#viðskipti

Landsbankinn hagnaðist um 16,6 milljarða í fyrra

Hagnaður ríkisbankans dróst saman um 20 milljarða króna á milli ára. Til stendur að greiða 13 milljarða í arð. Til viðbótar hyggst bankaráð Landsbankans leggja fram tillögu um sérstaka arðgreiðslu á aðalfundi.

Lands­bank­inn hagn­að­ist um 16,6 millj­arða króna eftir skatta í fyrra. Þar er tæp­lega 20 millj­örðum króna minni hagn­aður en bank­inn sýndi árið 2015, þegar hagn­að­ur­inn nam 36,5 millj­örðum króna. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi bank­ans sem birtur var eftir lokun mark­aða í dag. Lands­bank­inn er að nær öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, en starfs­menn hans eiga einnig lít­inn hlut. Lagt verður til við aðal­fund bank­ans í mars að 13 millj­arðar króna verði greiddir út til hlut­hafa vegna frammi­stöðu árs­ins 2016. Til við­bótar hyggst banka­ráð Lands­bank­ans leggja fram til­lögu um sér­staka arð­greiðslu á aðal­fundi, en greint verður frá fjár­hæð hennar í til­lögum fyrir aðal­fund. 

Sam­tals nemur hagn­aður Lands­bank­ans frá því að hann var end­ur­reistur eftir banka­hrunið 195,4 millj­örðum króna. Helsta ástæða þess að að hagn­aður Lands­bank­ans dregst svona mikið saman milli ára er sú að virð­is­rýrnun útlána var jákvæð um 18,2 millj­arða króna á árinu 2015 en nei­kvæð um 318 millj­ónir króna í fyrra. 

Í til­kynn­ingu frá bank­anum kemur fram að mark­aðs­hlut­deild hans á ein­stak­lings­mark­aði sé nú 37,1 pró­sent og hafi aldrei mælst hærri. Arð­semi eig­in­fjár Lands­bank­ans dregst veru­lega saman milli ára, fer úr 14,8 pró­sentum í 6,6 pró­sent. Þá hækk­aði kostn­að­ar­hlut­fall í 48,4 pró­sent og rekstr­ar­kostn­aður var 23,5 millj­arðar króna á árinu 2016. 

Auglýsing

Alls minnk­aði efna­hags­reikn­ingur bank­ans um eitt ­pró­sent ­þrátt fyrir að útlán hans hafi auk­ist um fimm pró­sent milli ára. Hreinar þjón­ustu­tekjur hækk­uðu um 14 pró­sent. 

Reikn­aðir skatt­ar, þar með talið sér­stakur fjár­sýslu­skattur á laun, eru 9,2 millj­arðar króna í upp­gjöri fyrir 2016 sam­an­borið við 13,1 millj­arð króna árið 2015.

Hreiðar Bjarna­son, starf­andi banka­stjóri Lands­bank­ans, segir að grunn­rekstur bank­ans hafi gengið vel í fyrra. „Hreinar vaxta- og þókn­un­ar­tekjur juk­ust tölu­vert frá fyrra ári, en á sama tíma hefur rekstr­ar­kostn­aður bank­ans lækk­að.

Mark­aðs­hlut­deild bank­ans á ein­stak­lings­mark­aði hefur aldrei mælst hærri og staða bank­ans á fyr­ir­tækja­mark­aði og á fjár­mála­mörk­uðum er áfram sterk. Þá sýna mæl­ingar að ánægja við­skipta­vina bank­ans jókst umtals­vert á árinu, sem er okkur afar mik­il­vægt, enda leggur bank­inn mikla áherslu á að veita við­skipta­vinum sínum um allt land fyr­ir­mynd­ar­þjón­ustu á sam­keppn­is­hæfum kjör­um.

Annað árið í röð hækk­aði láns­hæf­is­mat Lands­bank­ans hjá Stand­ard & Poors og er nú BBB og er ein­kunn Lands­bank­ans áfram með jákvæðar horfur eftir hækk­un­ina. Þetta er ánægju­leg við­ur­kenn­ing á því frá­bæra starfi sem unnið hefur verið í bank­anum mörg und­an­farin ár. Lands­bank­inn hefur lengi lagt áherslu á að rekstur bank­ans verði arð­samur þegar stórum og óvenju­legum liðum slepp­ir. Sú stefna hefur skilað árangri og bank­inn mun halda áfram á sömu braut.“

Meira úr sama flokkiInnlent
None