Verja 100 milljónum úr ríkissjóði til að halda uppi verði á innanlandsmarkaði

kind
Auglýsing

Í frum­varpi til fjár­auka­laga, sem dreift var á Alþingi í gær­kvöldi, er lagt til að 100 millj­ónum króna við­bót­ar­fram­lagi verði veitt úr rík­is­sjóði til „Mat­væla­lands­ins Íslands“, verk­efnis sem er ætlað að „treysta orð­spor og móta ímynd Íslands sem upp­runa­lands hreinna og heil­næmra mat­væla og auka með því móti gjald­eyr­is­tekjur þjóð­ar­inn­ar.“

Ástæða við­bót­ar­fram­lags­ins, sem er lagt til af atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, er sú að gera verk­efn­inu kleift að standa fyrir sér­stöku mark­aðsátaki á erlendum mörk­uðum sauð­fjár­af­urða vegna fyr­ir­sjá­an­legrar birgða­aukn­ingar inn­an­lands. Í frum­varp­inu seg­ir: „Mik­ill tap­rekstur er á sölu sauð­fjár­af­urða og þrátt fyrir lækkun á verði slát­ur­leyf­is­hafa til bænda fyrir sauð­fjár­af­urðir er frek­ari aðgerða þörf. Mark­aðs­ráð kinda­kjöts, sem er sam­starfs­vett­vangur bænda og slát­ur­leyf­is­hafa, hefur unnið mark­visst að því að finna nýja mark­aði erlend­is, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í veg fyrir upp­nám og almenna verð­fell­ingu á kjöti á inn­lendum mark­aði seinnipart vetrar og/eða næsta haust.“

Því er ljóst að skatt­greið­endur eiga að borga 100 millj­ónir króna úr sam­eig­in­legum sjóðum sínum til að halda uppi hærri verði á kinda­kjöti á inn­an­lands­mark­aði. Í frum­varp­inu er til­tekið að þessi afsetn­ing á offram­leiddu kinda­kjöti sé hugsuð sem skamm­tíma­lausn, en að jafn­framt sé „verið að byggja á lang­tíma áætl­unum í sölu á kinda­kjöti bæði inn­an­lands og erlend­is.“

Auglýsing

Fram­leiðslan þegar nið­ur­greidd um fimm millj­arða

Sauð­fjár­rækt nýtur nú þegar umtals­verðs stuðn­ings úr rík­is­sjóði. Á fjár­lögum árs­ins 2017 er gert ráð fyrir að nið­ur­greiðsla á sauð­fjár­fram­leiðslu nemi tæpum fimm millj­örðum króna. Auk þess festa nýgerðir búvöru­samn­ing­ar, sem gilda til tíu ára, í sessi mjög háa toll­vernd á kinda­kjöti.

Nú þegar er umtals­verður hluti af sauð­fjár­fram­leiðslu á Íslandi fluttur út og með því eru íslenskir skatt­greið­endur í raun að nið­­ur­greiða kjöt ofan í erlenda neyt­end­­ur. Í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku var greint frá því að verð fyrir sauð­fjár­af­urðir á erlendum mörk­uðum hefði hrunið vegna styrk­ingu krón­unnar og lok­unar mark­aða. Þar kom fram að nokkuð ljóst væri að verið sé að greiða með útflutn­ingi á kjöt­inu.

Auk þess hefur neysla Íslend­inga á kinda­kjöti dreg­ist gríð­­ar­­lega sam­an á und­an­förnum ára­tug­um. Árið 1983 borð­uðu Íslend­ingar 45,3 kíló hver af kinda­kjöti á ári. Í fyrra var sú tala komin í 19,5 kíló. Á sama tíma hefur neysla á kjúklingi og svína­kjöti auk­ist veru­­lega.

Segja bændur taka á sig 600 millj­ónir vegna þreng­inga

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, for­maður mark­aðs­ráðs kinda­kjöts, sendi frá sér til­kynn­ingu í dag vegna máls­ins. Þar segir að til­gangur hins sér­staka fram­lags rík­is­sjóðs sé að „vernda störf út um landið og koma í veg fyrir alvar­lega byggða­rösk­un. Mark­aðs­ráð Kinda­kjöts kemur að verk­efn­inu til að tryggja að féð nýt­ist í áfram­hald­andi mark­aðs­setn­ingu á erlendum mörk­uð­u­m.“ Íslenskur land­bún­aður velti um 70 millj­örðum króna árr­lega og skapi tíu til tólf þús­und bein og óbein störf um land allt. 

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að mikil styrk­ing krón­unnar hafi valdið þreng­ingum hjá öllum útflutn­ings­greinum á Íslandi. „ Þá hefur við­skipta­deila Vest­ur­veld­anna og Rúss­lands leitt til verð­lækk­unar á mörk­uðum fyrir ýmsar land­bún­að­ar­af­urðir í Evr­ópu. Flest bendir til þess að þetta sé tíma­bundin nið­ur­sveifla. Verð á kinda­kjöti á heims­mark­aði hefur lækkað und­an­farna mán­uði en virð­ist nú vera á upp­leið.[...]Íslenskir sauð­fjár­bændur tóku á sig um 600 millj­óna kr. tekju­skerð­ingu í haust vegna ástands­ins á heims­mark­aði. Rétt er að hafa í huga að bændur hafa þegar lagt út fyrir nán­ast öllum fram­leiðslu­kostn­aði og innt af hendi nán­ast alla þá vinnu sem til þarf. Engin opin­ber verð­lagn­ing er í sauð­fjár­rækt á Íslandi. Kvóta­kerfi var afnumið 1995 og útflutn­ings­bætur aflag­aðar 1992.“

Þór­ar­inn segir að sala á íslensku lamba­kjöti hafi gengið ágæt­lega inn­an­lands og erlendis þar sem afurð­irnar eru sér­stak­lega merktar sem íslensk­ar. „Þar sem verið er að selja kjöt eða aðrar afurðir án upp­runa­teng­ingar inn á heims­mark­aði er verðið hins vegar sveiflu­kennd­ara. Það er nokkuð algengt að þjóðir grípi til aðgerða ef hætta á er á hruni í ein­staka grein­um, gjald­þrotum afurða­stöðva, atvinnu­leysi eða byggða­röskun vegna slíkra tíma­bund­inna sveiflna.“

Fréttin var upp­færð klukkan 13:27 eftir að til­kynn­ing for­manns mark­aðs­ráðs kinda­kjöts barst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None