Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall, sem bæði sátu á þingi fyrir Bjarta framtíð á síðasta kjörtímabili, hafa bæði sagt sig úr flokknum. Það gerðu þau í morgun. Frá þessu er greint á vef RÚV.
Þar er haft eftir Róberti, sem sat á þingi fyrir Samfylkinguna og Bjartra framtíð frá 2009 til 2016, að hann ætli að snúa sér að nýju að verkefnum tengdum fjölmiðlum. Róbert vann árum saman við fjölmiðla og var um tíma formaður Blaðamannafélags Íslands frá 2003 til 2005.
Brynhildur vann hjá Neytendasamtökunum áður en hún settist á þing árið 2013. Hún ætlar að sinna verkefnum tengdum neytendamálum. Hvorki Róbert né Brynhildur gáfu kost á sér í kosningunum sem fram fóru í lok október.
Auglýsing