Meirihluti hlynntur því að flokkar gefi upp samstarfsmöguleika fyrir kosningar

Píratar
Auglýsing

57% Íslend­inga eru hlynnt því að flokkar gefi það upp fyrir kosn­ingar með hverjum þeir hafa mestan áhuga á að vinna með ef þeir kom­ast í rík­is­stjórn. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar könn­unar Mask­ínu. Meiri­hluti kjós­enda allra flokka nema stjórn­ar­flokk­anna tveggja er hlynntur þessu fyr­ir­komu­lag­i. 

Tæp 28% eru mjög hlynnt því að flokkar kynni mögu­lega sam­starfs­mögu­leika fyrir kosn­ingar á meðan 29% eru frekar hlynnt því. 24,3% segj­ast vera í með­al­lagi, hlynnt eða and­víg, en á bil­inu 18 til 19 pró­sent eru and­víg, þar af 7% mjög and­víg. 

Kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Vinstri-grænna eru einna helst hlynntir því að flokkar gefi það upp fyrir kosn­ingar með hverjum þeir geti helst hugsað sér að vinna, á meðan kjós­endur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins eru einna helst and­vígir svona fyr­ir­komu­lagi. Hlut­fall hlynntra fer hæst hjá kjós­endum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í tæp 90%. Tæp­lega 83% kjós­enda Pírata eru hlynntir þessu fyr­ir­komu­lagi, 79% kjós­enda VG, 65% kjós­enda Bjartrar fram­tíðar og 54% kjós­enda Við­reisn­ar. Hins vegar eru 24% kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks­ing og tæp 18% kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins á því að flokk­arnir eigi að gefa upp fyrir kosn­ingar með hverjum þeir hafi mestan áhuga á að vinna með í rík­is­stjórn. 

Auglýsing

Mark­tækur munur var á skoð­unum fólks eftir kjör­dæm­um, og þannig eru kjós­endur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og Suð­ur­kjör­dæmi áber­andi and­víg­ari því að flokkar gefi upp mögu­lega sam­starfs­flokka fyrir kosn­ing­ar. 

Eftir því sem fólk hefur  meiri menntun er það hlynnt­ara því að flokk­arnir gefi upp mögu­leik­ana, en 67,5% þeirra sem hafa fram­halds­nám í háskóla eru hlynntir því, á meðan 47,6% þeirra sem eru með grunn­skóla­próf eru það. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None