#efnahagsmál#heilbrigðismál

Tóbaksgjald á neftóbak hækkað – Skilar hálfum milljarði í tekjurMeiri­hluti efna­hags-og við­skipta­nefndar hefur lagt til að tóbaks­gjald verði hækkað með þeim hætti að tekjur rík­is­sjóðs vegna þess auk­ist um hálfan millj­arð króna. Hækk­unin eru umtals­vert meiri en gert var ráð fyrir í upp­haf­legu fjár­laga­frum­varpi. 

Fimm flokkar standa að meiri­hluta­á­lit­inu: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Við­reisn, Björt fram­tíð og Pírat­ar. Smári McCart­hy, nefnd­ar­maður Pírata, og Björt Ólafs­dótt­ir, þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar, skrif­uðu undir álitið með fyr­ir­vara. Í áliti meiri­hlut­ans seg­ir: „ Stjórn­völd hafa um langa hríð unnið að því mark­miði að draga úr heilsutjóni og dauðs­föll­um af völdum tóbaks með því m.a. að hvetja til minni tóbaksneyslu almenn­ings. Þá standa lýð­heilsu-, jafn­ræð­is- og sam­keppn­is­rök til þess að mis­ræmi gjalds miðað við hvert gramm tóbaks verði leið­rétt. Því er lagt til að tóbaks­gjald á hvert gramm nef­tó­baks og ann­ars tóbaks verði hækkað umtals­vert meira en gert var ráð fyrir í frum­varp­inu. Gera má ráð fyrir að hækk­unin hafi allt að 500 millj. kr. jákvæð áhrif á afkomu rík­is­sjóðs á árinu 2017. Þá mun hún hafa áhrif til hækk­unar á vísi­tölu neyslu­verðs sem nemur um 0,053 pró­sent.“ 

Auglýsing

Farið eftir umsögn stjórn­enda ÁTVR

Hækk­unin á tóbaks­gjald­inu er í sam­ræmi umsögn sem stjórn­endur ÁTVR skil­uðu inn til nefnd­ar­inn­ar. Þar kom fram að ÁTVR vill að ríkið hækki tóbaks­­­gjald á nef­tó­bak og annað tóbak um 55,2-69 pró­sent. Til­­­gang­­ur­inn væri að sam­ræma tóbaks­­gjald, en í núgild­andi lögum sé það svo að nef­tó­bak og annað tóbak beri tals­vert lægra tóbaks­­­gjald en sígar­ettur og vind­l­ing­­ar. Það hafi verið umtals­vert mis­­ræmi í gjald­­töku eftir tóbak­s­teg­undum allt frá því að tóbaks­­gjaldið var tekið upp árið 2001. 

Aldrei hefur eins mikið selst af nef­tó­baki og í fyrra, þegar 36,1 tonn af tóbak­inu voru seld. Nú verður það met slegið á nýjan leik, því gert er ráð fyrir að 40,1 tonn selj­ist á þessu ári. Nef­tó­baks­­salan er arð­­bær og ÁTVR fékk 748 millj­­ónir í kass­ann án virð­is­auka­skatts í fyrra. Tekj­­urnar af söl­unni hafa auk­ist veru­­lega, en þær juk­ust um 30 pró­sent á tveimur árum til árs­ins 2016. 

Árið 2000 seld­ust ríf­­lega 10 tonn af nef­tó­baki, en síðan þá hefur salan auk­ist jafnt og þétt. Eina und­an­­tekn­ingin er að salan minn­k­aði árin 2012 og 2013 áður en hún jókst á ný. ÁTVR segir að salan hafi dreg­ist lít­il­­lega saman þessi ár eftir að tóbaks­­­gjald á nef­tó­bak var tvö­­fald­að. Salan fór niður í 27,6 tonn árið 2013 en hefur svo auk­ist mikið á ný. Í fyrra voru 36,1 tonn seld af tóbak­inu og í ár er sem fyrr segir gert ráð fyrir að salan fari yfir 40 tonn. 

Í umsögn frá Ívari J. Arndal, for­­stjóra ÁTVR, kemur fram að kann­­anir sýni að það tóbak sem selt er og mark­aðs­­sett sem nef­tó­bak á Íslandi er í yfir­­­gnæf­andi meiri­hluta til­­vika tekið í munn og not­endur þess séu að stórum hluta ungt fólk og nýir tóbaks­­­neyt­end­­ur. „Rétt er að benda á að ÁTVR treystir sér ekki lengur til þess að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks og hefur leitað leið­bein­inga hjá heil­brigð­is­ráðu­­neyt­inu um hvernig skuli greina á milli nef­tó­baks og munn­tó­baks. Önnur varan er lög­­­leg á Íslandi, hin ólög­­leg.“ 

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Krónan heldur áfram að styrkjast
Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur styrkist mikið að undanförnu. Losun hafta hefur engin áhrif haft til veikingar, þvert á móti.
25. apríl 2017 kl. 21:20
Lögreglustjóri sagður hafa brotið gegn lögreglumanni
Vinnustaðasálfræðingur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn lögreglumanni.
25. apríl 2017 kl. 19:37
ÖBÍ gagnrýnir fjármálaáætlun stjórnvalda
25. apríl 2017 kl. 19:13
Gengi á svartamarkaði í Norður-Kóreru sveiflast í takt við tilraunasprengingar hersins. Erlendir fjölmiðlar ferðuðust til Norður-Kóreu til þess að fylgjast með hersýningu hersins þar í landi.
Erlendir blaðamenn borga fimmföld árslaun í Norður-Kóreu
Þeir erlendu blaðamenn sem fá að flytja fréttir frá Norður-Kóreu eru látnir borga háar fjárhæðir.
25. apríl 2017 kl. 19:00
Róbert H. Haraldsson nýr forseti kennslusviðs HÍ
Heimspekingurinn Róbert H. Haraldsson hefur víðtæka reynslu úr starfi háskólans og hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum utan hans, meðal annars fyrir Fjármálaeftirlitið.
25. apríl 2017 kl. 17:05
Fjórðungur þeirra umsókna um vernd sem Útlendingastofnunn afgreidddi í mars voru samþykktar.
Umsóknum um vernd enn að fjölga
Fjölgun umsókna veldur töfum hjá Útlendingastofnun.
25. apríl 2017 kl. 15:30
Frosti, Sigurður Kári og Þór Saari í bankaráð Seðlabankans
Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag.
25. apríl 2017 kl. 14:21
Ólafía B. Rafnsdóttir
Ólafía B. Rafnsdóttir nýr aðstoðarmaður fjármálaráðherra
Ólafía B. Rafnsdóttir verður nýr aðstoðarmaður Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra. Hún var formaður VR þar til fyrir skömmu.
25. apríl 2017 kl. 13:14
Meira úr sama flokkiInnlent