Kosningaþátttaka var minnst hjá ungu fólki en mest hjá þeim elstu

Eldri Íslendingar skila sér mun betur á kjörstað en þeir yngri. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli hjá Íslendingum á eftirlaunaaldri en Píratar hjá þeim sem skila sér síst á kjörstað.

7DM_9680_raw_1762.JPG
Auglýsing

Ungt fólk skil­aði sér síst á kjör­stað í þing­kosn­ing­unum sem fram fóru 29. októ­ber síð­ast­lið­inn. Minnst var kosn­inga­þátt­takan í ald­urs­hópnum 20-24 ára þar sem 65,7 pró­sent þeirra sem voru á kjör­skrá skil­uðu sér í kjör­klef­ann. Mest var þátt­takan hjá ald­urs­hópnum 65-69 ára þar sem 90,2 pró­sent greiddu atkvæði. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hag­stofa Íslands hefur birt.

Alls greiddu 79,2 pró­sent kjós­enda atkvæði í kosn­ing­un­um. Mjög mis­mun­andi er eftir aldri hvort að kjós­endur ákváðu að nýta kosn­inga­rétt sinn eða ekki. Þannig mættu ein­ungis 67,7 pró­sent kjós­enda á aldr­inum 18-29 ára á kjör­stað, 74,2 pró­sent þeirra kjós­enda sem voru á fer­tugs­aldri en 84,8 pró­sent kjós­enda sem voru yfir fer­tugt. Kosn­inga­þátt­taka var lang­mest hjá Íslend­ingum yfir fimm­tugt og var í kringum 90 pró­sent hjá þeim sem eru á aldr­inum 60-75 ára. 

Af þessum tölum er ljóst að eldri Íslend­ingar eru að hafa hlut­falls­lega mun meiri áhrif á mótun íslensks stjórn­mála­lands­lags en þeir yngri.

Auglýsing

Eldri kjósa Sjálf­stæð­is­flokk, yngri Pírata

Nið­ur­stöður kosn­ing­anna 29. októ­ber voru tölu­vert á skjön við það sem flestar skoð­ana­kann­anir höfðu sagt til um. Helsta skekkjan var fólgin í því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk meira fylgi en búist var við en Pírat­ar, sem höfðu mælst með mjög hátt fylgi um margra mán­aða skeið í aðdrag­anda kosn­inga, mun minna. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 29 pró­sent greiddra atkvæða en Píratar 14,5 pró­sent. 

Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­ing­arnar kom fram að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins var minnst hjá yngsta ald­urs­hópnum en fór svo hækk­andi eftir því sem fólk eld­ist. Flokk­­ur­inn mæld­ist með 18 pró­sent fylgi meðal 18 til 29 ára, 24 pró­sent meðal 30 til 49 ára, 28 pró­sent meðal 50 til 67 ára og 34 pró­sent meðal 68 ára og eldri. 

Þró­unin var öfug hjá Pírötum og Bjartri fram­­tíð, þótt hún væri mun meira áber­andi hjá Píröt­­um. Þeir voru með 33 pró­sent fylgi í yngsta ald­­ur­s­hópn­um og 26 pró­­sent í þeim næstyngsta, 30 til 49 ára. Meðal 50 til 67 ára var fylgið komið niður í níu pró­­sent og er svo sjö pró­­sent meðal 68 ára og eldri. 

Betri kosn­inga­þátt­taka eldri Íslend­inga hefur því leitt til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk meira upp úr kjör­köss­unum en búist hafði verið við, en Píratar mun minna. 

Betri þátt­taka á lands­byggð­inni

Kosn­inga­þátt­taka var líka meiri á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var mest í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þar sem 81,2 pró­sent kjós­enda greiddi atkvæði en minnst í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, eða 77,9 pró­sent. Í ein­stökum sveit­ar­fé­lögum var kosn­inga- þátt­takan hæst í Eyja- og Mikla­holts­hreppi (90,2 pró­sent) en lægst í Sand­gerði (73,2 pró­sent). Kosn­inga­þátt­taka á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu var 78,9 pró­sent á móti 79,7 pró­sent á lands­byggð­inni. Konur skil­uðu sér frekar á kjör­stað en karl­ar.

Í áður­nefndri könnun MMR kom einnig fram að mik­ill munur væri á því hvaða flokka kjós­endur væru lík­legir til að kjósa eftir því hvort þeir byggju á lands­byggð­inni eða á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Þetta átti einkum við hjá Fram­­sókn­­ar­­flokknum og Við­reisn. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn mæld­ist þannig með 24 pró­sent fylgi á lands­­byggð­inni en aðeins 5 pró­sent á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu dag­inn fyrir kosn­ing­ar. Hjá Við­reisn var þessu öfugt far­ið, flokk­­ur­inn var með 12 pró­sent fylgi á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu en aðeins þrjú pró­­sent á lands­­byggð­inn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None