Samfylking með eitt prósent í yngsta aldurshópnum

7DM_0037_raw_1812.JPG
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með eins pró­sents fylgi í yngsta ald­urs­hópn­um, 18 til 29 ára, sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR. Fylgi flokks­ins hækkar með hækk­andi aldri, og er 12% meðal 68 ára og eldri. Það er fjögur pró­sent í ald­urs­hópnum 30 til 49 ára og 10 pró­sent meðal 50 til 67 ára. 

Sama þróun er hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, hann er með minnsta fylgið í yngsta ald­urs­hópnum og það fer svo hækk­andi eftir því sem fólk eld­ist. Flokk­ur­inn mælist með 18% fylgi meðal 18 til 29 ára, 24% meðal 30 til 49 ára, 28% meðal 50 til 67 ára og 34% meðal 68 ára og eldri. 

Þró­unin er öfug hjá Pírötum og Bjartri fram­tíð, þótt hún sé mun meira áber­andi hjá Píröt­um. Þeir eru með 33% fylgi í yngsta ald­urs­hópn­um, 26 pró­sent í þeim næstyngsta, 30 til 49 ára. Meðal 50 til 67 ára er fylgið komið niður í níu pró­sent og er svo sjö pró­sent meðal 68 ára og eldri. 

Auglýsing

Hjá Bjartri fram­tíð er fylgið 10 pró­sent meðal 18 til 29 ára, átta pró­sent meðal 30 til 49 ára en fer svo niður í fjögur pró­sent meðal 50 til 67 ára og þrjú pró­sent hjá 68 ára og eldri. 

Vinstri græn mæl­ast líka með mest fylgi hjá elsta ald­urs­hópn­um, 23%. Þau eru með frekar jafnt fylgi í öðrum ald­urs­hóp­um, 15-16%. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með lang­mest fylgi meðal fólks á aldr­inum 50 til 67 ára, 17%. Flokk­ur­inn er með 10 pró­sent hjá 18 til 29 ára, níu pró­sent hjá 30 til 49 ára og átta pró­sent í elsta ald­urs­hópn­um, 68 ára og eldri. 

Við­reisn er með fremur jafnt fylgi í öllum ald­urs­hópum nema þeim elsta, þar sem flokk­ur­inn mælist aðeins með þriggja pró­senta fylgi. Meðal 18 til 29 ára er fylgið 10%, níu pró­sent hjá 30 til 49 ára og 11 pró­sent hjá 50 til 67 ára. 

MMR veltir því upp að ef kosn­inga­þátt­taka yngra fólks verður hlut­falls­lega minni en eldra fólks, eins og gerst hefur í fyrri kosn­ing­um, má leiða líkur að því að kjör­fylgi flokka sem ná betur til yngra fólks verði lægra en könn­unin gefur til kynna. 

Mik­ill munur milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar­svæðis

Hjá sumum flokkum er mjög mik­ill munur á fylg­inu eftir því hvort fólk býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða lands­byggð­inni. Það á einkum við hjá Fram­sókn­ar­flokknum og Við­reisn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist þannig með 24% fylgi á lands­byggð­inni en aðeins 5% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hjá Við­reisn er þessu öfugt far­ið, flokk­ur­inn er með 12% fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en aðeins þrjú pró­sent á lands­byggð­inn­i. 

Píratar eru með 22% fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en 17% á lands­byggð­inni, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með nán­ast sama fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­ingu og lands­byggð­inni, og Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin eru með sjö pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fimm pró­sent á lands­byggð­inni. Vinstri græn eru með 15% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en 18% á lands­byggð­inn­i. 

Kynja­munur hjá VG og Fram­sókn

Mik­ill munur er á kynjum hjá kjós­endum Vinstri grænna og Fram­sókn­ar. Níu pró­sent karla ætla að kjósa VG en 24% kvenna. 17% karla ætla aftur á móti að kjósa Fram­sókn en aðeins fimm pró­sent kvenna. 

Fleiri karlar ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn en kon­ur, 27% á móti 22%. Sömu sögu er að segja hjá Píröt­um, 23% karla og 18% kvenna ætla að kjósa flokk­inn. Hjá Við­reisn eru 10% karla og sjö pró­sent kvenna, en hjá Bjartri fram­tíð og Sam­fylk­ingu eru konur fleiri. Átta pró­sent kvenna og fimm pró­sent karla ætla að kjósa Bjarta fram­tíð og átta pró­sent kvenna og fjögur pró­sent karla ætla að kjósa Sam­fylk­ing­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur því ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None