Neftóbakssala fer yfir 40 tonn á árinu

ÁTVR vill hækkun á tóbaksgjaldi á neftóbak, en sett verður met í sölu á því á þessu ári. ÁTVR treystir sér ekki lengur til þess að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks, og hefur leitað til heilbrigðisráðuneytisins með málið.

neftobak_800_030214.jpg
Auglýsing

Sala á nef­tó­baki hefur marg­fald­ast á und­an­förnum árum og ÁTVR gerir ráð fyrir því að yfir 40 tonn af nef­tó­baki verði seld á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í umsögn fyr­ir­tæk­is­ins til efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis um frum­varp um ýmsar for­sendur fjár­laga­frum­varps­ins fyrir næsta ár.

ÁTVR vill að ríkið hækki tóbaks­gjald á nef­tó­bak og annað tóbak um 55,2-69%. Til­gang­ur­inn væri að sam­ræma tóbaks­gjald, en í núgild­andi lögum sé það svo að nef­tó­bak og annað tóbak beri tals­vert lægra tóbaks­gjald en sígar­ettur og vind­ling­ar. Það hafi verið umtals­vert mis­ræmi í gjald­töku eftir tóbak­s­teg­undum allt frá því að tóbaks­gjaldið var tekið upp árið 2001. 

Aldrei hefur eins mikið selst af nef­tó­baki og í fyrra, þegar 36,1 tonn af tóbak­inu voru seld. Nú verður það met slegið á nýjan leik, því gert er ráð fyrir að 40,1 tonn selj­ist á þessu ári. Nef­tó­baks­salan er arð­bær og ÁTVR fékk 748 millj­ónir í kass­ann án virð­is­auka­skatts í fyrra. Tekj­urnar af söl­unni hafa auk­ist veru­lega, en þær juk­ust um 30% á tveimur árum til árs­ins 2016. 

Auglýsing

Árið 2000 seld­ust ríf­lega 10 tonn af nef­tó­baki, en síðan þá hefur salan auk­ist jafnt og þétt. Eina und­an­tekn­ingin er að salan minnk­aði árin 2012 og 2013 áður en hún jókst á ný. ÁTVR segir að salan hafi dreg­ist lít­il­lega saman þessi ár eftir að tóbaks­gjald á nef­tó­bak var tvö­fald­að. Salan fór niður í 27,6 tonn árið 2013 en hefur svo auk­ist mikið á ný. Í fyrra voru 36,1 tonn seld af tóbak­inu og í ár er sem fyrr segir gert ráð fyrir að salan fari yfir 40 tonn. 

Í umsögn frá Ívari J. Arndal, for­stjóra ÁTVR, kemur fram að kann­anir sýni að það tóbak sem selt er og mark­aðs­sett sem nef­tó­bak á Íslandi er í yfir­gnæf­andi meiri­hluta til­vika tekið í munn og not­endur þess séu að stórum hluta ungt fólk og nýir tóbaks­neyt­end­ur. „Rétt er að benda á að ÁTVR treystir sér ekki lengur til þess að greina á milli munn­tó­baks og nef­tó­baks og hefur leitað leið­bein­inga hjá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu um hvernig skuli greina á milli nef­tó­baks og munn­tó­baks. Önnur varan er lög­leg á Íslandi, hin ólög­leg.“ 

Ein­okun frá árinu 2002

Í jan­úar 2002 var fín­­­kornað munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi. Það þýðir að nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­leiðir hefur verið í nán­­­ast ein­ok­un­­­ar­­­stöðu á mark­aðnum síðan lögin voru sett. Sam­hliða hefur neysla á munn­tó­baki auk­ist tölu­vert og þeir sem neyta þess kaupa ann­að­hvort smygl­varn­ing á svörtum mark­aði, þar sem er mikið fram­­­boð, eða nota nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­leið­ir, hinn svo­­­kall­aða „Rudda“, sem munn­tó­bak. Þessi aukna neysla hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­­­ar, bæði vegna hækk­­­unar á tóbaks­­­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­­­spurn­­­ar. Tóbaks­­­­­gjald á nef­tó­bak hækk­­­aði til að mynda um 100 pró­­­sent 1. jan­úar 2013. Gera má ráð fyrir tekju­aukn­ingu ef tóbaks­gjaldið verður hækkað enn frek­ar. 

Sið­­­ferð­is­­­leg spurn­ing hvenær nef­tó­bak er munn­tó­bak

Í inn­­­­­gangi árs­­­skýrslu ÁTVR fyrir árið 2014, fjall­aði Ívar einnig um áhyggjur sínar af auk­inni nef­tó­baksneyslu. Þar sagði Ívar: „Kann­­­anir sýna að neyslan á nef­tó­baki hefur færst í munn og nú er svo komið að yfir­­­­­gnæf­andi hluti nef­tó­baks­ins er not­aður í munn. Nýir not­endur eru helst ungir karl­­­menn. Sam­­­kvæmt lögum er sala munn­tó­baks ólög­­­leg á Íslandi. Það er sið­­­ferð­i­­­leg spurn­ing hvenær íslenska nef­tó­bak­ið, sem búið er að fram­­­leiða eftir sömu upp­­­­­skrift frá því fyrir stríð, er raun­veru­­­lega orðið að munn­tó­baki og þar með ólög­­­legt. Í dag er íslenska nef­tó­bakið sem ÁTVR fram­­­leiðir eina reyklausa tóbakið á mark­að­in­­­um. Engin for­m­­­leg skil­­­grein­ing er til á því hvaða eðl­is­þættir það eru sem greina á milli nef­tó­baks og munn­tó­baks. ÁTVR hefur vakið athygli heil­brigð­is­yf­­ir­­valda á mál­inu en ljóst er að neyslu­aukn­ingin á nef­tó­bak­inu er slæm og nauð­­­syn­­­legt að sporna við þró­un­inn­i.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent
None