Innflutningsbann á fersku kjöti fer fyrir EFTA dómstólinn

Mjólk
Auglýsing

ESA, eft­ir­lits­stofnun EFTA, hefur ákveðið að vísa tveimur málum gegn Íslandi til EFTA dóm­stóls­ins. Málin varða inn­flutn­ings­tak­mark­anir á ferskum kjöt­vörum og vörum úr eggjum og mjólk frá öðrum EES ríkjum til Íslands. 

ESA segir að inn­flutn­ings­tak­mark­anir á Íslandi leiði af sér ónauð­syn­legar og ástæðu­lausar við­skipta­hindr­an­ir. „Þetta snýr að aðgengi að innri mark­aðnum og grunn­reglum um gagn­kvæmni í við­skipt­um. Senni­lega þætti ýmsum súrt í broti ef önnur EES-­ríki beittu við­líka við­skipta­hindr­unum gagn­vart inn­flutn­ingi íslenskrar mat­vöru sem sætir heil­brigð­is­eft­ir­liti á Ísland­i,“ segir Helga Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­maður hjá ESA, í til­kynn­ingu til fjöl­miðla. 

Aðal­mark­mið reglna um flutn­ing mat­vöru á EES svæð­inu sé að stuðla að og bæta heil­brigð­is­eft­ir­lit í upp­runa­landi vöru til að tryggja öryggi bæði manna og dýra, en á sama tíma sé eft­ir­lit á við­töku­stað minnkað til að auka skil­virkni og auð­velda við­skipt­i. 

Auglýsing

Íslensk lög­gjöf er nú þannig að sækja þarf um leyfi fyrir inn­flutn­ingi á kjöt­vörum, vörum úr hráum eggjum og óger­il­sneyddri mjólk. Þá ber inn­flytj­endum að fram­vísa gögnum sem sýna m.a. fram á að ferskt kjöt og aðrar kjöt­vörur hafi verið geymdar í frysti við -18°C í 30 daga áður en heim­ilt er að selja vör­una. Lög­gjöf­inni fylgir umfangs­mikið eft­ir­lit og krafa er gerð um að inn­flytj­endur leggi fram marg­vís­leg gögn til Mat­væla­stofn­un­ar, sem gengur þvert á mark­mið EES regl­anna.

Vísun máls til EFTA-­dóm­stóls­ins er loka­skrefið í form­legu samn­ings­brota­máli ESA á hendur EFTA-­ríki. Áður hafa íslensk stjórn­völd verið upp­lýst um afstöðu stofn­un­ar­innar og veittur kostur á að koma rök­semdum sínum á fram­færi sem og að ljúka mál­inu með því að inn­leiða við­eig­andi lög­gjöf innan gild­andi tíma­marka.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None