Kosningaþátttaka var minnst hjá ungu fólki en mest hjá þeim elstu

Eldri Íslendingar skila sér mun betur á kjörstað en þeir yngri. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli hjá Íslendingum á eftirlaunaaldri en Píratar hjá þeim sem skila sér síst á kjörstað.

7DM_9680_raw_1762.JPG
Auglýsing

Ungt fólk skil­aði sér síst á kjör­stað í þing­kosn­ing­unum sem fram fóru 29. októ­ber síð­ast­lið­inn. Minnst var kosn­inga­þátt­takan í ald­urs­hópnum 20-24 ára þar sem 65,7 pró­sent þeirra sem voru á kjör­skrá skil­uðu sér í kjör­klef­ann. Mest var þátt­takan hjá ald­urs­hópnum 65-69 ára þar sem 90,2 pró­sent greiddu atkvæði. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Hag­stofa Íslands hefur birt.

Alls greiddu 79,2 pró­sent kjós­enda atkvæði í kosn­ing­un­um. Mjög mis­mun­andi er eftir aldri hvort að kjós­endur ákváðu að nýta kosn­inga­rétt sinn eða ekki. Þannig mættu ein­ungis 67,7 pró­sent kjós­enda á aldr­inum 18-29 ára á kjör­stað, 74,2 pró­sent þeirra kjós­enda sem voru á fer­tugs­aldri en 84,8 pró­sent kjós­enda sem voru yfir fer­tugt. Kosn­inga­þátt­taka var lang­mest hjá Íslend­ingum yfir fimm­tugt og var í kringum 90 pró­sent hjá þeim sem eru á aldr­inum 60-75 ára. 

Af þessum tölum er ljóst að eldri Íslend­ingar eru að hafa hlut­falls­lega mun meiri áhrif á mótun íslensks stjórn­mála­lands­lags en þeir yngri.

Auglýsing

Eldri kjósa Sjálf­stæð­is­flokk, yngri Pírata

Nið­ur­stöður kosn­ing­anna 29. októ­ber voru tölu­vert á skjön við það sem flestar skoð­ana­kann­anir höfðu sagt til um. Helsta skekkjan var fólgin í því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk meira fylgi en búist var við en Pírat­ar, sem höfðu mælst með mjög hátt fylgi um margra mán­aða skeið í aðdrag­anda kosn­inga, mun minna. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk 29 pró­sent greiddra atkvæða en Píratar 14,5 pró­sent. 

Í könnun sem MMR birti dag­inn fyrir kosn­ing­arnar kom fram að fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins var minnst hjá yngsta ald­urs­hópnum en fór svo hækk­andi eftir því sem fólk eld­ist. Flokk­­ur­inn mæld­ist með 18 pró­sent fylgi meðal 18 til 29 ára, 24 pró­sent meðal 30 til 49 ára, 28 pró­sent meðal 50 til 67 ára og 34 pró­sent meðal 68 ára og eldri. 

Þró­unin var öfug hjá Pírötum og Bjartri fram­­tíð, þótt hún væri mun meira áber­andi hjá Píröt­­um. Þeir voru með 33 pró­sent fylgi í yngsta ald­­ur­s­hópn­um og 26 pró­­sent í þeim næstyngsta, 30 til 49 ára. Meðal 50 til 67 ára var fylgið komið niður í níu pró­­sent og er svo sjö pró­­sent meðal 68 ára og eldri. 

Betri kosn­inga­þátt­taka eldri Íslend­inga hefur því leitt til þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk meira upp úr kjör­köss­unum en búist hafði verið við, en Píratar mun minna. 

Betri þátt­taka á lands­byggð­inni

Kosn­inga­þátt­taka var líka meiri á lands­byggð­inni en á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var mest í Norð­vest­ur­kjör­dæmi þar sem 81,2 pró­sent kjós­enda greiddi atkvæði en minnst í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur, eða 77,9 pró­sent. Í ein­stökum sveit­ar­fé­lögum var kosn­inga- þátt­takan hæst í Eyja- og Mikla­holts­hreppi (90,2 pró­sent) en lægst í Sand­gerði (73,2 pró­sent). Kosn­inga­þátt­taka á höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu var 78,9 pró­sent á móti 79,7 pró­sent á lands­byggð­inni. Konur skil­uðu sér frekar á kjör­stað en karl­ar.

Í áður­nefndri könnun MMR kom einnig fram að mik­ill munur væri á því hvaða flokka kjós­endur væru lík­legir til að kjósa eftir því hvort þeir byggju á lands­byggð­inni eða á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. Þetta átti einkum við hjá Fram­­sókn­­ar­­flokknum og Við­reisn. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn mæld­ist þannig með 24 pró­sent fylgi á lands­­byggð­inni en aðeins 5 pró­sent á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu dag­inn fyrir kosn­ing­ar. Hjá Við­reisn var þessu öfugt far­ið, flokk­­ur­inn var með 12 pró­sent fylgi á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu en aðeins þrjú pró­­sent á lands­­byggð­inn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes: Þeim er velkomið að reyna að villa um fyrir fólki
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í málum fyrirtækisins í Namibíu, var í viðtali við Kastljós í kvöld.
Kjarninn 11. desember 2019
Molar
Molar
Molar – 2020 verði ár tollastríðsins
Kjarninn 11. desember 2019
Jóhannes Stefánsson
Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum
Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.
Kjarninn 11. desember 2019
Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir
Jörðum jarðefnaeldsneytið 2035 og verum fyrirmynd
Kjarninn 11. desember 2019
Oddný Harðardóttir
Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.
Kjarninn 11. desember 2019
Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME
Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.
Kjarninn 11. desember 2019
Herdís sótti um að verða næsti útvarpsstjóri
Fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir er á meðal þeirra 41 sem sóttu um stöðu útvarpsstjóra RÚV.
Kjarninn 11. desember 2019
Íslandi gert að breyta skilyrðum um búsetu framkvæmdastjóra og stjórnarmanna
Samkvæmt Eftirlitsstofnun EFTA þarf Ísland að breyta reglum sem skylda stjórnarmenn og framkvæmdastjórn félaga til þess að vera ríkisborgarar eða búsettir í EES ríki.
Kjarninn 11. desember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None