#viðskipti

Landsbankinn hagnaðist um 16,6 milljarða í fyrra

Hagnaður ríkisbankans dróst saman um 20 milljarða króna á milli ára. Til stendur að greiða 13 milljarða í arð. Til viðbótar hyggst bankaráð Landsbankans leggja fram tillögu um sérstaka arðgreiðslu á aðalfundi.

Lands­bank­inn hagn­að­ist um 16,6 millj­arða króna eftir skatta í fyrra. Þar er tæp­lega 20 millj­örðum króna minni hagn­aður en bank­inn sýndi árið 2015, þegar hagn­að­ur­inn nam 36,5 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi bank­ans sem birtur var eftir lokun mark­aða í dag. Lands­bank­inn er að nær öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, en starfs­menn hans eiga einnig lít­inn hlut. Lagt verður til við aðal­fund bank­ans í mars að 13 millj­arðar króna verði greiddir út til hlut­hafa vegna frammi­stöðu árs­ins 2016. Til við­bótar hyggst banka­ráð Lands­bank­ans leggja fram til­lögu um sér­staka arð­greiðslu á aðal­fundi, en greint verður frá fjár­hæð hennar í til­lögum fyrir aðal­fund. 

Sam­tals nemur hagn­aður Lands­bank­ans frá því að hann var end­ur­reistur eftir banka­hrunið 195,4 millj­örðum króna. Helsta ástæða þess að að hagn­aður Lands­bank­ans dregst svona mikið saman milli ára er sú að virð­is­rýrnun útlána var jákvæð um 18,2 millj­arða króna á árinu 2015 en nei­kvæð um 318 millj­ónir króna í fyrra. 

Í til­kynn­ingu frá bank­anum kemur fram að mark­aðs­hlut­deild hans á ein­stak­lings­mark­aði sé nú 37,1 pró­sent og hafi aldrei mælst hærri. Arð­semi eig­in­fjár Lands­bank­ans dregst veru­lega saman milli ára, fer úr 14,8 pró­sentum í 6,6 pró­sent. Þá hækk­aði kostn­að­ar­hlut­fall í 48,4 pró­sent og rekstr­ar­kostn­aður var 23,5 millj­arðar króna á árinu 2016. 

Auglýsing

Alls minnk­aði efna­hags­reikn­ingur bank­ans um eitt ­pró­sent ­þrátt fyrir að útlán hans hafi auk­ist um fimm pró­sent milli ára. Hreinar þjón­ustu­tekjur hækk­uðu um 14 pró­sent. 

Reikn­aðir skatt­ar, þar með talið sér­stakur fjár­sýslu­skattur á laun, eru 9,2 millj­arðar króna í upp­gjöri fyrir 2016 sam­an­borið við 13,1 millj­arð króna árið 2015.

Hreiðar Bjarna­son, starf­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, segir að grunn­rekstur bank­ans hafi gengið vel í fyrra. „Hreinar vaxta- og þókn­un­ar­tekjur juk­ust tölu­vert frá fyrra ári, en á sama tíma hefur rekstr­ar­kostn­aður bank­ans lækk­að.

Mark­aðs­hlut­deild bank­ans á ein­stak­lings­mark­aði hefur aldrei mælst hærri og staða bank­ans á fyr­ir­tækja­mark­aði og á fjár­mála­mörk­uðum er áfram sterk. Þá sýna mæl­ingar að ánægja við­skipta­vina bank­ans jókst umtals­vert á árinu, sem er okkur afar mik­il­vægt, enda leggur bank­inn mikla áherslu á að veita við­skipta­vinum sínum um allt land fyr­ir­mynd­ar­þjón­ustu á sam­keppn­is­hæfum kjör­um.

Annað árið í röð hækk­aði láns­hæf­is­mat Lands­bank­ans hjá Stand­ard & Poors og er nú BBB og er ein­kunn Lands­bank­ans áfram með jákvæðar horfur eftir hækk­un­ina. Þetta er ánægju­leg við­ur­kenn­ing á því frá­bæra starfi sem unnið hefur verið í bank­anum mörg und­an­farin ár. Lands­bank­inn hefur lengi lagt áherslu á að rekstur bank­ans verði arð­samur þegar stórum og óvenju­legum liðum slepp­ir. Sú stefna hefur skilað árangri og bank­inn mun halda áfram á sömu braut.“

Viltu styrkja sjálfstæða íslenska fjölmiðlun?
Lesendur Kjarnans geta kosið að greiða fast mánaðarlegt framlag til fjölmiðilsins til að efla starfsemi hans enn frekar. Markmiðið er upplýstari, gagnrýnni og málefnalegri umræða. Hjálpið okkur við að ná því markmiði með því að ganga til liðs við Kjarnasamfélagið.
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þingmenn á villigötum um rétt barna sem búa við tálmun
26. maí 2017 kl. 16:00
Stjórnarformaður Skeljungs selur í félaginu
Félag í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, stjórnarformanns Skeljungs, hefur selt 2,1 milljón hluti í félaginu.
26. maí 2017 kl. 15:53
Björt andvíg olíuvinnslu og framlengingu sérleyfis á Drekasvæðinu
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra er mótfallin olíuvinnslu á Drekasvæðinu og er einnig andvíg því að sérleyfi til olíuleitar verði framlengt. Leyfisveitingar falli þó ekki undir verksvið ráðuneytisins.
26. maí 2017 kl. 14:35
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Sjónvarp framtíðarinnar
26. maí 2017 kl. 13:00
Saksóknari fer fram á þriggja ára dóm yfir Björgólfi
Fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, Björgólfur Guðmundsson, er á meðal níu manns sem er ákærður í fjársvikamáli sem er fyrir frönskum dómstólum. Farið er fram á þriggja ára skilorðsbundið fangelsi yfir honum.
26. maí 2017 kl. 11:58
12 þúsund færri fá barnabætur
Þeim fjölskyldum sem fá barnabætur hefur fækkað um tæplega tólf þúsund milli áranna 2013 og 2016 og mun halda áfram að fækka samkvæmt útreikningum ASÍ.
26. maí 2017 kl. 11:40
Helgi Bergs stýrir starfsemi GAMMA í Sviss
Sá sem stýrði fjárfestingabankastarfsemi Kaupþings samstæðunnar á árunum 2005 til 2008 mun stýra skrifstofu GAMMA í Sviss þegar hún opnar.
26. maí 2017 kl. 10:06
Aukið álag á vatnssvæði kallar á að lögum sé framfylgt
Miklar breytingar hafa orðið á vatnsnýtingu á Íslandi síðan fyrstu vatnalögin voru sett 1923. Nýtingarmöguleikar hafa aukist til muna og vatnaframkvæmdir fela gjarnan í sér mikið inngrip í vatnafar með tilheyrandi áhrifum á lífríki og ásýnd umhverfis.
26. maí 2017 kl. 10:00
Meira úr sama flokkiInnlent
None