Neftóbakssala fer yfir 40 tonn á árinu

ÁTVR vill hækkun á tóbaksgjaldi á neftóbak, en sett verður met í sölu á því á þessu ári. ÁTVR treystir sér ekki lengur til þess að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks, og hefur leitað til heilbrigðisráðuneytisins með málið.

neftobak_800_030214.jpg
Auglýsing

Sala á nef­tó­baki hefur marg­fald­ast á und­an­förnum árum og ÁTVR gerir ráð fyrir því að yfir 40 tonn af nef­tó­baki verði seld á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis um frum­varp um ýmsar for­sendur fjár­laga­frum­varps­ins fyrir næsta ár.

ÁTVR vill að ríkið hækki tóbaks­gjald á nef­tó­bak og annað tóbak um 55,2-69%. Til­gang­ur­inn væri að sam­ræma tóbaks­gjald, en í núgild­andi lögum sé það svo að nef­tó­bak og annað tóbak beri tals­vert lægra tóbaks­gjald en sígar­ettur og vind­ling­ar. Það hafi verið umtals­vert mis­ræmi í gjald­töku eftir tóbak­s­teg­undum allt frá því að tóbaks­gjaldið var tekið upp árið 2001. 

Aldrei hefur eins mikið selst af nef­tó­baki og í fyrra, þegar 36,1 tonn af tóbak­inu voru seld. Nú verður það met slegið á nýjan leik, því gert er ráð fyrir að 40,1 tonn selj­ist á þessu ári. Nef­tó­baks­salan er arð­bær og ÁTVR fékk 748 millj­ónir í kass­ann án virð­is­auka­skatts í fyrra. Tekj­urnar af söl­unni hafa auk­ist veru­lega, en þær juk­ust um 30% á tveimur árum til árs­ins 2016. 

Auglýsing

Árið 2000 seld­ust ríf­lega 10 tonn af nef­tó­baki, en síðan þá hefur salan auk­ist jafnt og þétt. Eina und­an­tekn­ingin er að salan minnk­aði árin 2012 og 2013 áður en hún jókst á ný. ÁTVR segir að salan hafi dreg­ist lít­il­lega saman þessi ár eftir að tóbaks­gjald á nef­tó­bak var tvö­fald­að. Salan fór niður í 27,6 tonn árið 2013 en hefur svo auk­ist mikið á ný. Í fyrra voru 36,1 tonn seld af tóbak­inu og í ár er sem fyrr segir gert ráð fyrir að salan fari yfir 40 tonn. 

Í umsögn frá Ívari J. Arndal, for­stjóra ÁTVR, kemur fram að kann­anir sýni að það tóbak sem selt er og mark­aðs­sett sem nef­tó­bak á Íslandi er í yfir­gnæf­andi meiri­hluta til­vika tekið í munn og not­endur þess séu að stórum hluta ungt fólk og nýir tóbaks­neyt­end­ur. „Rétt er að benda á að ÁTVR treystir sér ekki lengur til þess að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks og hefur leitað leið­bein­inga hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um hvernig skuli greina á milli nef­tó­baks og munn­tó­baks. Önnur varan er lög­leg á Íslandi, hin ólög­leg.“ 

Ein­okun lengi

Árið 1996 var fín­­­kornað munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi. Það þýðir að nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­leiðir hefur verið í nán­­­ast ein­ok­un­­­ar­­­stöðu á mark­aðnum síðan lögin voru sett. Sam­hliða hefur neysla á munn­tó­baki auk­ist tölu­vert og þeir sem neyta þess kaupa ann­að­hvort smygl­varn­ing á svörtum mark­aði, þar sem er mikið fram­­­boð, eða nota nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­leið­ir, hinn svo­­­kall­aða „Rudda“, sem munn­tó­bak. Þessi aukna neysla hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­­­ar, bæði vegna hækk­­­unar á tóbaks­­­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­­­spurn­­­ar. Tóbaks­­­­­gjald á nef­tó­bak hækk­­­aði til að mynda um 100 pró­­­sent 1. jan­úar 2013. Gera má ráð fyrir tekju­aukn­ingu ef tóbaks­gjaldið verður hækkað enn frek­ar. 

Sið­­­ferð­is­­­leg spurn­ing hvenær nef­tó­bak er munn­tó­bak

Í inn­­­­­gangi árs­­­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2014, fjall­aði Ívar einnig um áhyggjur sínar af auk­inni nef­tó­baksneyslu. Þar sagði Ívar: „Kann­­­anir sýna að neyslan á nef­tó­baki hefur færst í munn og nú er svo komið að yfir­­­­­gnæf­andi hluti nef­tó­baks­ins er not­aður í munn. Nýir not­endur eru helst ungir karl­­­menn. Sam­­­kvæmt lögum er sala munn­tó­baks ólög­­­leg á Íslandi. Það er sið­­­ferð­i­­­leg spurn­ing hvenær íslenska nef­tó­bak­ið, sem búið er að fram­­­leiða eftir sömu upp­­­­­skrift frá því fyrir stríð, er raun­veru­­­lega orðið að munn­tó­baki og þar með ólög­­­legt. Í dag er íslenska nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­leiðir eina reyklausa tóbakið á mark­að­in­­­um. Engin for­m­­­leg skil­­­grein­ing er til á því hvaða eðl­is­þættir það eru sem greina á milli nef­tó­baks og munn­tó­baks. ÁTVR hefur vakið athygli heil­brigð­is­yf­­ir­­valda á mál­inu en ljóst er að neyslu­aukn­ingin á nef­tó­bak­inu er slæm og nauð­­­syn­­­legt að sporna við þró­un­inn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent