Stjórn og ráðgjafaráð Viðreisnar funduðu í kvöld um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Alls sóttu um 60 manns fundinn. Sáttmálinn var samþykktur samhljóða, að því er segir í tilkynningu frá Viðreisn.
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn eru nú að koma saman ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og standa yfir fundir hjá Sjálfstæðisflokki og Bjartri framtíð. Bjarni verður forsætisráðherra en ekki hefur verið staðfest hvernig önnur ráðherraembætti verða skipuð.
Sjálfstæðismenn hafa einnig samþykkt stjórnarsáttmálann, en ekki liggur fyrir niðurstað hjá Bjartri framtíð.
Fréttin verður uppfærð.