Segir Bjarna ekki hafa sýnt ásetning um feluleik með seinum skýrsluskilum

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, seg­ist ekki halda að Bjarni Bene­dikts­son, sitj­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi sýnt af sér ásetn­ing um felu­leik þegar hann ákvað að birta ekki skýrslu um aflandseignir Íslend­inga fyrr en þremur mán­uðum eftir að hún var kynnt honum og tæpum fjórum mán­uðum eftir að henni var skilað inn til ráðu­neytis hans. Eftir að hafa rætt málið við Bjarna telur Bene­dikt að um hafi verið að ræða klaufa­skap og slaka dóm­greind. „Það breytir því ekki að mín skoðun (og allra í þing­flokkn­um) er sú að hann hefði átt að birta skýrsl­una strax og hann fékk hana í hend­ur.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu í lok­uðum hópi flokks­manna Við­reisnar á Face­book, sem Kjarn­inn hefur fengið afrit af.

Ráð­gjafa­ráð Við­reisnar sam­þykkti í gær­kvöldi stjórn­ar­sátt­mála sem gerir rík­is­stjórn flokks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks og Bjartrar fram­tíð­ar, undir for­sæti Bjarna, að veru­leika.

Í færsl­unni segir Bene­dikt að ekki þurfi að fjöl­yrða um klúðrið að í kringum birt­ingu á skýrsl­unni um aflandseignir Íslend­inga og skattaund­an­skot sé afar slæmt og sýni að nýrra vinnu­bragða sé þörf. „Þing­flokkur okkar heyrði frá BB [Bjarna Bene­dikts­syni] í dag og ég hygg að miðað við hans frá­sögn hafi verið um að ræða klaufa­skap og slaka dóm­greind en ásetn­ing um felu­leik, það breytir því ekki að mín skoðun (og allra í þing­flokkn­um) er sú að hann hefði átt að birta skýrsl­una strax og hann fékk hana í hend­ur. Einmitt þetta und­ir­strikar áherslur okkar um að hugsa hlut­ina upp á nýtt. Vinnu­brögð af þessu tagi verður að upp­ræta.“

Auglýsing

Bene­dikt, sem er for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, seg­ist hafa sett sig strax í sam­band við vara­for­mann nefnd­ar­inn­ar, Brynjar Níels­son, um að boða til fundar í nefnd­inni hið snarasta. Hann seg­ist líka hafa verið í sam­bandi við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna, sem hafði óskað eftir fundi í nefnd­inni vegna skýrslu­skil­anna. „Fund­ur­inn hefur þegar verið boð­aður og verður hald­inn næst­kom­andi fimmtu­dag vegna þess að óskað var eftir því af einum nefnd­ar­manni að hafður yrði góður fyr­ir­vari að fund­in­um. Skýrslan sjálf er hið þarfasta plagg og mik­il­vægt inn­legg í umræð­una. Vegna þess að ég reikna með að fæstir séu búnir að lesa hana þá er rétt að und­ir­strika að hún fjallar ekki um neina ein­stak­linga,“ segir í stöðu­upp­færslu Bene­dikts.

Skýrsl­unni skilað í sept­em­ber

Skýrsl­unni var skilað til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 13. sept­em­ber 2016. Hún var síðar kynnt sér­stak­lega fyrir Bjarna Bene­dikts­syni 5. októ­ber. Alþingi var svo slitið 13. októ­ber vegna kosn­inga sem haldnar voru síðar í þeim mán­uði en kallað aftur saman í byrjun des­em­ber og starf­aði fram að jól­um. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en síð­ast­lið­inn föstu­dag, 6. jan­ú­ar.

Bjarni sagði í fréttum RÚV á laug­ar­dag að þingi hefði þegar verið slitið þegar hann fékk skýrsl­una í hend­ur. Það reynd­ist ekki rétt og hann baðst afsök­unar á óná­kvæmum svörum sínum dag­inn eftir á sama vett­vangi. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, hefur farið fram á að umboðs­maður Alþingis skoði hvort að Bjarni hafi brotið gegn siða­reglum ráð­herra með því að birta ekki skýrsl­una þegar hún var til­bú­in.Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að það hafi orðið stökk­breyt­ing á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga fer­tug­fald­að­ist frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nemur ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 nemur lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None