Vægi húsnæðis í reksti heimila eykst

1-mai_14083414854_o.jpg
Auglýsing

Á und­an­förnum árum hefur hlut­fall útborg­aðra launa heim­ilis sem varið til greiðslu fast­eigna­láns farið hækk­andi. Í dag er hlut­fallið að jafn­aði 20-21 pró­sent en var um 18 pró­sent stuttu eftir efna­hags­hrun­ið. Hlut­fallið er í takt við árin 2000 til 2004. Þetta kemur fram í nýju Efna­hags­yf­ir­liti VR sem kom út í dag. „Það er þó áhyggju­efni að vís­bend­ingar eru um að hlut­fall útborg­aðra launa sem varið er í greiðslu fast­eigna­láns fer hækk­andi. Þetta snertir helst þau heim­ili sem eru að kaupa sér sína fyrstu fast­eign eða stækka við sig,“ segir í yfir­lit­inu.

Eignir eldra fólks hafa auk­ist mikið umfram eigna­stöðu þeirra yngri, sé horft sér­stak­lega til áranna 2007 til 2015. Séu skuld­irnar teknar með í reikn­ing­inn kemur fram svipuð mynd, segir í yfir­lit­inu. „Til að mynda hafa eignir 67 ára og eldri auk­ist um tæp 58 pró­sent umfram eignir 30-34 ára á tíma­bil­inu 2007 til 2015. Ekki er rétt að horfa aðeins á eign­ir. Sé litið til skuld­setn­ingar fæst nokkuð svipuð mynd. Með­al­upp­hæð skulda hefur hækkað meira meðal eldri ald­urs­hópanna en þeirra yngri. Skuldir 67 ára og eldri hafa einnig hækkað umtals­vert meira en yngri ald­urs­hópanna. Þetta er mögu­leg birt­ing­ar­mynd þess hve erfitt það hefur verið fyrir yngri ald­urs­hópana að eign­ast fyrstu fast­eign árin eftir hrun,“ segir í yfir­lit­inu.

Í takt við Norð­ur­löndin

Neyslu­mynstur, það er hversu stóru hlut­falli útgjalda heim­ils er varið í til­tekna vöru eða þjón­ustu, er svipað því sem þekk­ist á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Hlut­fall útgjalda vegna hús­næð­is, hita og raf­magns er lægra en í Dan­mörku en hærra en í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi.

Auglýsing

Krónan styrk­ist en núna er þetta öðru­vísi

Und­an­farin tvö ár hefur gengi krón­unnar hefur verið í miklum styrk­ing­ar­ham. Ástæðan er mikil fjölgun ferða­manna. „Í umræð­unni hefur meðal ann­ars verið talað um annað hrun sökum styrk­ing­ar­inn­ar. Það er þó ekki hægt að bera þessa geng­is­styrk­ingu núna saman við geng­is­styrk­ing­una árin fyrir hrun,“ segir í yfir­lit­in­u. 

Stærsti áhrifa­valdur styrk­ing­ar­inn á síð­asta ári var mikil gjald­eyr­is­inn­flæði frá ferða­mönn­um, en algjört metár var í ferða­þjón­ust­unni. Um 1,8 millj­ónir ferða­manna komu til lands­ins í sam­an­burði við 1,2 millj­ónir árið 2015. Á þessu ári stefnir í enn meiri vöxt, sam­kvæmt flestum spám. Sé miðað við með­al­talið þá styrkt­ist gengi krón­unnar um 18,4 pró­sent gagn­vart helstu við­skipta­myntum á síð­asta ári, en í byrjun þessa árs hefur það veikst lítið eitt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None