Harla ólíklegt að VG vinni með Sjálfstæðisflokknum

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, segir harla ólík­legt að flokkur hennar og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn séu að fara í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Það sé ólík­legt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn muni gefa eftir varð­andi skatt­lagn­ingu á efn­að­asta fólkið í land­inu. Mjög sjald­gæft sé að svo ólíkir flokkar eins og Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur geti unnið sam­an. Þetta kemur fram í við­tali við Katrínu í Frétta­tím­anum í dag.

Þar seg­ist hún ekki vita hvað taki við í stjórn­ar­myndun nú. „Það kemur margt til greina, minni­hluta­stjórn, jafn­vel þjóð­stjórn og ég úti­loka alls ekki að við þurfum að kjósa fyrr. Það eru átaka­tímar og þetta er mikil próf­raun fyrir þing­ræð­ið.“

Guðni Th. Jóhann­es­son sé að reka á eftir stjórn­mála­leið­tog­unum enda sé það hans hlut­verk. „En ég held að við ættum ekki að missa kúlið þótt ein­hverjir gamlir skar­far séu að halda því fram að þetta hafi vana­lega tekið einn sól­ar­hring þegar þeir voru og hétu. Það eru mörg lönd í Evr­ópu sem hafa gengið í gegnum langar og erf­iðar stjórn­ar­kreppur en að lokum hafa hlut­irnir bless­ast. Við erum ekki komin hálfa leið­ina þangað þótt við tökum okkur aðeins lengri tíma í að hugsa næstu leik­i.“

Auglýsing

Katrín segir að það sé ein­kenni­legt að enn séu að störfum þrír ráð­herrar sem séu dottnir út af Alþingi svona löngu eftir að kosn­ingum lauk, en kosið var 29. októ­ber. Nauð­syn­legt er að það sjá­ist til lands varð­andi stjórn­ar­myndun um ára­mót, að minnsta kosti áður en Sig­urður Ingi Jóhanns­son flytur ára­móta­ávarp for­sæt­is­ráð­herra.

Ný könnun á fylgi flokk­anna, sem frétta­stofa 365 birtir í dag, sýnir litlar breyt­ingar á fylgi flokk­anna frá því í kosn­ing­unum í októ­ber. Fjöldi þing­manna hvers flokks myndi breyt­ast aðeins, t.d. myndi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fá 23 en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sex. Staða síð­ustu rík­is­stjórn­ar­flokka við stjórn­ar­myndun yrði því enn sú sama. Sömu sögu er að segja af þeim fimm flokkum sem reyndu að mynda rík­is­stjórn frá miðju til vinstri. Flokk­arnir sem hefðu myndað hana væru enn með 34 þing­menn ef kosið yrði í dag. Eina stjórn­ar­mynstrið sem hefur verið reynt sem myndi bæta við sig þing­mönnum er sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. Það myndi hafa 35 þing­menn en hefur 32 nú. Sú styrk­ing er til­komið vegna þess að Björt fram­tíð og Sjálf­stæð­is­flokkur myndu bæta við sig fjórum þing­mönnum en Við­reisn myndi tapa ein­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None