Sigmundur Davíð gekk út úr viðtali við RÚV

7DM_6186.JPG
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður hans, brást illa við þegar frétta­maður RÚV spurði hann um ástæður þess að hann hafi ekki mætt í vinn­una það sem af er þingi, en Sig­mundur Davíð er eini þing­maður lands­ins sem hefur ekki mætt á þing­fundi á þessu kjör­tíma­bili. Hann ásak­aði RÚV og frétta­mann­inn um að vera með reiði í sinn garð, sleit svo við­tal­inu og gekk í burt­u. Við­talið hefur nú verið birt í heild sinni á vef RÚV.

Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, frétta­maður RÚV á Akur­eyri, tók við­tal við Sig­mund Davíð í gær á hátíð sem haldin var vegna 100 ára afmæli flokks­ins. Á sama tíma fór fram afmæl­is­há­tíð í Þjóð­leik­hús­inu þar sem flestir þing­manna og for­ystu­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins voru sam­an­komn­ir. Í gær­kvöldi birti RÚV hluta við­tals­ins þar sem sem Sig­mundur Davíð svar­aði flestum spurn­ingum um stöð­una sem upp er komin í Fram­sókn­ar­flokknum – en miklir sam­starfsörðu­leikar eru milli hans og for­ystu flokks­ins – með því að segja að RÚV bæri mesta ábyrgð á þeim flokksá­tökum sem ættu sér stað. 

Nú hefur RÚV birt allt við­talið á vef sín­um. Þar var Sig­mundur Davíð einnig spurður út í fjar­veru sína úr vinnu, en Sig­mundur Davíð hefur ekki mætt í þing­sal til þing­starfa það sem af er kjör­tíma­bili. Hann er eini þing­mað­ur­inn sem hefur ekki gert það. Ólöf Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, mætti við þing­setn­ingu en kall­aði svo inn vara­mann fyrir sig vegna veik­inda.

Auglýsing

Aðspurður um af hverju hann hefur ekki mætt í vinn­una gerði Sig­mundur Davíð athuga­semd við nálgun frétta­manns RÚV á við­talið við hann. Þegar frétta­maður sagði að sér þætti það eðli­leg spurn­ing að spyrja í ljósi þess að hann hefði ekk­ert mætt í vinn­una. „Þá get­urðu beðið mig um við­tal um það. Þú kemur ekki hingað og biður mig um við­tal um afmæli flokks­ins og kemur með svona útúr­snún­inga eins og þetta.“ Í hádeg­is­fréttum RÚV var tekið fram að aldrei hafi samið um að ein­ungis yrði spurt út í 100 ára afmæli flokks­ins í við­tal­inu. Sig­mundur Davíð félst lokst á að svara spurn­ing­unni ef hún yrði umorð­uð. 

Þá sagð­ist hann hafa fylgst vel með þing­fundum og gangi mála á þeim, eins og aðrir þing­menn. Þegar frétta­maður RÚV benti á að aðrir þing­menn hefðu mætt í þing­sal svar­aði hann: „Voða­leg reiði er þetta í Rík­is­út­varp­inu og sér­stak­lega þér í minn garð.Ég hef fylgst með umræðum í þing­inu og stör­f­unum þar eins og aðrir þing­menn. Segjum þetta gott.“ Í kjöl­farið sleit hann við­tal­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjúkrunarfræðingar fá áfram greiðslur sem þeir áttu að missa um síðustu mánaðarmót
Vaktaálagsaukinn sem leggst ofan á laun hjúkrunarfræðinga, en var aflagður um nýliðin mánaðarmót með þeim afleiðingum að laun þeirra lækkuðu umtalsvert, hefur verið framlengdur.
Kjarninn 3. apríl 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 33. þáttur: Harmdauði
Kjarninn 3. apríl 2020
Ólöf Ýrr Atladóttir
VIðspyrna ferðaþjónustunnar á erfiðum tíma
Kjarninn 3. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Um 75 þúsund Íslendingar náð í smitrakningarappið
Á miðnætti höfðu yfir fimmtíu þúsund manns hér á landi náð í smitrakningarappið, Rakning C-19. Í hádeginu höfðu 75 þúsund hlaðið appinu niður í símann sinn.
Kjarninn 3. apríl 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
Gleðifréttir: Fyrsti sjúklingurinn sem var í öndunarvél á gjörgæslu útskrifaður
Núna liggja 45 á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. Ellefu eru á gjörgæslu Landspítalans og einn á Akureyri. Á Landspítalanum eru átta í öndunarvél og einn á Akureyri.
Kjarninn 3. apríl 2020
Samkomubann framlengt til 4. maí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja samkomubann til 4. maí að tillögu sóttvarnalæknis. Það veldur áhyggjum hversu margir hafa veikst alvarlega af COVID-19 hér á landi.
Kjarninn 3. apríl 2020
Dagur Hjartarson
Andað á ofurlaunum
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira en 300 Íslendingar hafa náð sér af COVID-19
Staðfest ný smit í gær voru 45. Nú liggja 44 sjúklingar á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sjúkdómsins, þar af tólf á gjörgæslu.
Kjarninn 3. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None