Jafnlaunavottun verður fyrsta frumvarp Þorsteins

Þor­steinn Víglunds­son er félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra í nýrri ríkisstjórn.
Þor­steinn Víglunds­son er félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra í nýrri ríkisstjórn.
Auglýsing

Jafn­launa­vottun í fyr­ir­tækjum með 25 starfs­menn eða fleiri verður fyrsta frum­varpið sem Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, hyggst leggja fram á Alþingi. Slík vottun er tíma­bundin ráð­stöfun til að útrýma launa­mun kynj­anna, segir Þor­steinn við Morg­un­blaðið í dag. 

„Þetta er vissu­lega íþyngj­andi aðgerð, en við teljum hana nauð­syn­lega.“ Þor­steinn bendir á að það hafi ekki verið fyrr en með laga­setn­ingu sem hlutur kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja lag­að­ist. Jafn­launa­vottun hafi sama inn­tak og mark­mið, að jafna stöðu kynj­anna varð­andi kaup og kjör. Stórum vinnu­stöðum verður einnig skylt að gera sér­staka jafn­rétt­is­á­ætl­un. 

Þor­steinn segir það sína sann­fær­ingu að kyn­bundnum launa­mun verði ekki útrýmt nema með aðgerðum í hverju fyr­ir­tæki og stofnun fyrir sig. 

Auglýsing

Ætla má að það kosti um hálfa milljón króna fyrir fyr­ir­tæki að fara í fyrstu úttekt á laun­um, en það verður gert með því að fara í gegnum allar launa­upp­lýs­ing­ar, upp­lýs­ingar um ábyrgð og starfs­lýs­ingu fólks. Allt kallar þetta á ögun í launa­setn­ingu fyr­ir­tækja, sem þurfi að vera gegnsæ og vel skipu­lögð. Þor­steinn segir að hann telji að innan skamms tíma muni mynd­ast skiln­ingur á nauð­syn vott­un­ar, og stjórn­endum fyr­ir­tækja muni þykja hún jafn sjálf­sögð og að þar sé algengur örygg­is­bún­að­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None