#Atvinnulíf

Ragnar Þór berst við Ólafíu um formennsku í VR

Tvö fram­boð bár­ust til for­manns VR og ell­efu til stjórnar fyrir kjör­tíma­bilið 2017 – 2019 en fram­boðs­frestur rann út á hádegi í dag, fimmtu­dag­inn 9. febr­ú­ar.

Fram­bjóð­endur til for­manns eru Ólafía B. Rafns­dótt­ir, núver­andi for­mað­ur, og Ragnar Þór Ing­ólfs­son, að því er fram kemur á vef VR. Ekk­ert mót­fram­boð barst gegn lista trún­að­ar­ráðs VR í trún­að­ar­ráð félags­ins og telst hann því lög­lega kjör­inn.

Ragnar Þór Ingólfsson vill verða næsti formaður VR.

Auglýsing

Alls bár­ust ell­efu fram­boð til stjórn­ar. 

Ann­markar voru á nokkrum fram­boða og var fram­bjóð­endum gef­inn frestur til að laga þá, að því er segir á vef VR. Listi yfir fram­bjóð­endur til stjórnar verður birtur þegar þeir ann­markar hafa verið lag­að­ir, segir enn frem­ur.

Fyr­ir­hugað er að kosn­ingar hefj­ist þann 7. mars næst­kom­andi en kjör­stjórn mun aug­lýsa til­högun þeirra nánar þegar nær dreg­ur.

Meira úr sama flokkiInnlent
None