Vægi húsnæðis í reksti heimila eykst

1-mai_14083414854_o.jpg
Auglýsing

Á und­an­förnum árum hefur hlut­fall útborg­aðra launa heim­ilis sem varið til greiðslu fast­eigna­láns farið hækk­andi. Í dag er hlut­fallið að jafn­aði 20-21 pró­sent en var um 18 pró­sent stuttu eftir efna­hags­hrun­ið. Hlut­fallið er í takt við árin 2000 til 2004. Þetta kemur fram í nýju Efna­hags­yf­ir­liti VR sem kom út í dag. „Það er þó áhyggju­efni að vís­bend­ingar eru um að hlut­fall útborg­aðra launa sem varið er í greiðslu fast­eigna­láns fer hækk­andi. Þetta snertir helst þau heim­ili sem eru að kaupa sér sína fyrstu fast­eign eða stækka við sig,“ segir í yfir­lit­inu.

Eignir eldra fólks hafa auk­ist mikið umfram eigna­stöðu þeirra yngri, sé horft sér­stak­lega til áranna 2007 til 2015. Séu skuld­irnar teknar með í reikn­ing­inn kemur fram svipuð mynd, segir í yfir­lit­inu. „Til að mynda hafa eignir 67 ára og eldri auk­ist um tæp 58 pró­sent umfram eignir 30-34 ára á tíma­bil­inu 2007 til 2015. Ekki er rétt að horfa aðeins á eign­ir. Sé litið til skuld­setn­ingar fæst nokkuð svipuð mynd. Með­al­upp­hæð skulda hefur hækkað meira meðal eldri ald­urs­hópanna en þeirra yngri. Skuldir 67 ára og eldri hafa einnig hækkað umtals­vert meira en yngri ald­urs­hópanna. Þetta er mögu­leg birt­ing­ar­mynd þess hve erfitt það hefur verið fyrir yngri ald­urs­hópana að eign­ast fyrstu fast­eign árin eftir hrun,“ segir í yfir­lit­inu.

Í takt við Norð­ur­löndin

Neyslu­mynstur, það er hversu stóru hlut­falli útgjalda heim­ils er varið í til­tekna vöru eða þjón­ustu, er svipað því sem þekk­ist á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Hlut­fall útgjalda vegna hús­næð­is, hita og raf­magns er lægra en í Dan­mörku en hærra en í Sví­þjóð, Nor­egi og Finn­landi.

Auglýsing

Krónan styrk­ist en núna er þetta öðru­vísi

Und­an­farin tvö ár hefur gengi krón­unnar hefur verið í miklum styrk­ing­ar­ham. Ástæðan er mikil fjölgun ferða­manna. „Í umræð­unni hefur meðal ann­ars verið talað um annað hrun sökum styrk­ing­ar­inn­ar. Það er þó ekki hægt að bera þessa geng­is­styrk­ingu núna saman við geng­is­styrk­ing­una árin fyrir hrun,“ segir í yfir­lit­in­u. 

Stærsti áhrifa­valdur styrk­ing­ar­inn á síð­asta ári var mikil gjald­eyr­is­inn­flæði frá ferða­mönn­um, en algjört metár var í ferða­þjón­ust­unni. Um 1,8 millj­ónir ferða­manna komu til lands­ins í sam­an­burði við 1,2 millj­ónir árið 2015. Á þessu ári stefnir í enn meiri vöxt, sam­kvæmt flestum spám. Sé miðað við með­al­talið þá styrkt­ist gengi krón­unnar um 18,4 pró­sent gagn­vart helstu við­skipta­myntum á síð­asta ári, en í byrjun þessa árs hefur það veikst lítið eitt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None