Samfylking með eitt prósent í yngsta aldurshópnum

7DM_0037_raw_1812.JPG
Auglýsing

Sam­fylk­ingin mælist með eins pró­sents fylgi í yngsta ald­urs­hópn­um, 18 til 29 ára, sam­kvæmt nýj­ustu könnun MMR. Fylgi flokks­ins hækkar með hækk­andi aldri, og er 12% meðal 68 ára og eldri. Það er fjögur pró­sent í ald­urs­hópnum 30 til 49 ára og 10 pró­sent meðal 50 til 67 ára. 

Sama þróun er hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, hann er með minnsta fylgið í yngsta ald­urs­hópnum og það fer svo hækk­andi eftir því sem fólk eld­ist. Flokk­ur­inn mælist með 18% fylgi meðal 18 til 29 ára, 24% meðal 30 til 49 ára, 28% meðal 50 til 67 ára og 34% meðal 68 ára og eldri. 

Þró­unin er öfug hjá Pírötum og Bjartri fram­tíð, þótt hún sé mun meira áber­andi hjá Píröt­um. Þeir eru með 33% fylgi í yngsta ald­urs­hópn­um, 26 pró­sent í þeim næstyngsta, 30 til 49 ára. Meðal 50 til 67 ára er fylgið komið niður í níu pró­sent og er svo sjö pró­sent meðal 68 ára og eldri. 

Auglýsing

Hjá Bjartri fram­tíð er fylgið 10 pró­sent meðal 18 til 29 ára, átta pró­sent meðal 30 til 49 ára en fer svo niður í fjögur pró­sent meðal 50 til 67 ára og þrjú pró­sent hjá 68 ára og eldri. 

Vinstri græn mæl­ast líka með mest fylgi hjá elsta ald­urs­hópn­um, 23%. Þau eru með frekar jafnt fylgi í öðrum ald­urs­hóp­um, 15-16%. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með lang­mest fylgi meðal fólks á aldr­inum 50 til 67 ára, 17%. Flokk­ur­inn er með 10 pró­sent hjá 18 til 29 ára, níu pró­sent hjá 30 til 49 ára og átta pró­sent í elsta ald­urs­hópn­um, 68 ára og eldri. 

Við­reisn er með fremur jafnt fylgi í öllum ald­urs­hópum nema þeim elsta, þar sem flokk­ur­inn mælist aðeins með þriggja pró­senta fylgi. Meðal 18 til 29 ára er fylgið 10%, níu pró­sent hjá 30 til 49 ára og 11 pró­sent hjá 50 til 67 ára. 

MMR veltir því upp að ef kosn­inga­þátt­taka yngra fólks verður hlut­falls­lega minni en eldra fólks, eins og gerst hefur í fyrri kosn­ing­um, má leiða líkur að því að kjör­fylgi flokka sem ná betur til yngra fólks verði lægra en könn­unin gefur til kynna. 

Mik­ill munur milli lands­byggðar og höf­uð­borg­ar­svæðis

Hjá sumum flokkum er mjög mik­ill munur á fylg­inu eftir því hvort fólk býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða lands­byggð­inni. Það á einkum við hjá Fram­sókn­ar­flokknum og Við­reisn. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist þannig með 24% fylgi á lands­byggð­inni en aðeins 5% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hjá Við­reisn er þessu öfugt far­ið, flokk­ur­inn er með 12% fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en aðeins þrjú pró­sent á lands­byggð­inn­i. 

Píratar eru með 22% fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en 17% á lands­byggð­inni, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með nán­ast sama fylgi á höf­uð­borg­ar­svæð­ingu og lands­byggð­inni, og Björt fram­tíð og Sam­fylk­ingin eru með sjö pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fimm pró­sent á lands­byggð­inni. Vinstri græn eru með 15% á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en 18% á lands­byggð­inn­i. 

Kynja­munur hjá VG og Fram­sókn

Mik­ill munur er á kynjum hjá kjós­endum Vinstri grænna og Fram­sókn­ar. Níu pró­sent karla ætla að kjósa VG en 24% kvenna. 17% karla ætla aftur á móti að kjósa Fram­sókn en aðeins fimm pró­sent kvenna. 

Fleiri karlar ætla að kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn en kon­ur, 27% á móti 22%. Sömu sögu er að segja hjá Píröt­um, 23% karla og 18% kvenna ætla að kjósa flokk­inn. Hjá Við­reisn eru 10% karla og sjö pró­sent kvenna, en hjá Bjartri fram­tíð og Sam­fylk­ingu eru konur fleiri. Átta pró­sent kvenna og fimm pró­sent karla ætla að kjósa Bjarta fram­tíð og átta pró­sent kvenna og fjögur pró­sent karla ætla að kjósa Sam­fylk­ing­u. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None