Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali við RÚV

7DM_6186.JPG
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður hans, brást illa við þegar frétta­maður RÚV spurði hann um ástæður þess að hann hafi ekki mætt í vinn­una það sem af er þingi, en Sig­mundur Davíð er eini þing­maður lands­ins sem hefur ekki mætt á þing­fundi á þessu kjör­tíma­bili. Hann ásak­aði RÚV og frétta­mann­inn um að vera með reiði í sinn garð, sleit svo við­tal­inu og gekk í burt­u. Við­talið hefur nú verið birt í heild sinni á vef RÚV.

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, frétta­maður RÚV á Akur­eyri, tók við­tal við Sig­mund Davíð í gær á hátíð sem haldin var vegna 100 ára afmæli flokks­ins. Á sama tíma fór fram afmæl­is­há­tíð í Þjóð­leik­hús­inu þar sem flestir þing­manna og for­ystu­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins voru sam­an­komn­ir. Í gær­kvöldi birti RÚV hluta við­tals­ins þar sem sem Sig­mundur Davíð svar­aði flestum spurn­ingum um stöð­una sem upp er komin í Fram­sókn­ar­flokknum – en miklir sam­starfsörðu­leikar eru milli hans og for­ystu flokks­ins – með því að segja að RÚV bæri mesta ábyrgð á þeim flokksá­tökum sem ættu sér stað. 

Nú hefur RÚV birt allt við­talið á vef sín­um. Þar var Sig­mundur Davíð einnig spurður út í fjar­veru sína úr vinnu, en Sig­mundur Davíð hefur ekki mætt í þing­sal til þing­starfa það sem af er kjör­tíma­bili. Hann er eini þing­mað­ur­inn sem hefur ekki gert það. Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, mætti við þing­setn­ingu en kall­aði svo inn vara­mann fyrir sig vegna veik­inda.

Auglýsing

Aðspurður um af hverju hann hefur ekki mætt í vinn­una gerði Sig­mundur Davíð athuga­semd við nálgun frétta­manns RÚV á við­talið við hann. Þegar frétta­maður sagði að sér þætti það eðli­leg spurn­ing að spyrja í ljósi þess að hann hefði ekk­ert mætt í vinn­una. „Þá get­urðu beðið mig um við­tal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um við­tal um afmæli flokks­ins og kemur með svona útúr­snún­inga eins og þetta.“ Í hádeg­is­fréttum RÚV var tekið fram að aldrei hafi samið um að ein­ungis yrði spurt út í 100 ára afmæli flokks­ins í við­tal­inu. Sig­mundur Davíð félst lokst á að svara spurn­ing­unni ef hún yrði umorð­uð. 

Þá sagð­ist hann hafa fylgst vel með þing­fundum og gangi mála á þeim, eins og aðrir þing­menn. Þegar frétta­maður RÚV benti á að aðrir þing­menn hefðu mætt í þing­sal svar­aði hann: „Voða­leg reiði er þetta í Rík­is­út­varp­inu og sér­stak­lega þér í minn garð.Ég hef fylgst með umræðum í þing­inu og stör­f­unum þar eins og aðrir þing­menn. Segjum þetta gott.“ Í kjöl­farið sleit hann við­tal­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None