H&M kemur í stað Hagkaupsverslunnar á annarri hæð í Kringlunni

HM
Auglýsing

Ný H&M verslun verður opnuð í 2.600 fer­metra versl­un­ar­rými á annarri hæð í norð­ur­lenda Kringl­unnar seinni hluta árs 2017. Sem stendur er rekin Hag­kaups­verslun í rým­inu. Hag­kaup hefur um ára­tuga­skeið rekið tvær versl­an­ir, á fyrstu og annarri hæð í norð­ur­enda versl­un­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar, en Hag­ar, eig­andi Hag­kaups, hafa nú skrifað undir nýjan leigu­samn­ing um að opna eina nýja verslun á einni hæð. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Reit­um, eig­anda Kringl­unn­ar. Þar segir einnig að samn­ingar séu á loka­stigi við alþjóð­legt fata­merki um að reka 1.000 fer­metra verslun við hlið H&M á annarri hæð­inn­i. 

Áður hefur verið greint frá því að H&M muni opna versl­anir í Smára­lind og í miðbæ Reykja­vík­­­ur (á Hafn­­­ar­­­torg­i). Versl­an­irn­ar munu opna á ár­un­um 2017 og 2018. Því verða versl­anir H&M á Íslandi þrjár í nán­ustu fram­tíð. 

Þrátt fyrir að H&M, sem er ein stærsta fata­versl­un­­ar­keðja heims­ins, hafi aldrei rekið verslun hér á landi, þá hafa rann­­sóknir sýnt að mark­aðs­hlut­­deild fyr­ir­tæk­is­ins í fata­inn­­kaupum Íslend­inga er mikil og stöðug. 

Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði um stöð­una eins og hún birt­ist hjá not­endum heim­il­is­fjár­­­mála­hug­­bún­­að­­ar­ins Meniga, fyrir árið 2013. Tæp 37 pró­­sent not­enda Meniga versl­aði í H&M. Tekju­hærri hópar versla mun oftar en þeir tekju­lægri. Þannig versl­uðu 26 pró­­sent tekju­lægsta hóps­ins í H&M í sam­an­­­burði við 47 pró­­sent þeirra tekju­hæstu.

Lít­ill sem eng­inn munur var á með­­­al­­­upp­­­hæð sem keypt var fyrir í hvert sinn eftir tekju­hóp­um, en hún var rúmar 15 þús­und krón­­ur. Sama má segja um heild­­­ar­­­upp­­­hæð sem þeir vörðu í H&M á árinu 2013, en hún nam að með­­­al­tali 32 þús­und krón­­um.

Sé litið til heild­­ar­innar þá var mark­aðs­hlut­­deild H&M 22 pró­­sent í fata­inn­­kaupum Íslend­inga, þrátt fyrir að engin verslun hafi til þess verið stað­­sett á land­inu. Lík­­­legt verður að telj­­ast að inn­­reið H&M hingað til lands geti haft veru­­leg áhrif á verslun hér á landi, sé mið tekið af þessum töl­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None