#stjórnmál

Jón, Þórdís og Guðlaugur ráðherrar - Ólöf ekki ráðherra

Mynd: Twitter síða Sjálfstæðisflokksins
Þórður Snær Júlíusson

Bjarni Bene­dikts­son, Þór­dís Kol­brún Gylfa­dótt­ir, Sig­ríður Á. And­er­sen, Jón Gunn­ars­son, Guð­laugur Þór og Krist­ján Þór Júl­í­us­son verða ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn­inni sem mynduð var í dag. Athygli vekur að Ólöf Nor­dal, vara­for­maður flokks­ins og inn­an­rík­is­ráð­herra, tekur ekki ráð­herra­sæti en hún hefur glímt við erfið veik­ind­i. 

Bjarni Bene­dikts­­son verður for­sæt­is­ráð­herra,  Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir verður ráð­herra ferða­mála, iðn­aðar og ný­­sköp­un­­ar, Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­­­son verður ut­an­­rík­s­i­ráð­herra, Sig­ríður And­er­­sen verður dóms­­mála­ráð­herra, Jón Gunn­­ar­s­­son verður ráð­herra sam­­göng­u­­mála, byggða­mála, sveita­­stjórn­­­ar­­mála og Krist­ján Þór Júlí­us­­son verður mennta­­mála­ráð­herra. Þá verð­ur Unn­ur Brá Kon­ráðs­dótt­ir for­­seti Alþing­­is. Því verða ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins sex tals­ins en hinir tveir flokk­arnir í rík­is­stjórn­inni, Við­reisn og Björt fram­tíð, fá saman fimm ráð­herra.

Bene­dikt Jóhann­es­son verður fjár­mála­ráð­herra, Þor­steinn Víglunds­son félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, Ótt­arr Proppé heibrigð­is­ráð­herra og Björt Ólafs­dóttir umhverf­is­ráð­herra.

Auglýsing

Meira úr Kjarnanum