Sóley og Þorvaldur Bjarni fengu hæstu styrkina úr hljóðritasjóði

Soley
Auglýsing

Þor­valdur Bjarni Þor­valds­son og tón­list­ar­konan Sóley Stef­áns­dóttir fengu hæstu styrk­ina úr hljóð­rita­sjóði, sem nú eru veittir í fyrsta sinn. Til­kynnt var um styrk­ina í byrjun des­em­ber en alls voru veittir 84 styrk­ir. Þor­valdur Bjarni fékk eina milljón króna vegna verk­efnis sem kall­ast Völu­spá og Sóley fékk sömu upp­hæð vegna útgáfu þriðju sóló­plötu sinn­ar. Heild­ar­upp­hæð styrkja var 33,5 millj­ónir króna.

Aðrir sem fengu háa styrki voru Bubbi Morthens (750 þús­und krónur vegna tveggja platna), Védís Her­vör Árna­dóttir (750 þús­und krónur vegna White Picket Fence) og Sig­urður Geir­dal Ragn­ars­son 750 þús­und krónur vegna plöt­unnar DIMMA-5). Aðrir hlutu lægri styrki.

Í frétt á vef mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna styrkja­út­hlut­anna segir að kynja­hlut­fall for­svars­manna umsækj­enda og svo þeirra sem hlutu á end­anum styrk hafi verið það sama. 61 pró­sent umsækj­enda voru karl­ar, 31 pró­sent konur og átta pró­sent bland­aðir hóp­ar.

Auglýsing

Styrkir eftir tón­list­ar­stílum skipt­ust á eft­ir­far­andi hátt:

 • Umsóknir fyrir rokk, þungt og indie rokk voru 24 tals­ins eða um 14% umsókna, af þeim hlutu átta styrk, sam­tals að upp­hæð 3,3 millj. kr.

 • Umsóknir fyrir popp, indie popp, dæg­ur­tón­list, raf­tón­list, þjóð­lagatón­list, barnatón­list, hip-hop ofl. voru 78 tals­ins eða tæp­lega helm­ingur umsókna. Af þeim hlutu 45 styrk að fjár­hæð ríf­lega 18 millj. kr.

 • Undir nútímatón­list, sam­tímatón­list, kór­atón­list, sönglög ofl. mætti flokka 31 umsókn eða 18% umsókna. Af þeim hlutu 18 styrki, sam­tals að fjár­hæð um 6 millj. kr.

 • Jazztón­list af ýmsum toga átti við um 19 umsóknir en af þeim hlutu 12 styrk að fjár­hæð 5,5 millj. kr.

 • Þrjár umsóknir bár­ust þar sem við­fangs­efnið var ill­skil­grein­an­legt og hlaut ein þeirra 200.000 kr. styrk.

Stofn­aður í vor

Hljóð­rita­sjóður var settur á stofn af mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu 1. apríl síð­ast­lið­inn. Til­gangur sjóðs­ins er að stuðla að nýsköpun í íslenskri tón­list og að efla hljóð­rita­gerð. Hann fékk 33,5 millj­ónum króna til að ráð­stafa á þessu ári. Alls bár­ust sjóðnum 167 styrkjaum­sóknir og sótt var um ríf­lega 165 millj­ónir króna.

Þrír aðal­menn og þrír vara­menn voru skip­aðir í stjórn sjóðs­ins til þriggja ára í sum­ar.

Stjórn Hljóð­rita­sjóðs er þannig skip­uð:

 • Atli Örv­ars­son, for­mað­ur, skip­aður án til­nefn­ing­ar,
 • Eiður Arn­ars­son, vara­for­mað­ur, til­nefndur af Sam­tóni,
 • Mar­grét Kristín Sig­urð­ar­dótt­ir, til­nefnd af Sam­tóni.

Vara­menn eru:

 • Ragn­hildur Gísla­dótt­ir, skipuð án til­nefn­ing­ar,
 • Jóhann Ágúst Jóhanns­son, til­nefndur af Sam­tóni,
 • Kjartan Ólafs­son, til­nefndur af Sam­tóni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None