#stjórnmál#vinnumarkaður

Sigríður Ingibjörg aftur til ASÍ

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir hefur verið ráðin sem hag­fræð­ingur hjá ASÍ. Hún var þing­maður fyrir Sam­fylk­ing­una þar til í kosn­ing­unum í haust, en hún sett­ist á þing árið 2009. Hún var for­maður vel­ferð­ar­nefndar þings­ins á síð­asta kjör­tíma­bili og for­maður fjár­laga­nefndar á undan því. 

Sig­ríður Ingi­björg starf­aði sem hag­fræð­ingur hjá ASÍ á árunum 2005 til 2007, en hefur líka starfað hjá félags- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­inu, Hag­stof­unni og Nor­ræna félag­in­u. 

Sig­ríður Ingi­björg er með BA próf í sagn­fræði frá Háskóla Íslands og meist­ara­próf í við­skipta- og hag­fræði frá háskól­anum í Upp­sölum í Sví­þjóð. 

Auglýsing

Meira úr Kjarnanum