Segir Bjarna ekki hafa sýnt ásetning um feluleik með seinum skýrsluskilum

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Bene­dikt Jóhann­es­son, for­maður Við­reisn­ar, seg­ist ekki halda að Bjarni Bene­dikts­son, sitj­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi sýnt af sér ásetn­ing um felu­leik þegar hann ákvað að birta ekki skýrslu um aflandseignir Íslend­inga fyrr en þremur mán­uðum eftir að hún var kynnt honum og tæpum fjórum mán­uðum eftir að henni var skilað inn til ráðu­neytis hans. Eftir að hafa rætt málið við Bjarna telur Bene­dikt að um hafi verið að ræða klaufa­skap og slaka dóm­greind. „Það breytir því ekki að mín skoðun (og allra í þing­flokkn­um) er sú að hann hefði átt að birta skýrsl­una strax og hann fékk hana í hend­ur.“ Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu í lok­uðum hópi flokks­manna Við­reisnar á Face­book, sem Kjarn­inn hefur fengið afrit af.

Ráð­gjafa­ráð Við­reisnar sam­þykkti í gær­kvöldi stjórn­ar­sátt­mála sem gerir rík­is­stjórn flokks­ins, Sjálf­stæð­is­flokks og Bjartrar fram­tíð­ar, undir for­sæti Bjarna, að veru­leika.

Í færsl­unni segir Bene­dikt að ekki þurfi að fjöl­yrða um klúðrið að í kringum birt­ingu á skýrsl­unni um aflandseignir Íslend­inga og skattaund­an­skot sé afar slæmt og sýni að nýrra vinnu­bragða sé þörf. „Þing­flokkur okkar heyrði frá BB [Bjarna Bene­dikts­syni] í dag og ég hygg að miðað við hans frá­sögn hafi verið um að ræða klaufa­skap og slaka dóm­greind en ásetn­ing um felu­leik, það breytir því ekki að mín skoðun (og allra í þing­flokkn­um) er sú að hann hefði átt að birta skýrsl­una strax og hann fékk hana í hend­ur. Einmitt þetta und­ir­strikar áherslur okkar um að hugsa hlut­ina upp á nýtt. Vinnu­brögð af þessu tagi verður að upp­ræta.“

Auglýsing

Bene­dikt, sem er for­maður efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, seg­ist hafa sett sig strax í sam­band við vara­for­mann nefnd­ar­inn­ar, Brynjar Níels­son, um að boða til fundar í nefnd­inni hið snarasta. Hann seg­ist líka hafa verið í sam­bandi við Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­mann Vinstri grænna, sem hafði óskað eftir fundi í nefnd­inni vegna skýrslu­skil­anna. „Fund­ur­inn hefur þegar verið boð­aður og verður hald­inn næst­kom­andi fimmtu­dag vegna þess að óskað var eftir því af einum nefnd­ar­manni að hafður yrði góður fyr­ir­vari að fund­in­um. Skýrslan sjálf er hið þarfasta plagg og mik­il­vægt inn­legg í umræð­una. Vegna þess að ég reikna með að fæstir séu búnir að lesa hana þá er rétt að und­ir­strika að hún fjallar ekki um neina ein­stak­linga,“ segir í stöðu­upp­færslu Bene­dikts.

Skýrsl­unni skilað í sept­em­ber

Skýrsl­unni var skilað til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins 13. sept­em­ber 2016. Hún var síðar kynnt sér­stak­lega fyrir Bjarna Bene­dikts­syni 5. októ­ber. Alþingi var svo slitið 13. októ­ber vegna kosn­inga sem haldnar voru síðar í þeim mán­uði en kallað aftur saman í byrjun des­em­ber og starf­aði fram að jól­um. Skýrslan var hins vegar ekki birt fyrr en síð­ast­lið­inn föstu­dag, 6. jan­ú­ar.

Bjarni sagði í fréttum RÚV á laug­ar­dag að þingi hefði þegar verið slitið þegar hann fékk skýrsl­una í hend­ur. Það reynd­ist ekki rétt og hann baðst afsök­unar á óná­kvæmum svörum sínum dag­inn eftir á sama vett­vangi. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, hefur farið fram á að umboðs­maður Alþingis skoði hvort að Bjarni hafi brotið gegn siða­reglum ráð­herra með því að birta ekki skýrsl­una þegar hún var til­bú­in.Í skýrsl­unni kemur meðal ann­ars fram að það hafi orðið stökk­breyt­ing á flæði fjár til aflands- og lág­skatta­svæða á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar, og fjöldi aflands­fé­laga í eigu Íslend­inga fer­tug­fald­að­ist frá árinu 1999 og fram að hruni. Eignir í stýr­ingu íslensku bank­anna í Lúx­em­borg 46-­föld­uð­ust á sama tíma­bili. Upp­safnað umfang eigna Íslend­inga á aflands­svæðum frá árinu 1990 til 2015 nemur ein­hvers staðar á bil­inu 350 til 810 millj­örðum króna, og tekju­tap hins opin­bera á árunum 2006 til 2014 nemur lík­lega um 56 millj­örðum króna. Á hverju ári gæti tapið vegna van­tal­inna skatta verið á bil­inu 4,6 til 15,5 millj­arðar króna.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None