Prófkjörsbarátta kostaði átta frambjóðendur meira en milljón

Jón Gunnarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason vörðu öll yfir milljón í sín framboð. Þau eru nú öll á þingi.
Jón Gunnarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason vörðu öll yfir milljón í sín framboð. Þau eru nú öll á þingi.
Auglýsing

14 frambjóðendur í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins hafa skilað útdráttum úr uppgjörum vegna prófkjaranna til Ríkisendurskoðunar. Framboð þeirra kostuðu samanlagt yfir 21 milljón króna, og átta frambjóðendur vörðu meira en milljón króna. 

69 frambjóðendur í prófkjörum Pírata hafa skilað yfirlýsingu um að þeir hafi varið innan við 400 þúsundum króna í sín framboð. Fjórir frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa skilað slíkri yfirlýsingu. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir náði einna glæstasta árangrinum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún fékk framlög upp á rúmlega 3,3 milljónir króna og varði rúmlega 2,9 milljónum í framboðið. Hún fékk fjárframlög frá 27 einstaklingum, sem gáfu henni samtals 1,8 milljónir króna, auk þess sem hún fékk 400 þúsund krónur frá einum einstaklingi, Elsu Pétursdóttur. Áslaug fékk framlög frá sex fyrirtækjum upp á tæpa milljón, en fyrirtækin voru Steiboch-þjónustan, Gravits slf, fasteignafélagið Hýsill, Aktis, Skipamiðlarinn og Investis. 

Auglýsing

Guðlaugur Þór Þórðarson er í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Framboð hans kostaði tæplega 2,9 milljónir króna, en sjálfur reiddi hann fram 949 þúsund krónur. Hann fékk fjárframlög frá þremur einstaklingum upp á 250 þúsund krónur og 1,65 milljónir króna frá ellefu fyrirtækjum. 

Ásmundur Friðriksson lenti í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann fékk framlög upp á tæplega 2,7 milljónir króna og framboð hans kostaði nánast nákvæmlega það mikið. Hann fékk fjárframlög frá sex einstaklingum upp á 265 þúsund krónur og svo 2,675 milljónir frá 31 fyrirtæki. 

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var felld í prófkjörinu þar og endaði í fjórða sæti, sem hún þáði ekki. Hún varði tæpum tveimur milljónum króna í framboð sitt, fékk 585 þúsund samtals frá fimm einstaklingum og 1,4 milljónir frá þrettán fyrirtækjum og lögaðilum. 

Óli Björn Kárason lenti í fjórða sæti í Suðvesturkjördæmi. Framboð hans kostaði 1,5 milljónir króna. 600 þúsund komu frá þremur fyrirtækjum, 30 þúsund frá tveimur einstaklingum og stærstan hluta, 913 þúsund krónur, komu frá honum sjálfum. 

Sigríður Andersen lenti í fimmta sæti í sameiginlega prófkjörinu í Reykjavík. Hennar framboð kostaði 1,55 milljónir króna. Hún tiltekur ekki hversu margir einstaklingar gáfu henni framlög, en þau námu 693 þúsund krónum. Fjögur fyrirtæki gáfu henni samtals 850 þúsund krónur, og hún sjálf lagði fram tæplega 11 þúsund krónur. 

Jón Gunnarsson lenti í þriðja sæti í Suðvesturkjördæmi og framboð hans kostaði 1,375 milljónir króna. Eigin framlög hans námu 75 þúsund krónum, hann fékk engin framlög frá einstaklingum en 1,3 milljónir króna frá sex fyrirtækjum og lögaðilum. 

Hildur Sverrisdóttir er fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavík suður, en hún lenti í sjöunda sæti í sameiginlega prófkjörinu í borginni. Framboð hennar kostaði 1,2 milljónir króna en hún fékk um hundrað þúsund krónum hærri framlög. Sjálf lagði hún fram 300 þúsund krónur og fékk 306 þúsund frá níu einstaklingum. Hún fékk 700 þúsund frá fimm fyrirtækjum. 

Teitur Björn Einarsson lenti í þriðja sæti í Norðvesturkjördæmi, og framboð hans kostaði 984 þúsund krónur. Tólf einstaklingar gáfu honum 134 þúsund krónur og fjögur fyrirtæki samtals 850 þúsund krónur. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir lenti í öðru sæti í Norðvesturkjördæmi, og hennar framboð kostaði 914 þúsund krónur. Hún fékk 264 þúsund krónur frá 17 einstaklingum og 650 þúsund krónur frá sex fyrirtækjum. 

Bryndís Haraldsdóttir lenti í fimmta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi en var færð upp í annað sætið. Hún fékk framlög upp á 910 þúsund krónur og framboð hennar kostaði jafnmikið. Hún lagði sjálf fram 130 þúsund krónur, fékk 380 þúsund krónur frá fjórum einstaklingum og 400 þúsund krónur frá þremur fyrirtækjum. 

Elín Hirst hlaut ekki brautargengi í prófkjörinu í Suðvesturkjördæmi þrátt fyrir að hafa setið á þingi á síðasta kjörtímabili. Framboð hennar kostaði 979 þúsund krónur, þar af lagði hún sjálf fram tæplega 300 þúsund krónur. Hún fékk framlag frá einum einstaklingi upp á 50 þúsund krónur og 630 þúsund frá níu fyrirtækjum og lögaðilum. 

Vilhjálmur Árnason lenti í þriðja sæti í Suðurkjördæmi og framboð hans kostaði 850 þúsund. Hann fékk 230 þúsund krónur frá þremur einstaklingum og 620 þúsund krónur frá sex fyrirtækjum. 

Karen Elísabet Halldórsdóttir lenti í sjötta sæti í Suðvesturkjördæmi en framboð hennar kostaði 780 þúsund krónur. Framlögin komu öll frá sex fyrirtækjum. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None