algengt að þjóðir grípi til aðgerða ef hætta á er á hruni í ein­staka grein­um, gjald­þrotum afurða­stöðva, atvinnu­leysi eða byggða­röskun vegna slíkra tíma­bund­inna sveiflna.“

Fréttin var upp­færð klukkan 13:27 eftir að til­kynn­ing for­manns mark­aðs­ráðs kinda­kjöts barst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None