#stjórnmál

Málefni Seðlabankans færast til forsætisráðuneytisins

Mynd: Birgir Þór
Þórunn Elísabet Bogadóttir

Ýmsar breyt­ingar verða gerðar á verk­efna­skipan ráðu­neyt­anna sam­hliða því að nýtt ráðu­neyti Bjarna Bene­dikts­sonar er tekið við völd­um. Þetta var gert með for­seta­úr­skurði um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna á milli ráðu­neyta. 

Mál­efni Seðla­banka Íslands munu flytj­ast með Bjarna úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu yfir í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið. Aftur á móti munu verk­efni hag­skýrslu­gerðar og upp­lýs­inga um lands­hagi, þar með talið Hag­stofu Íslands, fær­ast frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu til fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. 

Þá munu þjóð­menn­ing­ar­mál fær­ast frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og aftur til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins, en það munu mál­efni Vís­inda- og tækni­ráðs einnig ger­a. 

Auglýsing

Mál­efni Þing­valla­þjóða­garðs, nema Þing­valla­bæj­ar­ins sjálfs, munu fær­ast frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu til umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins. Neyt­enda­mál munu heyra undir atvinnu­vega­ráðu­neytið en ekki inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, og verk­efni byggða­mála verða í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu en ekki atvinnu­vega­ráðu­neyt­in­u. 

Meira úr Kjarnanum