Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali við RÚV

7DM_6186.JPG
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður hans, brást illa við þegar frétta­maður RÚV spurði hann um ástæður þess að hann hafi ekki mætt í vinn­una það sem af er þingi, en Sig­mundur Davíð er eini þing­maður lands­ins sem hefur ekki mætt á þing­fundi á þessu kjör­tíma­bili. Hann ásak­aði RÚV og frétta­mann­inn um að vera með reiði í sinn garð, sleit svo við­tal­inu og gekk í burt­u. Við­talið hefur nú verið birt í heild sinni á vef RÚV.

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, frétta­maður RÚV á Akur­eyri, tók við­tal við Sig­mund Davíð í gær á hátíð sem haldin var vegna 100 ára afmæli flokks­ins. Á sama tíma fór fram afmæl­is­há­tíð í Þjóð­leik­hús­inu þar sem flestir þing­manna og for­ystu­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins voru sam­an­komn­ir. Í gær­kvöldi birti RÚV hluta við­tals­ins þar sem sem Sig­mundur Davíð svar­aði flestum spurn­ingum um stöð­una sem upp er komin í Fram­sókn­ar­flokknum – en miklir sam­starfsörðu­leikar eru milli hans og for­ystu flokks­ins – með því að segja að RÚV bæri mesta ábyrgð á þeim flokksá­tökum sem ættu sér stað. 

Nú hefur RÚV birt allt við­talið á vef sín­um. Þar var Sig­mundur Davíð einnig spurður út í fjar­veru sína úr vinnu, en Sig­mundur Davíð hefur ekki mætt í þing­sal til þing­starfa það sem af er kjör­tíma­bili. Hann er eini þing­mað­ur­inn sem hefur ekki gert það. Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, mætti við þing­setn­ingu en kall­aði svo inn vara­mann fyrir sig vegna veik­inda.

Auglýsing

Aðspurður um af hverju hann hefur ekki mætt í vinn­una gerði Sig­mundur Davíð athuga­semd við nálgun frétta­manns RÚV á við­talið við hann. Þegar frétta­maður sagði að sér þætti það eðli­leg spurn­ing að spyrja í ljósi þess að hann hefði ekk­ert mætt í vinn­una. „Þá get­urðu beðið mig um við­tal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um við­tal um afmæli flokks­ins og kemur með svona útúr­snún­inga eins og þetta.“ Í hádeg­is­fréttum RÚV var tekið fram að aldrei hafi samið um að ein­ungis yrði spurt út í 100 ára afmæli flokks­ins í við­tal­inu. Sig­mundur Davíð félst lokst á að svara spurn­ing­unni ef hún yrði umorð­uð. 

Þá sagð­ist hann hafa fylgst vel með þing­fundum og gangi mála á þeim, eins og aðrir þing­menn. Þegar frétta­maður RÚV benti á að aðrir þing­menn hefðu mætt í þing­sal svar­aði hann: „Voða­leg reiði er þetta í Rík­is­út­varp­inu og sér­stak­lega þér í minn garð.Ég hef fylgst með umræðum í þing­inu og stör­f­unum þar eins og aðrir þing­menn. Segjum þetta gott.“ Í kjöl­farið sleit hann við­tal­inu.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None