Sóley og Þorvaldur Bjarni fengu hæstu styrkina úr hljóðritasjóði

Soley
Auglýsing

Þor­valdur Bjarni Þor­valds­son og tón­list­ar­konan Sóley Stef­áns­dóttir fengu hæstu styrk­ina úr hljóð­rita­sjóði, sem nú eru veittir í fyrsta sinn. Til­kynnt var um styrk­ina í byrjun des­em­ber en alls voru veittir 84 styrk­ir. Þor­valdur Bjarni fékk eina milljón króna vegna verk­efnis sem kall­ast Völu­spá og Sóley fékk sömu upp­hæð vegna útgáfu þriðju sóló­plötu sinn­ar. Heild­ar­upp­hæð styrkja var 33,5 millj­ónir króna.

Aðrir sem fengu háa styrki voru Bubbi Morthens (750 þús­und krónur vegna tveggja platna), Védís Her­vör Árna­dóttir (750 þús­und krónur vegna White Picket Fence) og Sig­urður Geir­dal Ragn­ars­son 750 þús­und krónur vegna plöt­unnar DIMMA-5). Aðrir hlutu lægri styrki.

Í frétt á vef mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna styrkja­út­hlut­anna segir að kynja­hlut­fall for­svars­manna umsækj­enda og svo þeirra sem hlutu á end­anum styrk hafi verið það sama. 61 pró­sent umsækj­enda voru karl­ar, 31 pró­sent konur og átta pró­sent bland­aðir hóp­ar.

Auglýsing

Styrkir eftir tón­list­ar­stílum skipt­ust á eft­ir­far­andi hátt:

 • Umsóknir fyrir rokk, þungt og indie rokk voru 24 tals­ins eða um 14% umsókna, af þeim hlutu átta styrk, sam­tals að upp­hæð 3,3 millj. kr.

 • Umsóknir fyrir popp, indie popp, dæg­ur­tón­list, raf­tón­list, þjóð­lagatón­list, barnatón­list, hip-hop ofl. voru 78 tals­ins eða tæp­lega helm­ingur umsókna. Af þeim hlutu 45 styrk að fjár­hæð ríf­lega 18 millj. kr.

 • Undir nútímatón­list, sam­tímatón­list, kór­atón­list, sönglög ofl. mætti flokka 31 umsókn eða 18% umsókna. Af þeim hlutu 18 styrki, sam­tals að fjár­hæð um 6 millj. kr.

 • Jazztón­list af ýmsum toga átti við um 19 umsóknir en af þeim hlutu 12 styrk að fjár­hæð 5,5 millj. kr.

 • Þrjár umsóknir bár­ust þar sem við­fangs­efnið var ill­skil­grein­an­legt og hlaut ein þeirra 200.000 kr. styrk.

Stofn­aður í vor

Hljóð­rita­sjóður var settur á stofn af mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu 1. apríl síð­ast­lið­inn. Til­gangur sjóðs­ins er að stuðla að nýsköpun í íslenskri tón­list og að efla hljóð­rita­gerð. Hann fékk 33,5 millj­ónum króna til að ráð­stafa á þessu ári. Alls bár­ust sjóðnum 167 styrkjaum­sóknir og sótt var um ríf­lega 165 millj­ónir króna.

Þrír aðal­menn og þrír vara­menn voru skip­aðir í stjórn sjóðs­ins til þriggja ára í sum­ar.

Stjórn Hljóð­rita­sjóðs er þannig skip­uð:

 • Atli Örv­ars­son, for­mað­ur, skip­aður án til­nefn­ing­ar,
 • Eiður Arn­ars­son, vara­for­mað­ur, til­nefndur af Sam­tóni,
 • Mar­grét Kristín Sig­urð­ar­dótt­ir, til­nefnd af Sam­tóni.

Vara­menn eru:

 • Ragn­hildur Gísla­dótt­ir, skipuð án til­nefn­ing­ar,
 • Jóhann Ágúst Jóhanns­son, til­nefndur af Sam­tóni,
 • Kjartan Ólafs­son, til­nefndur af Sam­tóni.

Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Skúli segist ekki hafa fengið milljarða greiðslur út úr WOW air
Skúli Mogensen segist aldrei fallast á að hann og hans fólk hafi ekki unnið að heilindum við uppbyggingu WOW air og neitar því að hafa fengið háar greiðslur út úr félaginu en sjálfur hafi hann tapað átta milljörðum.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Nýtt biðskýli við Kringlumýrarbraut
Stafræn strætóskýli tekin í gagnið
Vinna við að setja LED skjái í 210 biðskýli Strætó er hafin í Reykjavík. Í nýju skýlunum verður hægt að nálgast rauntímaupplýsingar um komutíma næstu strætóvagna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Boeing 737 MAX vélar Icelandair hafa ekki flogið frá því í mars.
MAX-vélar Icelandair fljúga ekki á þessu ári
Icelandair reiknar ekki lengur með MAX-vélunum í flugáætlun sinni á þessu ári. Þær áttu að fljúga 27 prósent allra ferða sem félagið myndi fljúga 2019. Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None