Tóbaksgjald á neftóbak hækkað – Skilar hálfum milljarði í tekjur

munntobak_800_030214.jpg
AuglýsingMeiri­hluti efna­hags-og við­skipta­nefndar hefur lagt til að tóbaks­gjald verði hækkað með þeim hætti að tekjur rík­is­sjóðs vegna þess auk­ist um hálfan millj­arð króna. Hækk­unin eru umtals­vert meiri en gert var ráð fyrir í upp­haf­legu fjár­laga­frum­varpi. 

Fimm flokkar standa að meiri­hluta­á­lit­inu: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Við­reisn, Björt fram­tíð og Pírat­ar. Smári McCart­hy, nefnd­ar­maður Pírata, og Björt Ólafs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, skrif­uðu undir álitið með fyr­ir­vara. Í áliti meiri­hlut­ans seg­ir: „ Stjórn­völd hafa um langa hríð unnið að því mark­miði að draga úr heilsutjóni og dauðs­föll­um af völdum tóbaks með því m.a. að hvetja til minni tóbaksneyslu almenn­ings. Þá standa lýð­heilsu-, jafn­ræð­is- og sam­keppn­is­rök til þess að mis­ræmi gjalds miðað við hvert gramm tóbaks verði leið­rétt. Því er lagt til að tóbaks­gjald á hvert gramm nef­tó­baks og ann­ars tóbaks verði hækkað umtals­vert meira en gert var ráð fyrir í frum­varp­inu. Gera má ráð fyrir að hækk­unin hafi allt að 500 millj. kr. jákvæð áhrif á afkomu rík­is­sjóðs á árinu 2017. Þá mun hún hafa áhrif til hækk­unar á vísi­tölu neyslu­verðs sem nemur um 0,053 pró­sent.“ 

Auglýsing

Farið eftir umsögn stjórn­enda ÁTVR

Hækk­unin á tóbaks­gjald­inu er í sam­ræmi umsögn sem stjórn­endur ÁTVR skil­uðu inn til nefnd­ar­inn­ar. Þar kom fram að ÁTVR vill að ríkið hækki tóbaks­­­gjald á nef­tó­bak og annað tóbak um 55,2-69 pró­sent. Til­­­gang­­ur­inn væri að sam­ræma tóbaks­­gjald, en í núgild­andi lögum sé það svo að nef­tó­bak og annað tóbak beri tals­vert lægra tóbaks­­­gjald en sígar­ettur og vind­l­ing­­ar. Það hafi verið umtals­vert mis­­ræmi í gjald­­töku eftir tóbak­s­teg­undum allt frá því að tóbaks­­gjaldið var tekið upp árið 2001. 

Aldrei hefur eins mikið selst af nef­tó­baki og í fyrra, þegar 36,1 tonn af tóbak­inu voru seld. Nú verður það met slegið á nýjan leik, því gert er ráð fyrir að 40,1 tonn selj­ist á þessu ári. Nef­tó­baks­­salan er arð­­bær og ÁTVR fékk 748 millj­­ónir í kass­ann án virð­is­auka­skatts í fyrra. Tekj­­urnar af söl­unni hafa auk­ist veru­­lega, en þær juk­ust um 30 pró­sent á tveimur árum til árs­ins 2016. 

Árið 2000 seld­ust ríf­­lega 10 tonn af nef­tó­baki, en síðan þá hefur salan auk­ist jafnt og þétt. Eina und­an­­tekn­ingin er að salan minn­k­aði árin 2012 og 2013 áður en hún jókst á ný. ÁTVR segir að salan hafi dreg­ist lít­il­­lega saman þessi ár eftir að tóbaks­­­gjald á nef­tó­bak var tvö­­fald­að. Salan fór niður í 27,6 tonn árið 2013 en hefur svo auk­ist mikið á ný. Í fyrra voru 36,1 tonn seld af tóbak­inu og í ár er sem fyrr segir gert ráð fyrir að salan fari yfir 40 tonn. 

Í umsögn frá Ívari J. Arndal, for­­stjóra ÁTVR, kemur fram að kann­­anir sýni að það tóbak sem selt er og mark­aðs­­sett sem nef­tó­bak á Íslandi er í yfir­­­gnæf­andi meiri­hluta til­­vika tekið í munn og not­endur þess séu að stórum hluta ungt fólk og nýir tóbaks­­­neyt­end­­ur. „Rétt er að benda á að ÁTVR treystir sér ekki lengur til þess að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks og hefur leitað leið­bein­inga hjá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu um hvernig skuli greina á milli nef­tó­baks og munn­tó­baks. Önnur varan er lög­­­leg á Íslandi, hin ólög­­leg.“ 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None