Prófkjörsbarátta kostaði átta frambjóðendur meira en milljón

Jón Gunnarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason vörðu öll yfir milljón í sín framboð. Þau eru nú öll á þingi.
Jón Gunnarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason vörðu öll yfir milljón í sín framboð. Þau eru nú öll á þingi.
Auglýsing

14 fram­bjóð­endur í próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafa skilað útdráttum úr upp­gjörum vegna próf­kjar­anna til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Fram­boð þeirra kost­uðu sam­an­lagt yfir 21 milljón króna, og átta fram­bjóð­endur vörðu meira en milljón króna. 

69 fram­bjóð­endur í próf­kjörum Pírata hafa skilað yfir­lýs­ingu um að þeir hafi varið innan við 400 þús­undum króna í sín fram­boð. Fjórir fram­bjóð­endur Sam­fylk­ing­ar­innar hafa skilað slíkri yfir­lýs­ing­u. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir náði einna glæstasta árangrinum í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík. Hún fékk fram­lög upp á rúm­lega 3,3 millj­ónir króna og varði rúm­lega 2,9 millj­ónum í fram­boð­ið. Hún fékk fjár­fram­lög frá 27 ein­stak­ling­um, sem gáfu henni sam­tals 1,8 millj­ónir króna, auk þess sem hún fékk 400 þús­und krónur frá einum ein­stak­lingi, Elsu Pét­urs­dótt­ur. Áslaug fékk fram­lög frá sex fyr­ir­tækjum upp á tæpa millj­ón, en fyr­ir­tækin voru Steiboch-­þjón­ust­an, Gravits slf, fast­eigna­fé­lagið Hýsill, Akt­is, Skipa­miðl­ar­inn og Invest­is. 

Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son er í odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík norð­ur. Fram­boð hans kost­aði tæp­lega 2,9 millj­ónir króna, en sjálfur reiddi hann fram 949 þús­und krón­ur. Hann fékk fjár­fram­lög frá þremur ein­stak­lingum upp á 250 þús­und krónur og 1,65 millj­ónir króna frá ell­efu fyr­ir­tækj­u­m. 

Ásmundur Frið­riks­son lenti í öðru sæti í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi. Hann fékk fram­lög upp á tæp­lega 2,7 millj­ónir króna og fram­boð hans kost­aði nán­ast nákvæm­lega það mik­ið. Hann fékk fjár­fram­lög frá sex ein­stak­lingum upp á 265 þús­und krónur og svo 2,675 millj­ónir frá 31 fyr­ir­tæki. 

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra og odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi, var felld í próf­kjör­inu þar og end­aði í fjórða sæti, sem hún þáði ekki. Hún varði tæpum tveimur millj­ónum króna í fram­boð sitt, fékk 585 þús­und sam­tals frá fimm ein­stak­lingum og 1,4 millj­ónir frá þrettán fyr­ir­tækjum og lög­að­il­u­m. 

Óli Björn Kára­son lenti í fjórða sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Fram­boð hans kost­aði 1,5 millj­ónir króna. 600 þús­und komu frá þremur fyr­ir­tækj­um, 30 þús­und frá tveimur ein­stak­lingum og stærstan hluta, 913 þús­und krón­ur, komu frá honum sjálf­um. 

Sig­ríður And­er­sen lenti í fimmta sæti í sam­eig­in­lega próf­kjör­inu í Reykja­vík. Hennar fram­boð kost­aði 1,55 millj­ónir króna. Hún til­tekur ekki hversu margir ein­stak­lingar gáfu henni fram­lög, en þau námu 693 þús­und krón­um. Fjögur fyr­ir­tæki gáfu henni sam­tals 850 þús­und krón­ur, og hún sjálf lagði fram tæp­lega 11 þús­und krón­ur. 

Jón Gunn­ars­son lenti í þriðja sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og fram­boð hans kost­aði 1,375 millj­ónir króna. Eigin fram­lög hans námu 75 þús­und krón­um, hann fékk engin fram­lög frá ein­stak­lingum en 1,3 millj­ónir króna frá sex fyr­ir­tækjum og lög­að­il­u­m. 

Hildur Sverr­is­dóttir er fyrsti vara­þing­maður flokks­ins í Reykja­vík suð­ur, en hún lenti í sjö­unda sæti í sam­eig­in­lega próf­kjör­inu í borg­inni. Fram­boð hennar kost­aði 1,2 millj­ónir króna en hún fékk um hund­rað þús­und krónum hærri fram­lög. Sjálf lagði hún fram 300 þús­und krónur og fékk 306 þús­und frá níu ein­stak­ling­um. Hún fékk 700 þús­und frá fimm fyr­ir­tækj­u­m. 

Teitur Björn Ein­ars­son lenti í þriðja sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, og fram­boð hans kost­aði 984 þús­und krón­ur. Tólf ein­stak­lingar gáfu honum 134 þús­und krónur og fjögur fyr­ir­tæki sam­tals 850 þús­und krón­ur. 

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir lenti í öðru sæti í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, og hennar fram­boð kost­aði 914 þús­und krón­ur. Hún fékk 264 þús­und krónur frá 17 ein­stak­lingum og 650 þús­und krónur frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Bryn­dís Har­alds­dóttir lenti í fimmta sæti í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi en var færð upp í annað sæt­ið. Hún fékk fram­lög upp á 910 þús­und krónur og fram­boð hennar kost­aði jafn­mik­ið. Hún lagði sjálf fram 130 þús­und krón­ur, fékk 380 þús­und krónur frá fjórum ein­stak­lingum og 400 þús­und krónur frá þremur fyr­ir­tækj­u­m. 

Elín Hirst hlaut ekki braut­ar­gengi í próf­kjör­inu í Suð­vest­ur­kjör­dæmi þrátt fyrir að hafa setið á þingi á síð­asta kjör­tíma­bili. Fram­boð hennar kost­aði 979 þús­und krón­ur, þar af lagði hún sjálf fram tæp­lega 300 þús­und krón­ur. Hún fékk fram­lag frá einum ein­stak­lingi upp á 50 þús­und krónur og 630 þús­und frá níu fyr­ir­tækjum og lög­að­il­u­m. 

Vil­hjálmur Árna­son lenti í þriðja sæti í Suð­ur­kjör­dæmi og fram­boð hans kost­aði 850 þús­und. Hann fékk 230 þús­und krónur frá þremur ein­stak­lingum og 620 þús­und krónur frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Karen Elísa­bet Hall­dórs­dóttir lenti í sjötta sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi en fram­boð hennar kost­aði 780 þús­und krón­ur. Fram­lögin komu öll frá sex fyr­ir­tækj­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Sigurgeir Finnsson
Gulur, gylltur, grænn og brons: Opinn aðgangur og flókið litróf birtinga
Kjarninn 23. október 2020
Rut Einarsdóttir
#ENDsars uppreisn gegn lögregluofbeldi í Nígeríu: Ákall fyrir alþjóðlegan stuðning
Kjarninn 23. október 2020
Sema Erla Serdar
Um lögregluna og haturstákn
Kjarninn 23. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra
Ísland tekið af gráa listanum
Ísland hefur verið fjarlægt af gráum lista FATF vegna úrbóta sem ráðist hefur verið í í vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Kjarninn 23. október 2020
Ártúnshöfði og Elliðaárvogur verða í forgangi þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavíkurborg fram til ársins 2030.
Svipað margar íbúðir verði á Ártúnshöfða og eru í öllum Grafarvogi í dag
Gert er ráð fyrir því að á Ártúnshöfða verði árið 2040 svipað margar íbúðir og eru í öllum Grafarvogi í dag. Búist er við því að þrjú skólahverfi verði á Höfðanum, samkvæmt uppfærðu aðalskipulagi borgarinnar til 2040 sem er komið í kynningu.
Kjarninn 23. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Verðlaus iPhone og snjallari snjallhátalarar
Kjarninn 23. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None