Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur hjá ASÍ. Hún var þingmaður fyrir Samfylkinguna þar til í kosningunum í haust, en hún settist á þing árið 2009. Hún var formaður velferðarnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili og formaður fjárlaganefndar á undan því.
Sigríður Ingibjörg starfaði sem hagfræðingur hjá ASÍ á árunum 2005 til 2007, en hefur líka starfað hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu, Hagstofunni og Norræna félaginu.
Sigríður Ingibjörg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í viðskipta- og hagfræði frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð.
Auglýsing