Styrkur þjóðfélags ekki mældur í hagvexti heldur framkomu við þá sem minna mega sín

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

Inn­lytj­enda­mál, mis­skipt­ing auðs og jafn réttur allra til grunn­mennt­unar og lækn­inga óháð efna­hag voru fyr­ir­ferða­mikil í fyrsta ára­móta­ávarpi Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, sjötta for­seta Íslands, sem flutt var á RÚV í dag. 

Guðni Th. hóf ávarp sitt á því að fjalla stutt­lega um þann tíma sem hann hefur setið í emb­ætt­inu, en hann tók við því 1. ágúst síð­ast­lið­inn. Hann hafi upp­lifað að Íslend­ingar beri mikla virð­ingu fyrir emb­ætti for­seta Íslands en um leið megi hann ekki telja sig yfir aðra haf­inn. Öllum sé hollt að koma til dyr­anna eins og þeir eru klæddir og sagði Guðni Th. að Helgi Björns­son hafi orðað það þannig í nýlegu dæg­ur­lagi: „Vertu þú sjálf­ur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálf­ur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dans­aðu í vind­in­um. Faðm­aðu heim­inn, elsk­að­u.“

Ísland ekki lengur eins­leitt sam­fé­lag

Guðni Th. sagði að sam­fé­lag okkar hafi lengi verið eins­leitt. Ekki væri langt síðan að Íslend­ingar voru nær allir í þjóð­kirkj­unni og öðrum kristnum trú­fé­lög­um, hvítir á hör­und, áttu íslensku að móð­ur­máli og báru auð­sýni­lega íslenskt nafn. „Þetta er liðin tíð sem kemur ekki á ný. Fram­farir um okkar daga byggj­ast á fjöl­breytni; flæði hug­mynda og fólks um víða ver­öld. Um leið verðum við þó ætíð að tryggja og vernda grunn­gildi okk­ar; rétt­ar­ríki og vel­ferð­ar­sam­fé­lag þar sem mann­rétt­indi eru í hávegum höfð, jafn­rétti kynj­anna, trú­frelsi og ást­frelsi, mál­frelsi og menn­ing­ar­frelsi. Sömu­leiðis væri heilla­ráð að kynna fyrir þeim sem hér vilja setj­ast að þau þjóð­ar­ein­kenni sem hafa hjálpað okkur að kom­ast af á hinu harð­býla landi okk­ar: þraut­seigju og þrjósku, sam­stöðu þegar þörf krefur en sund­ur­lyndi þess á milli, og þá blöndu af aga­leysi og æðru­leysi sem kemur okkur í vand­ræði en út úr þeim aftur – og má draga saman í orð­tak­inu góða: „Þetta redd­ast.““

Auglýsing

Mann­kyn­inu mun aldrei farn­ast vel þegar fáir eiga svona mikið

For­set­inn sagði að hann hyggi að flestir Íslend­ingar séu ein­huga um að meg­in­stoð­ir okkar sam­fé­lags séu jafn réttur allra til grunn­mennt­unar og lækn­inga, óháð efna­hag. „Sátt virð­ist líka ríkja um nauð­syn þess að heil­brigð­is- og ­mennta­kerfi lands­ins standi undir nafni. Sé þannig að verki staðið er minni hætta en ella á því að fólk fest­ist í fátækt og for­laga­fjötr­um. Um ­leið eiga allir að geta spreytt sig, skarað fram úr, efnast, gert vel við sig og sína en goldið sann­gjarnan skerf til sam­fé­lags­þarfa. Höfum þó í huga að aukin mis­skipt­ing veldur sundr­ungu og spennu. Mann­kyni mun aldrei farn­ast vel ef eitt pró­sent jarð­ar­búa á eins mik­inn auð og hin 99 pró­sent­in til sam­ans. Ógn stafar af fjár­magns­skipu­lagi sem örfáir stýra og tek­ur ekki mið af hags­munum fjöld­ans. Þannig hafa Barack Obama ­Banda­ríkja­for­seti og vís­inda­mað­ur­inn Stephen Hawk­ing nýlega kom­ist að orði og undir þessi sjón­ar­mið má taka.“

Guðni Th. sagði að styrkur ríkis og þjóð­fé­lags væri ekki met­inn eftir hag­vexti, þjóð­ar­fram­leiðslu, víg­bún­aði eða mann­fjölda. Þótt að við Íslend­ingar fögnum afrekum sam­landa okkar á sviði menn­ing­ar, vís­inda eða ­í­þrótta séu þau ekki endi­lega til vitnis um kosti sam­fé­lags­ins. „Raun­veru­legur styrkur þess felst í því hversu vel er hlúð að sjúkum og öðrum sem þurfa á aðstoð að halda, fólki sem býr við fötlun eða ­þroska­skerð­ingu. Styrk sam­fé­lags má líka meta eftir því hvernig börn­um er sinnt, hvernig búið er að öldruðum á ævi­kvöldi. Þetta eru allt sam­an­ ­mæli­kvarðar á lífs­gæði, mark­mið sem skipta mestu í bráð og lengd. Í sam­an­burði við mörg önnur ríki og okkar eigin for­tíð megum við vel við una. En við getum ætíð gert enn bet­ur.“

Ný heima­síða opnuð

Í dag var ný heima­síða emb­ættis for­seta Íslands sett í loft­ið. Á fjár­auka­lögum 2016 kom fram að heima­­síða for­­seta­emb­ætt­is­ins hefði verið óbreytt í sextán ár og stefnt yrði að því að efna til útboðs um nýja slíka fari fram í haust. Áætl­­aður kostn­aður var fimm millj­­ónir króna. Guðni Th. sagði að það væri gaman að geta gert breyt­ingar á heima­síð­unni, sem hafi verið end­ur­hönnuð frá grunni. „Í upp­hafi var sú síð­a ­mark­verð nýj­ung, öflug frétta­veita sem varð öðrum í stjórn­kerf­in­u kannski fyr­ir­mynd að ein­hverju marki. Slóðin er sú sama og fyrr, ­for­set­i.is en nú er unnt að tengja upp­lýs­ingar þar við sam­fé­lags­miðla og ­færa fregnir með nútíma­legra yfir­bragði en áður. Síðar á þessu ári mun lands­mönnum jafn­framt gef­ast kostur á að heim­sækja Bessa­staði án þess að hafa bein­línis fengið um það boð. Á síð­unni nýju mun fólk geta skráð 2 ­sig í kynn­is­ferð um þjóð­höfð­ingja­setrið til að fræð­ast um þennan merka ­stað í sögu okkar og fam­tíð.“

Hægt er að lesa ára­móta­ávarp for­seta Íslands í heild sinni hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None