H&M kemur í stað Hagkaupsverslunnar á annarri hæð í Kringlunni

HM
Auglýsing

Ný H&M verslun verður opnuð í 2.600 fermetra verslunarrými á annarri hæð í norðurlenda Kringlunnar seinni hluta árs 2017. Sem stendur er rekin Hagkaupsverslun í rýminu. Hagkaup hefur um áratugaskeið rekið tvær verslanir, á fyrstu og annarri hæð í norðurenda verslunarmiðstöðvarinnar, en Hagar, eigandi Hagkaups, hafa nú skrifað undir nýjan leigusamning um að opna eina nýja verslun á einni hæð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reitum, eiganda Kringlunnar. Þar segir einnig að samningar séu á lokastigi við alþjóðlegt fatamerki um að reka 1.000 fermetra verslun við hlið H&M á annarri hæðinni. 

Áður hefur verið greint frá því að H&M muni opna verslanir í Smára­lind og í miðbæ Reykja­vík­­ur (á Hafn­­ar­­torg­i). Versl­an­irn­ar munu opna á ár­un­um 2017 og 2018. Því verða verslanir H&M á Íslandi þrjár í nánustu framtíð. 

Þrátt fyrir að H&M, sem er ein stærsta fata­versl­un­ar­keðja heims­ins, hafi aldrei rekið verslun hér á landi, þá hafa rann­sóknir sýnt að mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tæk­is­ins í fatainn­kaupum Íslend­inga er mikil og stöðug. 

Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði um stöð­una eins og hún birt­ist hjá not­endum heim­il­is­fjár­mála­hug­bún­að­ar­ins Meniga, fyrir árið 2013. Tæp 37 pró­sent not­enda Meniga versl­aði í H&M. Tekju­hærri hópar versla mun oftar en þeir tekju­lægri. Þannig versl­uðu 26 pró­sent tekju­lægsta hóps­ins í H&M í sam­an­­burði við 47 pró­sent þeirra tekju­hæstu.

Lít­ill sem eng­inn munur var á með­­al­­upp­­hæð sem keypt var fyrir í hvert sinn eftir tekju­hóp­um, en hún var rúmar 15 þús­und krón­ur. Sama má segja um heild­­ar­­upp­­hæð sem þeir vörðu í H&M á árinu 2013, en hún nam að með­­al­tali 32 þús­und krón­um.

Sé litið til heild­ar­innar þá var mark­aðs­hlut­deild H&M 22 pró­sent í fatainn­kaupum Íslend­inga, þrátt fyrir að engin verslun hafi til þess verið stað­sett á land­inu. Lík­legt verður að telj­ast að inn­reið H&M hingað til lands geti haft veru­leg áhrif á verslun hér á landi, sé mið tekið af þessum töl­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None