Segir að mistök við einkavæðingu hafi breytt bönkum í spilavíti

Benedikt Jóhannesson
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, segir að í síð­ustu einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins upp úr alda­mót­unum hafi íslenskum bönkum verið breytt í spila­víti, í þeim spilað djarft og Ísland var lagt að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Sú saga megi ekki end­ur­taka sig nú þegar ríkið hugar á ný að sölu á eign­ar­hlutum sínum í bönk­um. Þetta kemur fram í ára­móta­grein Bene­dikts sem birt var í Morg­un­blað­inu í dag. Þar skrifa allir leið­togar stjórn­mála­flokka sem eiga full­trúa á þingi að venju grein.

Til­kynnt var um það í gær að form­legar við­ræður séu nú hafnar milli Við­reisn­ar, Bjartrar fram­tíðar og Sjálf­stæð­is­flokks um myndun nýrrar rík­is­stjórnar og að mál­efna­samn­ingur sé langt kom­in. Fyrir liggur að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verði for­sæt­is­ráð­herra í slíkri stjórn en heim­ildir Kjarn­ans herma að allar líkur séu á því að Bene­dikt verði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Eign­ar­hlutir rík­is­ins í bönk­um, og sala á þeim, myndi þá heyra undir hans ráðu­neyti. Íslenska ríkið á nær allt hlutafé í Lands­bank­anum og allt hlutafé í Íslands­banka. Heim­ild er í fjár­lögum til að selja stóran hlut í Lands­bank­anum og allan hlut­inn í Íslands­banka. 

Í grein Bene­dikts segir að versta ákvörðun stjórn­valda við einka­væð­ingu bank­anna í upp­hafi 21. ald­ar­innar hafi verið sú að hverfa frá­ ­stefnu um dreift eign­ar­hald og hand­velja þess í stað „kjöl­festu­fjár­festa“ sem litu á bank­ana sem fram­leng­ingu á eigin buddu. „Bankar sem áður höfðu verið þung­lama­legar þjón­ustu­stofn­anir skiptu út flestum „gam­al­menn­um“ yfir fer­tugt og inn stigu djarf­huga menn sem vildu „láta pen­ing­ana vinna“. Bank­arnir hættu að vera þjónar atvinnu­lífs­ins og aðhalds­samir ráð­gjaf­ar. Þess í stað urðu þeir beinir þátt­tak­endur í fyr­ir­tækjum og atvinnu­lífið skipt­ist í fylk­ingar sem tengd­ust bönk­unum og eig­endum þeirra. Bank­arnir voru eins og spila­víti, spilað var djarft og Ísland sett að veði. Síð­asta spilið tap­að­ist og þjóðin sat eftir í rúst­un­um. Nú þegar ríkið hugar að sölu á eign­ar­hlut sínum í bönk­unum verður að hafa þessa sögu í huga, því að hún má ekki end­ur­taka sig.“

Auglýsing

Til­efni til að tala um hug­mynda­fræði

Í greinum hinna tveggja leið­togar flokk­anna sem eru í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum er einnig fjallað stutt­lega um þær við­ræð­ur. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, segir að ­nið­ur­stöð­ur­ ­kosn­ing­anna í haust hafi verið óljósar og erf­iðar úrlausn­ar. ­Rík­is­stjórnin hafi misst meiri­hluta sinn en stjórn­ar­and­staðan fékk ekki heldur meiri­hluta. Nýr flokkur hafi kom­ist á þing og bæst í hóp tveggja ann­arra nýrra flokka sem hafa bæst í íslensku stjórn­málaflór­una frá hruni. „Hvorki hægri arm­ur­inn né sá vinstri fengu skýran stuðn­ing heldur fengu flokkar sem skil­greina sig sem miðju­flokka, eða hvorki hægri né vinstri, góða kosn­ingu. Þetta er mikil upp­stokkun á íslensku stjórn­mála­lands­lagi og verður athygl­is­vert að sjá hvert fram­haldið verð­ur. Breytt staða kallar á að unnið sé úr henni og lausnir fundn­ar. Það tókst að sam­þykkja þverpóli­tísk fjár­lög í des­em­ber þegar ekki var fyrir hendi tryggur meiri­hluti eins og venju­lega. Það að ekki sé hægt að halla sér að því sem hefur virkað hingað til kallar á eitt­hvað nýtt. Þótt staðan sé snúin felast líka í henni óþekkt tæki­færi. Það er á ábyrgð okkar sem störfum í stjórn­málum að finna leiðir til að vinna saman landi og þjóð til gagns.“

Bjarni Bene­dikts­son segir einnig í sinni grein að þrátt fyr­ir­ hag­felldar aðstæður í efna­hags­málum Íslend­inga hafi nið­ur­stöður kosn­ing­anna reynst öllum flokkum flókið úrlausn­ar­efni. Leið­togar stjórn­mála­flokk­anna ásamt nýkjörnum for­seta hafi því þurft að takast á við stjórn­ar­myndun sem hefur tekið lengri tíma en þekkst hefur í ára­tugi. „Þótt æski­legt sé að slík staða komi ekki upp hefur hún þó gefið flokk­unum til­efni til að ræða saman um hug­mynda­fræði og mál­efni á öðrum nótum en venju­lega tíðkast í íslenskum stjórn­mál­um. Ef til vill hafa þau sam­töl leitt til þess að þing­inu auðn­að­ist að ljúka mik­il­vægum málum fyrir jól, þar á meðal fjár­lögum og brýnum breyt­ingum á líf­eyr­is­rétt­indum opin­berra starfs­manna, sem verða mik­il­vægt lóð á vog­ar­skál­arnar þegar kemur að því að mynda hér einn vinnu­mark­að.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None